Vísbending


Vísbending - 07.07.2006, Blaðsíða 1

Vísbending - 07.07.2006, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 7. júlí 2006 25. tölublað 24. árgangur 20% flatur skattur Vísbending hefur lengi haldið því fram að með því að hafa aðeins eitt skattþrep væri hægt að lækka tekjuskatt einstaklinga þannig að hann yrði af svipaðri stærðargráðu og tekjuskatturfyrirtækja. Með því móti væri hægt að útrýmamillifærslum af ýmsu tagi ogútrýma fátæktargildrum. Hins vegarer á brattann að sækja með slíka breytingu pólitískt því að með því móti rnyndu skattar hinna lægst launuðu hækka hlut- fallslega. Þeir þyrftu því að fá leiðréttingu sinna mála með launahækkun þannig að eftir stæðu sömu ráðstöfunartekjur og áður. H vemig á að útfæra slíkt kerfi? Hér á eftir er reiknað út liver skattprósentan yrði ef þessi breyting færi i gegn ein og sér. A næstunni verður þetta kerfi útskýrt frekar hér í blaðinu. Launatekjur Hjá ríkisskattstjóra sjást tekjur sam- kvæmt skattframtölum árið 2005. Heildarlaunatekjur landsmanna voru 565 milljarðar króna. Vegna þess að sumar tekjur eru skattfrjálsar, t.d. laun frá alþjóðastofnunum, lækkarþessi ljárhæð nokkuð áður en til álagningar kemur. Iðgjöld til lífeyrissjóða dragast líka frá til þess að koma í veg fyrir tvísköttun. Þegar búið er að draga þessar upphæðir frá standa eftir um 527 milljarðar króna sem eru tekjuskatts- og útsvarsstofn. Álagning skatta, nýting skattfrádráttar og bama- og vaxtabætur sjást í töflu 1. Þar sést að álíka há fjárhæð er greidd í tekjuskatt og útsvar af launatekjum, eða rúmlega 65 milljarðar í hvorn lið um sig. Þegar tekið hefur verið tillit til milli- færslna sést að hið opinbera heldur eftir tæplega 120 milljörðum, eða um 22,7% af tekjuskattsstofni. Flatur skattur upp á 22,7% myndi því gefa sörnu tekjur og núverandi skattkerfi. Með þessu er þó ekki öll sagan sögð. Þegar hefur verið ákveðið að fella niður hátekjuskattinn sem hefur gefið ríkinu tekjur upp á rúman milljarð. Auk þess hefurþegar verið ákveðið að lækka skatta Launatekjur og skattar 2005 Tekjuskattsstofn Tekjuskattur Hátekjuskattur Útsvar 527 66 1 66 Alls 135 Millifærslur Bamabætur 5 Vaxtabætur 5 Skattaafsláttur 5 Alls 15 Skattar nettó 120 Skattprósenta 22,7% I töflunni sést að flöt skattprósenta er mun lægri en núverandi 36,7% jaðarskattur. Heimild: rsk.is, útreikningar Vis- bendingai: um næstu áramót. Með því að taka tillit til þessara breytinga væri hægt að lækka skatta niður í 20% með því að hafa þá flata. Letjandi áhrif skatta Þegar jaðarskattar em of háir sér fólk sér minni hag í því að vinna en ella. Þetta sést glöggt á ellilífeyrisþegum sem neita oft að vinna ef tekj ur eru gefnar upp. Það er ekki vegna þess að þeir séu orðnir vinnulúnir heldur fyrst og fremst til þess að forðast skatta og skerðingar á bóturn almannatrygginga. Sömu áhrif gilda al- mennt þó að þau verði rninni eftir því sem skattar eru lægri. Á skattlausa árinu 1987, þegar skipt var úr eftirágreiddunr sköttum í staðgreiðslu skatta, var talið að tekjur hefðu aukist um 4% að raungildi vegna skattleysisins. Þó að lækkun skattprósent- unnar í 20% hefði aðeins helmingsáhrif á við það sem varð árið 1987 ykjust tekjur launþega um 2% og skatttekjur ríkisins sem því nemur. Greinilegustu áhrifin af millifærslum eru hjá fólki sem fær tekjutengdar bætur. Vaxtabætur og bamabætur eiga að bæta hag fólks með byrði af húsnæðiskaupum og ómegð. Oftast er þetta ungt fólk á aldrinum25 til 40 ára. Þegarþessarbætur eru tekjutengdar verður það til þess að jaðarskattar fólks með meðaltekjur eru ekki 36,7% heldur vel yfir helmingur. Duglegu fólki erekki umbunað í samræmi við vinnuframlag. Blekkjandi afsláttur Persónuafsláttur er vinsæll vegna þess að almennt vill fólk ekki þurfa að láta frá sér peninga sem það hefur aflað. Lágtekjufólki finnstþað græða á þvi að fá afsláttinn því að ráðstöfunartekjumar em mun meiri en þær væm ef skattur legðist á allar tekjur. Stundum virðist málflutningur hjá einstaka hagsmunahópum ganga út á það að það sé einstakt lán að vera skatt- laus. Þetta er að sjálfsögðu firra. Það sem skiptir einstaklinginn máli er ekki að vera skattlaus heldur að ráðstöfunartekjur hans séu sem mestar. Markmiðið með flötum sköttum er alls ekki að skerða tekjurþeirra sem minnstar tekj ur hafa fýrir. Þvert á móti munu þeir líka virka hvetjandi á þá sem lægstu launin hafa vegnaþessaðjaðarskatt- ar allra sem greiða einhvem tekjuskatt á annað borð munu lækka úr 36,7% í 20%. Tekjuminnstu einstaklingamir munu því líka halda eftir 1.700 krónurn meira af hverj um tíu þúsund krónum sem þeir bæta við í launum á mánuði. Þau fyrirtæki sem greiða lægst launin yrðu hins vegar að greiða hæni laun en nú. Persónuafslátt- urinn er því fýrst og fremst styrkur til fýr- irtækja en ekki einstaklinga. Þetta verður beúir sýnt í framhaldsgrein sem birtist í Vísbendingu á næstu vikum. Er 20% skattur of hár? Verslunarráð íslands setti fram slagorðið „15% landið ísland" á liðnu ári og lagði til að flatir skattar yrðu enn lægri en hér hefur verið reiknað. í tölum ráðsins var reiknað með því að á sarna tíma og skattkerfinu væri breytt yrði dregið úr ýmsum útgjöldum ríkisins sem ekki eru hagkvæm. Til dærnis var lagt til að greiðslum til landbúnaðar og öðmm niðurgreiðslum yrði hætt. Allt yrði þetta til þess að auka hagkvæmni í rekstri ríkisins sem þá þyrfti ekki að eyða jafnmiklum peningum og nú og gæti lækkað álögur. 1 Lausnin er eitt skattþrep þar sem tekjuskattur einstaklinga ersvipaðurog tekjuskattur fýrirtækja. 2 Halldór Benjamín Þor- bergsson fjallar um einka- fjármögnun stórfram- kværnda á Norðurlöndum. 3 Pétur Sigurðsson fjallar um beina erlenda fjánnunaeign Islendinga. Bein fjárfest- ing Islendinga tvöfaldaðist 4á milli áranna 2003-2004Á og var það meiri aukning en í öðmm ríkjum OECD. Og áfram er Ijárfest.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.