Vísbending


Vísbending - 14.07.2006, Blaðsíða 1

Vísbending - 14.07.2006, Blaðsíða 1
V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 14. júlí 2006 26. tölublað 24. árgangur Endir á ástarævintýri Stemmingin í íslensku efnahagslífi er farin að hljóma eins og The thrill is gone, slagariúrsmiðjutrompetsnill- ingsins Chets B akers þar sem hann syngur í angurværum tón um endi á ástarævintýri. Chet syngur: „Þetta er endirinn, af hverju að láta lita út fyrir að þetta sé eitthvað annað“ og þetta hljómar eins og söngur Seðlabankans til viðskiptabankanna. Greiningardeildir bankanna malda þó í móinn eins og sá sem vill endurlífga neist- ann þó að kulnað sé í glæðunum. Eins og svo mörg ástarævintýri bendir allt til þess að fjárfestingarævintýri íslendinga sé á enda runnið - í bili. Lostafullt ævintýri Aldrei í íslandssögunni hafa Islending- ar fjárfest meira en nú erlendis. í fyrri grein af tveimur sem Pétur Öm Sigurðs- son skrifaði og birtist í siðasta tölublaði Vísbendingar kemur fram að bein fjár- munaeign íslendinga erlendis tvöfaldaðist frá 2003 til 2004, fór úr 123 milljörðum króna í 246 milljarða. Þetta em gríðarlegar fjárhæðir, ekki síst þegar haft er í huga að bein fjármunaeign Islendinga erlendis var einungistæpir 12milljarðarárið 1995.Fjár- munaeignin hefúrþar að leiðandi tvítugfald- ast á einum áratug. íslendingar létu ekki staðar numið á því herrans ári 2004 heldur fjárfestu enn meira á árinu 2005 en sam- kvæmt bráðabirgðatölum Seðlabankans hækkaði fjármunaeignin þá í 619 milljarða, sem þýðir að hún 2'/2-faldaðist frá árinu 2004 - og 52-faldaðist frá 1995. Tölur Seðlabankans ná ffam í mars á þessu ári og hafði bein ijármunaeign þá hækkað upp í 639 milljarða en lækkun krónunnar hefur veruleg áhrif á þessar tölur. Lækkun krónunnar er þó ekki eini þátturinn sem er líklegurtil þess að leiða til minni umsvifa ís- lenskra kaupahéðna á erlendum mörkuðum en áður. Aðgengi að fjánnagni leikur enn stærri þátt í þeim, hækkandi vextir, bæði hér á landi og erlendis, minni hagvöxtur í íslensku efnahagslífi en áður og dómsmál hafa einnig vemleg áhrif. I ræðu sinni á ársfundi Seðlabankans, 31. mars siðastliðinn, sagði Davíð Odds- son, formaður bankastjómar Seðlabanka Islands, að ögrandi tíinar væm fram undan og lagði að viðskiptabönkunum að draga úrútlánaþenslu.Hannsagði:„Þærskýring- ar em gefnar á þessu misræmi orða og athafna, að það taki tíma að tæma loforðin í útlánapípunum.“ Með öðrum orðum er vemlegur þrýstingur á viðskiptabankana að draga úr lánveitingum. Á hinn bóginn hafa íslenskir Qárfestar komist í miklu betri aðstöðu til ijárfestinga en áður þar sem þeir hafa svo oft haft fmmkvæðið í þeinr efnum og Ieitt aðra frekar en að veraleiddir. Fjöðurverðurþóekki dregin yfir þá staðreynd að bolmagn þeirra hef- ur minnkað og sumir helstu fjárfestar eru ekki eins stöndugir og áður eftir að hlutabréfaverð og krónan hefur lækkað en bæði úrvalsvísitalan og krónan gagnvart evm hafa lækkað um 24% frá hápunkti síðan um áramót. Gömul glímubrögð Islendingar komu ferskir og spennandi inn á fjárfestingarmarkaðinn, ríkir og óhræddir sjálfskipaðir frumkvöðlar. Þeir voru nýmóðins, voru eins og vorið að loknum slæmum vetri