Vísbending


Vísbending - 02.06.2006, Blaðsíða 2

Vísbending - 02.06.2006, Blaðsíða 2
V ISBENDING Að detta í ólukkupottinn Nígeríusvindlið er svo vel þekkt og einfalt að flestum fínnst það ótrú- legt að nokkur falli fyrir því. Nán- ast allir sem hafa tölvupóstfang kannast við þennan póst. 1 þeim segir frá fólki með ókennileg nöfn eins og Mbuto, Timombo eða Bella Bomba sem lent hefur í miklum hremmingum. Lang ofiast erþetta fólk fyrr- verandi ráðamenn í Affíkuríkjum en hefiir átt við óskapleg áföll að stríða. Eiginmann- inum hefur verið steypt af stóli, einhver hefur orðið fyrir alvarlegum sjúkdómi eða eitthvað álíka dramatískt hefur átt sér stað. Sökum þessa getur þetta góða fólk ekki hj álparlaust ley st út háar fj árhæðir sem það á inni á bankareikningum. Það leitarþví til viðtakanda póstsins um hjálp sem felst í því að hann leggur út fyrir smávægilegum bankakostnaði (fáeinummilljónumkróna) en fær að launum stóran hlut af miklum auðæfúm. Langflestir lesa ekki einu sinni bréfin heldur eyða þeim ólesnum. Nú er komin fram ný tegund af svindli. Nafn manns hefur verið dregið út í happ- drætti sem i voru öll tölvupóstföng. Til þess að fá vinninginn greiddan þurfa menn einungis að gefa lítinn hluta vinn- ingsupphæðarinnar til góðgerðarmála. Vel að merkja þarf að greiða þennan hlut strax, áður en hægt er að borga happdrætt- isvinninginn út. Loks má nefna bankareikningssvindlið. Viðtakandi fær tölvupóst sem varar við því að brotist hafi verið inn á reikning viðkomandi hjá Amazon.com, eBay eða öðru virtu fyrirtæki sem sér um viðskipti í gegnum Netið. Nýlegt bréf ber heitið: „Urjgent Fraud Prevention Group Not- ice” og er efni þess á þá lund að nýlega hafi verið farið inn á Amazon-reikning viðtakanda og honum breytt. Viðtakandi er beðinn um að svara póstinum og fylla út í alla reiti til þess að Amazon geti Iagað reikninginn. Sá sem skrifaði tölvuskeytið virðist langt í frágóðurí stafsetningu. Grunsemdirættu líka að vakna þegar menn sjá að póstfang- ið sem á að taka við öllu upplýsingunum endar ekki á amazon.com eins og maður hefði búist við heldur á service@amazon. www.oneintegration.com. Markmiðið er einfalt: Menn eiga að setja inn allar persónuupplýsingar, einkum og sér í lagi kreditkortaupplýsingarnar. Mafiósarí oneintegration.com tæma síð- an bankareikninginn með bros á vör. Sumir láta glepjast Fátt freistar mannanna jafnmikið og skjótfenginn gróði. Þess vegna falla alltaf einhverj ir fyrir lygasögunum, santa hversu ótrúlegarþæreru. Menn sem vant- ar peninga vilja trúa því að einhver úti í heimi komi þeim til bjargar í neyð. Segir ekki máltækið að þegar neyðin er stærst sé hjálpin næst? Fólki fmnst ekkert eðlilegra en að það eigi einmitt við það sjálft. Astæðan fyrir því að þessi grein er skrif- uð er sú að sumir virðast láta blekkjast af nýju svindli. A undanfömum mánuðum hefur heyrst af íslensku fólki sem hefur a.m.k. kannað málin varðandi bréf sem flestir sjá auðveldlega í gegnum. Sumir eru ótrúlega trúgjarnir. Fyrir um það bil tuttugu árum, þegarNígeríubréfin voru send í pósti, fjölrituð og illa stafsett, fékk íslenskur kaupsýslumaður eitt slíkt. Reksturinn hafði ekki gengið nógu vel hjá honum undangengin misseri og hann þurfti sannarlega á heppni að halda. Þegar hann sá að með því að leggja fram örlítið fé gat hann fengið tugi milljóna (þetta var meðan tugir milljóna voru enn- þá alvöru peningar) beið hann ekki boð- anna. Hann hringdi i vin sinn og sagðist heldur betur hafa dottið í lukkupottinn. Vinurinn ráðlagði honum að halda sig frá þessum viðskiptum. Jafnvel þó að allt sem í bréfinu stæði væri satt voru viðskiptin greinilega þess eðlis að þau voru ólögleg. I