Vísbending


Vísbending - 10.03.2006, Blaðsíða 2

Vísbending - 10.03.2006, Blaðsíða 2
ISBENDING Afbrot hinna efnameiri Helgi Gunnlaugsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Islands r rið 1939 vakti þáverandi for- seti bandarísku félagsfræði- samtakanna, Edwin Sutherland (1883-1950), fyrst athygli á viðskipta- brotum í setningarræðu sinni á ársþingi samtakanna. Sutherland, sem löngum hefur verið kallaður „faðir bandarískr- ar afbrotafræði“, kynnti þar hugtakið „hvítflibbabrot" (e. white collar crime), sem síðan hefur orðið vel þekkt hugtak á Vesturlöndum. Skilgreining viðskiptabrota r Istuttu máli fela hvítflibbabrot í sér misnotkun á mikilvægri valdastöðu til ólögmæts ávinnings. Rannsóknir á málefninu hafa færst í vöxt á síðustu áratugum, sérstaklega í Bandaríkjunum, og hafa margir sérhæft sig á þessu sviði. Fræðimenn eru almennt sammála um að brot af þessu tagi séu meðal þeirra alvarlegustu í samfélaginu. Tjónið sé ekki aðeins ijárhagslegt, heldur bitni það einnig á lífí og heilsu fólks, fyrir utan að þessi brot draga úr siðferðisvit- und borgaranna. Þolendurbrotanna geta verið ýmsir, m.a. eigendur fyrirtækja, starfsfólk, viðskiptavinir, almenningur og umhverfið í heild sinni. Tegundir viðskiptabrota Efnahagslegt tjón er talið margfalt meira en hlýst af venjulegum stræt- isbrotum. Ólögmætt samráð um verð, vörusvik og brot á lögum um einokun og hringamyndanir eru fáein dæmi um tjón af þessum toga. Þekkt mál af þessu tagi varðar samráð um verð. Máliö hófst á fimmta áratug síðustu aldar og tengdist stærstu framleiðendum rafmagnstækja í Bandaríkjunum. Millistjómendur fyrir- tækjanna hittust reglulega á laun á afvikn- um stöðum og ákváðu sameiginlega verð á ýmsum fylgihlutum framiciðslunnar. Þegar þeir urðu uppvísir að samráðinu á sjöunda áratugnum var áætlað að tap neytenda hefði verið um 1,7 milljarðar dollarar á ári á sjö ára tímabili. Sjö af samsærismönnunum voru dæmdir í 30 daga fangelsi og 21 til viðbótar í 30 daga skilorðsbundið fangelsi sem var fáheyrt á þessum tíma og vakti mikla athygli. Lögfræðingur eins hinna dæmdu lét í ljós viðbrögð sín með þeim orðum að skjólstæðingur sinn ætti alls ekki skilið að lenda bak við lás og slá með ótíndum glæpamönnum. Hversu algengt er samráð um verð- lag? Rannsóknir sýna að það er býsna al- gengt. Samkvæmt könnunum telur meira en helmingur forstjóra í 1000 stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna samráð í við- skiptalífmu algengt. Heilsutjón birtist í því hvernig fyrir- tæki, ýmist vísvitandi eða af vanrækslu, valda starfstengdum sjúkdómum, líkams- tjóni og dauðsföllum. Otryggar vinnu- aðstæður og hættuleg efni einsog finna má í sumum námum og verksmiðjum hafa leitt af sér margvíslega heilsukvilla og örkuml meðal starfsfólks. Sá skaði sem neytendur verða fyrir felst m.a. í gölluðum afurðum á borð við mat, lyf eða bifreiðir. Þekkt dæmi á síðari árum er sala bílsins Ford Pinto sem fullyrt var að hafi valdið dauða hundraða ökumanna og farþega vegna galla í eldsneytistanki. Borgararnir geta sömuleiðis orðið fyrir skaða af mengun andrúmsloftsins, vatns eða hávaða. Mál sem tengist Love Canal svæðinu í New York fy lki er lýsandi fyrir slíkt tjón (Levine, 1982). A 5. og 6. áratug síðustu aldar losaði efnafyrirtæki sig við um 20 þúsund tonn af úrgangi á svæðinu og setti fagurgrænt gras y fír. Síðar risu þar íbúðabyggingar, grunnskóli og leikvöllur. Seint á áttunda áratug aldarinnar byrjaði