Vísbending


Vísbending - 16.12.2005, Blaðsíða 2

Vísbending - 16.12.2005, Blaðsíða 2
/ V ISBENDING 7 fyrstatölublaði Vísbendingar áþessu ári var lagt á þá hálu braut að spá fyrir um árið. Þetta var meira gert í gamni en alvöru en spádómamirreyndust ekki fjarri lagi og reyndar nær sanni en bjartsýnustu spámenn menn gátu gert sér vonir um. Sumt gekk þó ekki eftir og hér verður í stuttu máli farið yfir það sem spáð var fyrir um en hefur ekki gerst — enn þá. Vitleysurnar að eru einungis tvö ár síðan tímaritið The Economist fór að taka upp á því að viðurkenna að blaðið hefði spáð rang- lega fyrir um atburði. Sagnfræðingurinn og hagfræðipenninn snjalli, Niall Fergu- son, gerir grín að þessu í nýjasta spáriti blaðsins fyrirárið 2006. Visbendinggetur þess vegna ekki verið þekkt fyrir minni sjálfsgagnrýni og hér á eftir er farið yfir það sem spáð var ranglega fyrir um. Frelsið — „Alþingi mun setja lög sem þrengja að eignarhaldi og starfsemi fýr- irtækja. Margir viðskiptakóngar munu bregðast ókvæða við og beita öllum ráðum til að klekkja á stjómvöldum. Þeirri orrnstu mun þeir þó tapa.“ Þetta gerðist ekki á árinu en það er ýmislegt sem bendir til þess að stjómmálamenn eigi eftir að verða á öndverðri skoðun við fulltrúa viðskipta- lífisins og það leiði til lagasetningar sem mun þrengja að eignarhaldi og starfsemi fýrirtækja. Þetta á eftir að gerast fýrr en seinna þó að líklegaþurfi talsvert alvarlega atburði til þess að stjómmálamenn telji að þeir hafi almenning frekar sér við hlið en á móti eins og þegar reynt var að koma fjölmiðlafrumvarpinu í gegn. Fjárfestingar—„íslendingar munu halda áfram að fjárfesta í útlöndum, veðja á að misgengi krónu og dollara muni breytast á komandi árum. Kb-banki mun áfram leiða útrás bankanna en aðrir bankar munu þó sennilega reynast stórtækari á árinu þar sem spennan hefur safnast upp. Nýj- ar útrásarhetjur munu koma fram. Vanda- málið er hins vegar að ávinningurinn af þessum verslunarferðum mun láta á sér standa og reynir þá á trú og þoiinmæði fjárfesta.“ Þetta gekk að stórum hluta eftir og hinar nýju útrásarhetjur voru Pálmi Haraldsson, Hannes Smárason og Magnús Þorsteinsson. Enn hefúr hins vegar ekki reynt á trú og þolinmæði fjárfesta þó að stjómarskipti í Flugleiðum megi að vissu leyti tengja trú fjárfesta á útrásarherferð Hannesar Smárasonar. Á næsta ári á hins vegar eftir að reyna öllu meira á þessa trú Árið er liðið og þolinmæði fjárfesta og lánastofnana. Spilaborgin — „Það mun hrikta í „stoð- um“ einnar spilaborgarinnar þegar kemur fram að rekstur sumra þeirra fýrirtækja sem hafa skreytta framhlið er ekki allur þar sem hann er séður. Spilaborgin munþó standa eftirtalsverða endurskipulagningu. í kjölfarið verða sett lög um pýramída- eignarhald fyrirtækja." Það er hægt að halda því fram að vandræðagangur Flug- leiða á árinu og hin hljóðlega yfirtaka Baugs á félaginu réttlæti spádóminn en það er ekki ólíklegt að dæmin á næsta ári hvað varðar hriktandi „stoðir“ verði enn meira áberandi og augljósari en á þessu. Þá fýrst kemst umræðan um pýramidaeign- arhald í hámæli. Erlendir fjárfestar — „Erlend fjárfest- ing á íslandi hefúr að miklu leyti verið fólgin í íslendingum í dulargervi, þ.e. fjár- festingarsjóðum skráðum erlendis í eigu íslendinga, en útrás Islendinga, aukinn ferðamannastraumur og skattaumhverf- ið munu verða til þess að draga að stóra erlenda fjárfesta. Að minnsta kosti eitt „íslenskt" fýrirtæki verður keypt upp af útlendingum." Áhugi útlendinga á Islandi hefur stóraukist á árinu en það hafa ekki orðið nein áberandi uppkaup á íslenskum fýrirtækjum þó að gylliboðin hafi borist fýrirtækjum