en það sem útlendingum fannst skemmtileg viðbót við viðskiptaflómna erlendis hefúr snúist í talsverða andúð og má sjá að greining- ardeildir erlendra banka og erlendir fjölmiðlar reyna að draga upp óeðlilega dökka mynd af fjárfestum og íslensku efnahags- og viðskiptalífi. I fyrrnefndri ræðu sagði Davíð: „Vissulega er margt af því sem ffarn hefúr kornið í margfrægum skýringum erlendra greiningardeilda mis- sagt og annað byggt á misskilningi, röng- um upplýsingum og í undantekningar- tilfellum á augljósri andúð á íslenskum bönkum og starfsemi þeima." Hugsanlega hafa Islendingar sýnt talsverðan hroka og látið eins og þeir hafi fúndið upp nýja stefnumótun í viðskiptum þegar fátt nýtt er undir sólinni. íslenska útrásin hefur byggst á ofúrtrú á þeirri framtíðarsýn og viðskiptamódelum sem íslenskir fjárfestar gangameð í maganum. Það sem hefurhins vegar verið þeim til framdráttar er að þetta eru tiltölulega einföld viðskiptamódel sem skapa fókus. Kjarkurinn og sjálfstraustið til að ráðast í verkefnin hafa gert gæfúmun- inn fýrir íslenska útrás. En glímubrögðin eru þegar orðin gömul og andstæðingamir eru famir að sjá leikina áður en hinir ís- lensku látatil skararskríða. Þarafleiðandi verður leikurinn öllu dýrari en áður. I sum- um tilfellum hafa Islendingar ekki einu sinni haft fyrir því að koma á óvart heldur hafa sett hnefann á loft eins og í tilfelli Dagsbrúnar í Danmörku (sem átti senni- lega uppmnalega að vera plathótun til þess að fá betri samningsstöðu gagnvart Orkla Media). hvað varðaráætlanimarum fríblað í Danmörku í anda Fréttablaðsins -þó að bolmagn eigenda sem auglýsinga- kaupanda þar sé ekki hið sama og á íslandi enn sem komið er. Það er dæmi um kjark- mikla innkomu og stefnumótun þar sem nokkrum snj öllum „krækj um“ hefur verið beitt þó að engin þeirra sé afgerandi. Sömu gömlu glímubrögðin geta drepið neistann í hvaða ævintýri sem er, sérstaklega þegar þau felast í fáeinum kútveltum. Sælustraumur á ný Allt bendir til þess að íslenska fjár- festingarbylgjan fjari að miklu leyti út á þessu ári og þeim næstu eða að hún verði öllu heldur ekki eins ofsafengin og áður. Nú þarf einnig að vinna úr þeim mörgu samningum sem gerðir hafa verið á undanförnum árum og sýna að fjárfestingarnar muni í raun skila sér. Það hefur einungis að litlu leyti reynt á það enn. Á hinn bóginn hafa íslendingar fengið dýrmæta reynslu og þekkingu í alþjóðlegum fjármála- og viðskiptaheimi sem á eftir að fleyta þeim upp á yfir- borðið á ný. Sælustrauminn sem Chet Baker glataði er hægt að endurlífga við aðrar aðstæður og nýja tíma. Hvort það var svo í raun glataður ástarblossinn eða síðasta heróínsprautan sem hann söng svo undurfagurt urn erhvorki staðurné stund til að velta vöngurn yfir hér. Fjárfestingarævintýri Islendinga á erlendri grundu virðist að rniklu leyti að lokum komið. PéturÖrn Sigurðssonfjall- ar um beinar fjárfestingar íslendinga erlendis árið 2004. Bein fjámiunaeign þeirra erlendis tvöfaldaðist árið 2004 miðað við árið á undan sem var metaukning meðal OECD-ríkja. Gamla Evrópa vaknaði eitt' augnablik af væmm svefni ' eftir þrefaldan sigur í HM í knattspymu.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.