svört efnaleðja að seytla inn í kjallara skólans og nærliggjandi íbúðarhús. Tíðni fæðingargalla, fósturláta og heilsutengdra vandamála var í kjölfarið óvenjuhá með- al íbúa svæðisins, sem margir röktu til efnaúrgangsins. Tjón á siðferðisvitund felst í því að traust borgaranna á helstu stofnunum samfélagsins minnkar. Sumirfræðimenn telja tjón af þessu tagi jafnvel enn alvar- legri fylgifisk hvílflibbabrota en hið fjár- hagslega og hið líkamlega. Ef virðulegir borgarar sem hafi allt til alls standi í sið- lausu eða ólöglegu athæfi sé mikil hætta á að siðleysi breiðist út í allt samfélagið til venjulegra borgara. Sem dæmi má nefna að í kj ölfar Watergate-hneykslisins í Bandaríkjunum á áttunda áratug síðustu aldar dró mjög úr trausti borgaranna á stofnunum ríkisins. Skýringar á viðskiptabrotum Hefðbundnar skýringar afbrotafræð- innar á afbrotum duga fæstar þegar kemur að hvítflibbabrotum. Varla er hægt að halda því fram að hvítflibbabrotamenn eigi við félagslega örvæntingu eða per- sónulega erfiðleika að stríða. Yfírhöfuð hefur þeim gengið vel í skóla og ijöl- skyldumálin eru í himnalagi hjá þeim, m.ö.o. þeir eru sannkallaður rjómi sam- félagsins. Frumkvöðull hvítflibbarann- sókna, áðurnefndur Sutherland, hélt því fram að ef hefðbundnar skýringar dugi ekki til að skýra hvítflibbabrot sé í raun engin trygging fyrir því að þær dugi til að skýra önnur brot. I kjölfarið setti Sutherland fram kenningu sína um ólík félagstengsl (e. differentiai association) sem varpi ljósi á öll afbrot, hvítflibba- brot meðtalin. Kjami kenningarinnar er að brotahegðan lærist í samskiptum við aðra sem telj a lítið mál að fara á s veig við lögin. Einstaklingar geti því við tilteknar aðstæður hneigst til brota ef jákvæðar hugmyndir um athæfi af því tagi vega þyngra en leið löghlýðninnar. Það er ekki aðeins aðferðin við að fremja brotin sem er lærð í samskiptum heldur ekki síður það hvernig menn réttlæta brotin fyrir sjálfum sér og öðrum. Staðhæfingar eins og að viðskipti séu ekki fyrir veiklundaða eða að allir frernji brot af þessu tagi eru dæmi um réttlætingar eða afsakanir sem þjóna því hlutverki að eyða sektarkennd. Kenning Sutherlands er enn í dag álitin mikilvægasta skýringin á viðskiptabrot- um og er jafnframt áhrifamikil til að skýra önnur brot. Fræga rannsókn af þessum toga má finna í bókinni Corporate Ethics and Crime eftir Marshall Clinard (1983). Viðtöl við millistjómendur stærstu fyr- irtækja Bandaríkjanna leiddu í ljós að helstu áhrifaþætti ósiðlegrar eða ólög- mætrarhegðunar væri að finna innan við- komandi fyrirtækja. Y firstjórn fyrirtækja (e. top management) gefi tóninn, ásamt þrýstingi sem millistjómendur verði fyrir. Odrengilegirstarfshættirsamkeppnisað- ila eða erfið ljárhagsstaða fyrirtækjanna hefði minni áhrif en fyrrnefnd atriði. Meirihluti viðmælenda Clinards taldi að æðstu stjórnendur væru í raun ábyrg- ir fyrir brotum undirmanna sinna. Sér- lega viðsjárverðir væru stjómendur sem væru fyrst og ffemst peningalega þenkj- andi, þeir sem umfram allt vildu tryggja skjótfenginn gróða. Aftur á móti væru þeir sem hann kallaði faglega þenkjandi stjórnendurmun ólíklegri til að stuðla að brotum af þessu tagi. Persónueinkenni æðstu stjómenda hafi því úrslitaáhrif á innri starfsemi fyrirtækja og ákvarði að slórum hluta hvort aðrir innan fyrirtæk- isins gerist sekir um ólögmæta hegðun eða ekki. (Framhald á síðu 4) 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.