um að flytja höfuðstöðvar til útlanda. I jólablaði Vísbendingar spáir Bjarni Ármannsson, forstjóri lslands- banka, því að á næstu tveimur árum muni erlendir fj árfestar fara að fj árfesta í íslensk- um fyrirtækjum. Það er þess vegna ekki ólíklegt að íslenskt fýrirtæki verði selt á næsta ári erlendum fjárfestum. Eínkavæðingaráform — „Aukin um- ræðaverðurumeinkavæðinguíorkugeiran- um, heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Ungir og róttækir menn í stjórnmálum krefjast þess að meira verði gert úr þessum áformum og orðin tóm verði ekki látin tala.“ Þetta gerist ekki í þeim mæli sem ætla hefði mátt og það segir kannski meira um hina ungu menn sem hafa komið inn á Alþingi síðustu misserin en spádóminn. Það liggur hins vegar í augum uppi að þessi umræða þarf að komast upp á yfirborðið til að finna hagkvæmustu lausnina fyrir samfélagið í stað þess að haldið sé fast í úreltar hugmyndir sem halda kerfinu í pólitískum hlekkjum. Utanríkisþjónustan—„Nýjum utanrík- isráðherra ofbýður oíþenslan í utanrík- isþjónustunni. H ann boðar róttæka endur- skipulagningu, leggur niður þátt utanrík- isráðuneytisins í viðskiptaþjónustu og fer fram á að kirkj ugarðsgj öld i n verði tekin af Utflutningsráði.Hannfækkarsendiráðum, segir þau arfleifð úrelts hugsunarháttar. Ekki verður óskað eftir forsetanum í fleiri viðskiptahvataferðir.“ Það kemur ekkert sérstaklega á óvart að þessi spádómur gekk ekki eftir heldur blés utanríkisþjónustan þvert á móti út í tíð fýrrverandi forsætis- ráðherra, sem spádómurinn átti við um, og forsetinn lék á als oddi á árinu, nú síðast í gríðarlega mikilvægri hvataferð til Mónakós. Merkilegt ár Niall Fergusonbendiráþaði spáriti The Economist að tímaritið hafi ekki spáð fýrir um nokkra atburði sem hafa orðið, eins og t.d. hrun Sovétríkjanna á tíunda áratug- inum.Einsmáveravitureftiráþegarhorfter yfir árið 2005 hér á landi. Því var ekki spáð að Davíð Oddsson myndi hætta í pólitík þó að góðar líkur væm í upphafi árs á að það myndi gerast á árinu. Einnig hefði mátt leiða líkur að því að Davíð færi i Seðlabankann eins og pólitíkusar hafa freistast til áður, þó aðþað valdi gríðarlegum vonbrigðum. Einn- ig hefði mátt spá fýrir um dómsmálaklúðr- ið gegn Baugi enda er það dærni um það vanhæfi sem stofnanakerfið stendur ifammi fýrir á nýjum tímum. Það var hins vegar erfittaðsjáíýriraðlslendingaryrðuleiðandi í flugrekstri í Norður-Evrópu á árinu og hefði þurft talsvert mikla spádómsgáfú til að geta sér til um það. Einnig kom á óvart hve íslenskir athafnamenn vöktu mikla athygli á árinu en vera Björgólfs Thórs á Forbes-listanumyfirríkustu menn í heimi og viðtöl við Jón Ásgeir, PálmaHaraldsson, bræðuma í Bakkavör og bankamennina í mörgum af virtustu dagblöðum og tíma- ritum Bretlands ogNorðurlandanna sýndu að íslendingar voru komnir í fremstu röð í viðskiptaheiminum. Á heildina litið var þetta stórmerkilegt ár þar sem ekkert alvarlegt áfall varð til þess að draga úr bjartsýni og sjálfstrausti Islendinga. Þettahefursattað segjaverið eitt besta ár sögunnar fýrir íslenskt viðskipta- og efnahagslíf. Hinir góðu tímar hafa samt ekki verið ókeypis og útflutningsgreinarog hátækniiðnaðurhafa verið svelt í hágenginu ogfjármagnsfrelsið hefur leitttil glórulítill- arskuldasöfhunarog ójafnvægis í hagkerf- inu og skapað eignaverðsbólur í íslensku hagkerfi sem Islendingar hafa aldrei áður upplifað. Hætt er við að eitthvað bresti þegar líður á næsta ár en kannski verður það ekkert stórmál fýrir Islendinga sem eru einstakir í að horfa á vandamálin og segja rneð sjálfum sér „þetta reddast!" 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.