Vísbending


Vísbending - 26.05.2006, Blaðsíða 3

Vísbending - 26.05.2006, Blaðsíða 3
V ISBENDING Er hægt að henda reiður á óreiðunni? Wikipedia, alfræðiorðabókin á Netinu rið 2001 gafst Jimmy Wales upp á uppáhaldsverkefninu sínu. Hann hafði ætlað að fá hóp sjálfboða- liða til þess að setja saman alfræðiorða- bók. AÍiir ritstjóramir voru með dokt- orsgráður og áttu að lesa vandlega yfir hverja einustu grein. En þær urðu ekki nema nokkur hundruð. Hann ákvað að setja greinasafnið á Netið og bauð þeim sem komu á vefsvæðið að laga grein- amar, breyta þeim og bæta við sínum eigin greinum. Allar greinar á svæðinu sem nefnist www.wikipedia.org fylgja sömu reglum. Orðið Wikipedia er myndað úr wiki sem mun vera komið frá Havaí og þýðir „fljótur“og/?eí//ersemþýðir„lærdómur“. Hugmyndin var sú að nreð því að margir legðu sitt af mörkum væri hægt að byggja upp mikla þekkingu á skömmum tíma. Og það reyndist rétt. Verkefnið gekk miklu betur en nokkrum hafði dottið í hug. Eftir ár vom komnar 20 þúsund greinar á ensku og núna eru þær orðnar 1.150.303 (23. maí 2006). En Wikipedia er ekki bara til á ensku. Hún eráfjölmörgum tungumálum og það eru komnar meira en 100 þúsund greinar áþýsku, frönsku, spænsku, ítölsku,port- úgölsku, japönsku, hollensku, pólsku og sænsku. A okkar ástkæra og ylhýra móðurmáli eru nú til 10.228 greinar á vefsvæðinu. Gengur stjórnleysið? Margir spyrja hvort stjórnleysið gangi. Verða greinamar ekki bara tómt bull, illa skrifaðar og af mönnum sem vilj a koma sinni útgáfu af sannleikan- um á framfæri? Sú hætta er vissulega fyrir hendi. Menn hafa lent í því að settur hefur verið fram um þá eintómur lygaþvætt- ingur. Hægt er að rekja sögu breytinga á vefnum en menn þurfa ekki að skrifa undir nafni. Þannig geta skemmdarvarg- ar falið sig. Samt virðist síðan almennt ganga merkilega vel og greinarnar vera ágætar heimildir. Það sem gerist er að þcir sem lesa grein- ar geta strax leiðrétt villur scm þeir sjá. Ef menn keppast við að breyta á víxl kemur ritstjóri að og skakkar leikinn. Það þykir sköntm að því að verða uppvís að því að setja rangar upplýsingar inn á Wikipediu og í flestum tilvikum virðast greinamar færast í rétta átt. Allir geta séð allar breyt- ingar og þess vegna er ekki hægt að koma inn sporlaust. Sumar greinar eru settar i „gjörgæslu" til að menn laumist ekki inn til þess að setja inn óhróður. Þetta á við George W. Bush og Bill Clinton, svo að dæmi séu tekin. Stöku sinnum er greinum læst þannig að breytingar eru bannaðar tímabundið. Vinsældir svæðisins era einstakar. Ef að líkum lætur eru heimsóknir á einstakar síður nú nálægt 3 milljörðum á mánuði. Þessi mikla aðsókn eykur líkumar á því að niðurstöður séu áreiðanlegar. Hvað var skrifað um Hannes? annes H. Gissurarson prófessor er umdeildur rnaður á Islandi og það sést vel ef greinaskrif um hann í Wikipediu eru rakin. Nú er síðan um Hannes alllöng með fjórum myndum af honum, meðal annars með Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, Vaclav Klaus, forseta Tékklands, og Davíð Oddssyni, forsætisráðherra íslands. Itarlegaer fjall- að um rit Hannesar og sagt frá deilum hans við Jón Ólafsson og erfingja Hall- dórs Laxness. A Netinu má rekja hvernig greinin hefur þróast. Fyrsta færslan er 16. maí 2005 en þá skrifar haukurth þrjár línur urn Hannes. Þar kemur fram að Hannes sé prófessor við Háskóla Islands, hann sé hægrisinnað- ur og vilj i lækka skatta og auka einkavæð- ingu. Loks er þessi lína: „He has recent- ly written a controversial biography on Halldór Kiljan Laxness." Hinn 19. október bætir einhver sem skrifar undir ip-tölu (ip-tala er einkenn- istala tölvunnar sem notuð er) við: „Colleagues such as Professor Helga Kress have accused him of plagiarising and altering the works of Laxness for inclusion in his biography without citing his sources." Sami aðili ákveður að bæta um bet- ur síðar sama dag og segir: „Colleagu- es such as Professor Helga Kress have accused him of plagiarising and altering the works of Laxness for inclusion in the biography without citing his sources in an honest fashion. The Laxness estate is currently filing suit.“ Einnigkemur fram: „He was appointed professor against the wishes of most of the University faculty, partly due to the unpopularity of his polit- ical opinions in academia and partly due to some of vicious public attacks he made on the quality of the University of lceland in a series of newspaper articles.“ Hinn 2. janúar 2006 er skrifað undir annarri ip-tölu og nú er fyrsta setningin um rit Hannesar um Laxness þannig: „He has recently written a three volume biography on Halldór Kiljan Laxness. The work details Laxness’ past as a communist fellow traveller and has caused irritation by some on the left wing.“ Síðar sama dag breytir Paltrow þessu sem hér segir: „He has recently written a controversial three volume biography on Halldór Kiljan Laxness. The work details, amongst other things, Laxness’ past as a communist.“ Hinn 13.janúarerbætttalsverðu við greinina en þeirn málsgreinum sem fjalla um ævisögu Laxness ekki breytt. Daginn eftir líta lok greinarinnar þannig út: „The Laxness estate, led by his widow and youngest daughter, has filed a suit for breach of copyright. In his replies, Giss- urarson points out that in his afterword to this first volume, he clearly states that he relies heavily on Laxness’ childhood memoirs in the first chapters of his book.“ Þessar breytingar eru gerðar af riturum sem nota einungis ip-tölu. Paltrow skiptir líka greininni í kafla sama dag. Hinn 28. janúarbætir Salvor talsverðu við greinina. Kaflinn um Laxness varð þá: „When Gissurarson informed the public, in the summer of 2003, that he was in the process of writing a three volumes’ biography of Halldór Kiljan Laxness, the lcelandic Nobel Laureate in literature, and the leading Socialist in- tellectual in Iceland in the 20th century, Laxness’ widow hastened to close the Laxness archives in the National Libr- ary to all but two scholars, Helga Kress and Halldór Guðmundsson. She had given the archives to the National Libr- ary in 1996, without any preconditions. When the first volume of Gissurarson’s biography of Laxness was published in late 2003, Helga Kress wrote a long and critical review of it, arguing that Gissur- arson was guilty of plagiarism since he had in his book drawn heavily on the accounts of Laxness’ childhood in his four volumes of memoirs, without, Kress argued, proper attribution. Gissurarson responded that he had clearly stated in the afterword to the first volume that he used Laxness’ accounts of his child- hood. In late2004, Laxness’widowsued Gissurarson for an alleged breach of copyright. The case is still before the courts in Iceland. The two later volumes of the biography have been generally well-received, however." Hinn 28. janúar er Hannes H. Giss- urarson farinn að breyta síðunni sjálfur (og hefur ef til vill verið byrjaður fyrr, en (Framhald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.