besta falli peningaþvætti, í versta falli fjárdráttur. Og þetta var ef sagan væri sönn. En menn sem telja sig hafa höndlað ham- ingjuna vilja síst af öllu heyra það að þeir hafi verið plataðir. íslendingurinn sendi svar og sagðist vera til í tuskið. Hann reiddi fram eitthvað smáræði og sendi til Lundúna. Nígeríski vinurinn tók þessu vel. Þetta var einmitt það sem þurfti, en reyndar hafði hann gleymt að geta þess að líka þyrfti að greiða viðbótargjöld sem væru ekkert tiltökumál. Asnaeyrun lengjast uðvitað voruþessi viðbótargjöld pirr- andi en ekki dugði að leggja árar í bát svo okkar maður sendi meiri peninga. Ekki dugði það. Nú var að vísu búið að bjarga öllum málum í Lundúnum, en það þurfti líka að greiða fyrir viðskiptum í Nígeríu. Meðal útgjalda þar voru mútur til innlendra embættismanna. Allir vita að þeir eru gerspilltir svo ekki gat það virst ótrúlegur kostnaður. Þrátt fyrir mikinn fagurgala létu pening- arnir frá Nígeríu á sér standa. Svo fór að lokum að sendur var milligöngumaður frá Englandi til Nígeríu. Til hans hefur ekki spurst síðan og endar þar með ævintýrið hjá þessum Islendingi sem fram að þessu hafði átt í ósköp venjulegum viðskiptum hér á landi. Líklega hefur þctta tekið meira en tvö ár allt í alll. Nýir einfeldningar Hvers vegna láta menn, sem ekki virðast vera kjánar, blekkjast? Sál- fræðingar segja að það sé auðveldast að svindla á mönnum sem sjálfir eru til- búnir til að svindla. í flestum bréfanna kemur glöggt fram að peningarnir séu þannig fengnir að nauðsynlegt sé að hylja slóðina. Sá heppni tekur því þátt í því að blekkja einhvem annan. Þegar í ljós kemur að hann var sjálfur fómarlamb skammast flestir sín svo mikið að þeir láta ntálið niður falla. Menn, sem sjálfir voru búnir að lofa að taka þátt í peninga- þvætti eða öðmm afbrotum, vilja ekki leita til lögreglunnar. I tímaritinu The New Yorker var nýlega sagt frá bandarískum sálfræðingi sem lét blekkjast. Hann var að auki prédikari í sér- trúarsöfnuði þar sem hann þreyttist aldrei á að vara sóknarbörn við því að festast í snömm sem Satan myndi leggja fyrir þau nteð djöfullegum fagurgala. Sjálfur reyndist hann svo auðveld bráð. Aftur og aftur komu upp viðvaranir. Sag- an breyttist í sífellu eftir því sem hann sogaðist dýpra í fenið. Hann fékk ekki bara tölvupóst heldur einnig símhring- ingar og eftir því sem hann færðist nær peningunum bættust nýjar persónur við. Fjölmargt benti til þess að um svik væri að ræða. Með póstinum barst tékki sem banki staðfesti að væri ekki aðeins innistæðu- laus heldur beinlínis ljósrit af tékka sem hafði verið greiddur til einhvers annars. Konan sem var í neyð í Nígeríu hét ýmist Maram, Mariam eða Maryam. Flestum hefði þótt gmnsamlegt að hún sky ldi ekki kunna að stafa nafnið sitt. Kjánar verða þjófar Bandaríski prédikarinn færði sig smám sarnan upp á skaftið hvað fjáröflun varðar í þeim tilgangi að nálgast fjársjóð- inn sem hann taldi að biði sín. Hann fékk fólk sem leitaði til hans með vandamál til þess að leggja fram peninga. Þegar honum bárust fleiri ávísanir skipti hann þeim óhikað, þó að hann vissi að sú fyrsta hefði verið illa fengin. Þær voru það allar. Hann gekk reyndar ekki svo langt að stela bauknum úrkirkjunni, en margir hafa gerí það. Þeir eru búnir að tapa svo miklu að þeir halda áfram að eyða meiri og meiri peningum í von um að ná fé sínu aftur. Að lokum hafði hann eytt um 80 þúsund dölum af eigin fé og skipt fölskum ávis- unum fyrir um hálfa milljón dala. Þessi Bandaríkjamaður var á endanum dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hjálpa til við svik. Þegarblaðantaður The 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.