Vísbending


Vísbending - 03.02.2006, Blaðsíða 1

Vísbending - 03.02.2006, Blaðsíða 1
V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 3. febrúar 2006 4. tölublað 24. árgangur Auglýsingar á nýju Neti Netið hefiir komið til sögunnar sem nýr auglýsingamiðill á síðustu árum. Líklega hefur það ekki gerst síðan sjónvarpið kom til að svo stórbreyting hafi orðið á fjölmiðlamarkað- inum. Þessi tegund auglýsinga kemur inn með óvenjulegum hætti vegna þess að þessar auglýsingargeta orðið markvissari en auglýsingarhafa áður verið og í sumum tilvikum biðja neytendur sjálfir um að fá auglýsingar, en það er stór breyting frá því sem verið hefur. Ekki er þetta einhlítt því að flestir kannast við að „ruslpóstur“ hleðst upp í tölvupósthólfmu ef hann er ekki flokkaður frá. Aldrei fyrr hefur þó verið jafnauðvelt að mæla áhrif auglýs- inga með beinum hætti og eftir að ver- aldarvefurinn kom til. Hver sér auglýsinguna mína? Þegar auglýst er í sjónvarpi, útvarpi eða blöðum veit enginn nákvæmlega hverjir sjá eða heyra auglýsinguna. Kann- að er hve margir lesa hvert blað eða horfa á sjónvarpið á ákveðnum tíma en erfitt er að vita nákvæmlega hve margir eða hverjir sáu auglýsinguna á bls. 37 í aukablaði um innanhússarkitektúr. Ef sá sem auglýsti finnur fyrir skyndilegri aukningu á sölu er líklegt að auglýsingin hafi haft áhrif en þó er líklegra að hann sé með mörg jám í eldinum varðandi auglýsingar. Hvert þeirra var það sem virkaði best? Vefurinn er vísindalegri. Þegar menn birta auglýsingar þar geta þeir oftast fengið margvíslegar upplýsingar. Hér á landi gefur fyrirtækið Modemus í hverri viku út lista um hve margir koma inn á yftr 130 vefi. Jafnframt er hægt að lesa hve margar síður hver og einn skoðaði og hversu oft menn komu alls inn á vef- inn. Ekki nóg með það heldur sjá menn líka hvaða hluta vefsins menn skoðuðu hverju sinni. Þannig eru fréttavefirnir visir.is og mbl.is á toppnum en í ljós Mynd: Auglýsingatekjur á Netinu % af auglýsinga- tekjum Spá I I I 67 33 2003 2004 2005* 2006 2007 — 0 *mat Myndin sýnir heildareyðslu í netauglýsingar í heiminum árin 2003-2007 í milljörðum króna. Heimild: ZenithOptimedia. kemur að stór hluti notenda á þessum veíjum er ekki að skoða fréttir heldur hefur áhuga á „bloggi“, sem er daglegt spjall einstaklinga um hin og þessi mál, eða á „Bamalandi“, sem er vefur sem hefur að geyma upplýsingar um böm og afrek þeirra allt frá fæðingu. Þess vegna geta auglýsendur ekki tekið heildartölur hráar heldur verða að grafa dýpra. Ver- aldarvefurinn og mælikvarðamir sem hann býður upp á gefa einmitt svör við slíkum vangaveltum. Miklu skiptir hverjir skoða helst til- teknarauglýsingar. Stundum gefa auglýs- ingar neytendum nægar upplýsingar, en alls ekki alltaf. Segjum til dæmis að okkur sé sagt að á ákveðnum tíma sé útsala í búð. Fyrir þá sem þekkja búðina vel eru þetta nægar upplýsingar en hinir sem ekki þekkja jafnvel til en hafa samt áhuga á vöruflokknum sem verið er að auglýsa geta smellt á auglýsingahnappinn og fá þá kannski upplýsingar urn vörurnar á útsölunni og verð á þeim. Það er mjög misjafnt eftir eðli net- auglýsinga hve margir bregðast við þeim með þvi að smella á þær. Auglýsingu sem á aðeins erindi við þröngan hóp skoðar (Framhald á síðu 4) r 'i Þrátt fyrir að Netið hafi /■ V Svcinn Agnarsson / Almar Guðmundsson veltir A Afkoma bankanna hefur 1 náð góðri fótfestu á > r hagfræðingur veltir því A því fyrir sér hvort sett verði £ L verið með ólíkindum góð fjölmiðlamarkaði hefur * íyrir sér hagræðingu innan * heimsmet í ávöxtun fyrsta ■ og skattar háir. En hve stór það ekki vaxið jafnmikið fiskvinnslunnar þegar pils- áratug aldarinnar. hluti skattanna skilar sér í sem auglýsingamiðill. faldakapítalismi er fyrir bí. ríkiskassann? J

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.