Vísbending


Vísbending - 11.08.2006, Blaðsíða 1

Vísbending - 11.08.2006, Blaðsíða 1
V ISBENDING V i k u rit um viðskipti og efnahagsmál 11. ágúst 2006 30. tölublað 24. árgangur Að finna rétta leiðtogann Flokksþing Framsóknarflokksins verðurhaldið 18.og 19.ágústnæst- komandi. Ein afhelstu ákvörðunum sem þingið þarf að taka er hver eigi að verða formaður flokksins. Flestir muna eftirþví að fyrrverandi fonnaðurflokksins gekk út úr forsætisráðuneytinu og sagði af sér fonnennsku í byrjun júní, sem kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þrátt fyrir hj álp ímyndarsérfræðinga og spunameist- ara náði Halldór Ásgrímsson sér aldrei á strik sem foringi, hvorki á landsvísu né flokksvísu. Það verður að segjast eins og er að í sögulegu samhengi hefur Vísbending aldrei verið sérstaklegahrifinafFramsókn- arflokknum og stefnu hans en þó jafnan veitt flokknum (í óþökk hans) ókeypis ráðgjöfvegnaþess að breytturFramsókn- arflokkur er von um betra Island. Án þess að Vísbending hafi sérstaka skoðun á því hvern flokkurinn á að kjósa sem fonnann er þó rétt að gefa góð ráð varðandi hvað góður leiðtogi þarf til brunns að bera. Leiðtogahæfileikar Það er í sjálfú sér enn álitamál hvort menn séu fæddir leiðtogar eða hvort hægt sé að rækta þá hæfileika sem þarf til þess hlutverks. Ef horft er á hve þeir leiðtogar sem ná góðum árangri geta verið ólíkir er auðvelt að halda þeirri kenningu á lofti að allir geti orðið leiðtogar ef þeir rækta réttu hæfileikana. Hverj ir hinir réttu hæfileikar eru getur svo verið mismunandi eftir efnum og ástæðum. Stundum er hægt að útskýra í ljósi aðstæðna af hverju einn foringi getur náð miklu nieiri árangri en annar, þarsem staðan geturverið þveröfúg við aðrar aðstæður. Stundum er talað um stjómunarstíl íþessu sambandi. Hins vegar þykja nokkur einföld atriði vera gegnum- gangandi þegar leiðtogar sem ná góðum árangri eru skoðaðir. Fyrst og fremst verða leiðtogar að hafa skýran tilgangogframtiðarsýn. Þetta snýst um að sannfæra fólk um að í raun sé tilgangur fólginn í að fylgja leiðtoganum, leiðtoga sem veit hvar hann er og hvert hann er að fara. Þetta snýst um að sann- færa fólk um að það er ekki mikilvægast að gera hlutina rétt heldur að gera réttu hlutina. Þannig verður það skýrt til hvers leiðtoginn ætlast af fólkinu sem hann vill leiða. Fólkið veit af hverju það kýs að fylgja þessari framtíðarsýn og hvert það er að fara. Leiðtoginn verður að geta mótað aðgerðaáætlun sem byggist á þeim tilgangi og framtíðarsýn sem hann hefur, áætlun sem segir fólki hvemig það á að komast þaðan sem það er og þangað sem leiðtoginn og fólkið vill fara. Þetta eiga ekki að vera innantóm orð eða fagurlega skreytt skýrsla heldur ljósið sem lýsir leiðina, hvatning til þess að gera hug- mynd að veruleika, markmið sem gerir gæfumuninn fyrirfólkið. Leiðtoginn getur verið eins konar persónugervingur þess- arar vonar um betri framtíð, verið lifandi dæmi um tilganginn og framtíðarsýnina. Leiðtoginn verður að öðlast traust og trú fólksins. Hann verður að geta talað eins og einn af fólkinu, skapað samúð, von og vinsældir. Þetta snýst að miklu leyti um að átta sig á hvaða þarfir fólkið hefur og geta komið með lausnir á þ ví li vemig hægt er að fullnægjaþessumþörfúm.Hannverðurað hafa samskiptahæfileika en í stjómmálum þýðir það að hann verður að geta tjáð sig um ólik mál, rökrætt og sett fram skoðanir sínar á einfaldan og skýran hátt. og ráðast beint í að leysa vandamálin á sem stystum tíma svo að snúa megi sér að því að leggja áherslu á styrkleika og tækifæri til þess að skapa stofnuninni lífs- von. Fyrsta verkefnið er að reyna að átta sig á stöðunni, af hverju hún er eins og raun ber vitni. í viðskiptum gengur þetta út á að skoða tekjumyndun, auðlindir og möguleika á aðra höndina en kostnað og kostnaðamppbyggingu á hina, sem og að fá mynd af eignum og skuldum félagsins. Það snýst líka um að finna út hverjir em viðskiptavinir íyrirtækisins og hverj ir ekki ogafhverju. I grundvallaratriðumþarfað átta sig á hvaða ákvarðanir þarf að taka, taka þær svo og láta hendur standa fram úr ermum til að breyta því ástandi sem skapast hefur. Bjartari tíð? Um hvað snýst málið? Sumir myndu telja að Framsóknar- flokkurinn þyrfti ekki hefðbundna stjómun heldur krísustjórnun ef hann á að lifa af áratuginn. Hannes Hólmsteinn hefúrt.d. stungið upp áþví að Framsóknar- flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn sam- einuðust-en það er nokkuð sem í viðskipta- lífinu væri kallað vinveitt yfirtaka á óvin- veittuin og grandalausum andstæðingi (dæmi: Kaupþing og Búnaðarbanki). Þetta er í sjálfu sér ekki vitlaus hugmynd þar sem það getur vel verið að það sé löngu tímabært að flokkurinn fari á effirlaun. Krísustjórnun snýst að miklu leyti um að aðgreina kjarnann frá hisminu Auðvitað er alltaf vafasamt að líkja stjórnmálaflokki við fyrirtæki þar sem auðvelt er að snúa út úr líkingunni en málið snýst að miklu leyti um það sama og þegar krísa á sér stað í fyrirtæki eða öðrum stofnunum. 1 meginatriðum erhægt að skoða stjórnmálaflokk með sarna hætti þar sent viðskiptavinimir eiu flokksmenn og kjósendur. Ein nálgun væri að skoða hvort sá kostnaður sem lagt hefúr verið í ti 1 að ná í viðskiptavinina hafi skilað sér. Vel mávera,einsogþegarkostnaður fy rirtækj a er skoðaður, að 80% af kostnaðinum fari i að þjóna 20% af viðskiptavinunum og fyrirtækið væri betur sett án þess að eltast við þessa viðskiptavini. Að byggja á styrkleikum frekar en veikleikum er grundvöllur umsnúnings- ins, að þjóna þeim viðskiptavinum sem geta tryggt lífsviðurværi fyrirtækisins en ekki að halda fast í gamlar úreltar hefðir og liðna tíma. Leiðtoginn verður að leiða fyrirtækið inn í þessa framtíð með því að gera hana að veruleika strax frá fyrsta degi. Hann á í sjálfu sér einungis að fá 90 daga til þess að sanna sig (sjá grein á baksíðu). Ef Framsóknarflokkurinn finnur slíkan leiðtoga getur flokkurinn horft fram á bjartari tíð. 1 Framsóknarflokkurinn þarf að finna nýjan leið- toga sem getur skapað flokknum ffamtíð. 2 Guðmundur Magnússon prófessor fjallar um fast- eignafélög og verðsveiflur á atvinnuhúsnæði ÞórðurFriðjónsson,forstjóri Kauphallar íslands, íjall- ar unt sameingu erlendra uphalla. 4 Stj ómandi hefúr oftast ekk? nema þrjá mánuði til þess aðleggjalínumarfyiirfram- tíðina.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.