Vísbending


Vísbending - 01.09.2006, Blaðsíða 3

Vísbending - 01.09.2006, Blaðsíða 3
ISBENDING landi. Svipaður árangur næðist með því að taka einhliða upp evru sem lögeyri en þá tapaðist myntsláttuhagnaður, sem og viss sveigjanleiki til lausaijárstjómunar banka sem hægt væri að beita i mynt- ráði. Reynsla bæði fyrr og nú, svo sem í Eystrasaltslöndunum, bendireindregið til þess að myntráð henti smáríkjum vel. Að vísu verður að bregðast við áföllum með öðrum hætti en gengisfellingu og verðbólguskoti eins og tíðkast hefur fram að þessu. Aðalvandinn er þó sá að erfítt getur verið að tryggja að trúverðugleiki myntráðs haldist ef opinber fjármál fara úrböndunum, líktog gerðistíArgentínu, eða fjármögnun á viðskiptahalla brygð- ist. Af þessari ástæðu þarf trygg útgöngu- leið að vera fyrir hendi. Sú útgönguleið sem tryggði trúverðugleika myntráðs væri fyrirsjáanleg aðild að evrusvæðinu. Slík aðild þarf ekki að verða alveg á næstunni en alla vega í sjónmáli. Um aðild að Evrópusambandinu eru hins vegar skiptar skoðanir og óvíst hvenær þeirri urnræðu lýkur. Lokaorð Notkun evm með myntráði hefur vissa kosti fram yfir einhliða evmvæð- ingu en óvissa um þátttöku í samstarfi Evrópulanda gæti skaðað trúverðugleika myntráðs. Þegar rætt er um breytt fyrir- komulag peningamála ber þó jafnan að hafa í huga umgjörð peningastefnunnar. Aðhaldssöm tjármál hins opinbera, öfl- ugt bankakerfi og þróttmikill einkageiri skapa fyrst og fremst traustan gjaldmiðil. H vort sem valið er á milli myntráðs, gull- fótar eða verðbólgumarkmiðs er nauðsyn- legt að efla umgjörð peningastefnunnar. Breytingar á íbúðalánasjóði koma þar til álita, sem og betra skipulag á opinberum framkvæmdum. Jafnframtkemurtil álita að bæta skuldabréfaviðskiptum við sem einu af stjómtækjum peningastefnunnar. Vöruverð gæti lækkað og orðið stöðugra ef samkeppni er aukin með því að gera auðveldara og ódýrara fyrir neytendur að kaupa inn beint frá útlöndum. Til þess þarf að einfalda tollafgreiðslu, draga úr óþarfa hagskýrslugerð og lækka að- flutningsgjöld. Endurbætur á umgjörð peningastefnunnar eru mikilvægari en breytingar á henni sjálfri. 1 Hér er ekki gerður greinarmunur á því hvort gjald- miðill er tryggður með eignum (e. asset backed) eða gerður úr eða tryggður með góðmálmum (e. comm- odity money). Framtíð í ferðamennsku? Það er alþekkt að ein helsta von landsbyggðarinnar í atvinnumál- um er ferðamennska. Menn horfa á það með bros á vör að ár frá ári fjölgar ferðamönnum sem koma til Islands. Nú í júní voru þau gleðitíðindi tilkynnt að gistinóttum í júní hefði tjölgað um 8% frá þvi í fyrra en á sama tíma hafði hótelrými aukist um 50% þannig að nýting hótelanna hafði minnkað mikið. Þetta er einmitt eitt af því sem einkennir umræður manna um ferðamennsku. Sífellterspurt: Hvemikið ijölgar ferðamönnum ár frá ári? Hvað eru gjaldeyristekjurafferðamönnumstórhluti þj óðarbúsins? En nánast enginn spyr hver hagnaðurinn sé af ferðamennsku. Tekjur og hagnaður r Arið 2003 birtust fréttir um það að tekjur af hvalaskoðun væm afar mikl- ar hér á landi. Heildailekjur þjóðarinnar vegna hvalaskoðunar var 800-900 millj- ónir króna árið 2002 samkvæmt óháðri úttekt sent kynnt var á stofnfundi Hvala- skoðunarsamtaka Islands. Þar kom fram að árið 2002 fóru 62.050 manns í hvala- skoðunarferðir á Islandi. Líklega hafa heildartekjurhvalaskoðunarfyrirtækjanna verið um 150 milljónirþað ár eða um 20% af þessurn áætluðu tekjum þjóðarbúsins. Forstjóri Hvals hf. lét líka gera athugun á rekstri hvalaskoðunarfyrirtækjanna og niðurstaða hans var að tap af rekstri fyr- irtækjanna hefði verið um 20% af veltu þrátt fyrir að sum þeirra hefðu fengið styrk frá ríkinu. Eiginíjárhlutfall greinarinnar var nálægt 10% árið 2002. Þessar tölur geta allar verið réttar en það er athyglisvert hvaða atriði vekja Mynd 1: Tekjw og afkoma í hótel og veitingarekstri 1998-2005 . Tekjurnar í þúsundum króna hafafarið vaxandi (vinstri ás) en afkoma sem hlutfall af tekjum er sífellt neikvœð (hœgri ás). Heimild: Hagstofa Islands. áhuga hvers unr sig. Hvalveiðiforstjórinn, sem á væntanlega engan hlut í hvalaskoð- unarfýrirtæki, hefur áhuga á afkomunni en þeir sem hafa lifibrauð sitt af hvalaskoðun líta fyrst og fremst á veltuna og þá ekki aðeins sína eigin heldur alls þjóðarbúsins. Þessi fómfusa afstaða er táknræn fyrir marga sem stunda ferðaþjónustu. Eigend- ur fyrirtækj anna em mjög uppteknir af því að byggja upp fyrir framtíðina og hafa til þess mikinn tíma miðað við tölur sem sjást á meðfylgjandi mynd. Þar sést að á ámnum 1998 til 2004 er tap á hótel- og veitingahúsarekstri á hverju ári. Veltan vex að raunvirði en arðsemin er minni en engin. Þrátt fyrir það halda menn enn áfrarn að auka gistirými. Of smáar einingar? Ein ástæðan fyrir slakri afkomu gæti verið að rekstrareiningar séu óhag- kvæmar. Hér á landi eru mörg litil gisti- hús og má því reikna með því að fastur kostnaður sé tiltölulega hár. Reynslan af stómm hótelum hér á landi virðist ekki sérstaklega góð heldur. Amm saman kvört- uðu forráðamenn Flugleiða undan slakri af- komu í hótelrekstri sínum sem líklega var sá stærsti á landinu. Margir bændur bjóða hins vegar upp á gistingu en sá rekstur er mjög oft smár í sniðum og gistirýmið aðeins nýtt fáa mánuði ársins. Veitingahúsin eru líka mörg og oft veikburða þó að sem betur fer séu til á því undantekningar. Tíð nafnaskipti á veitingahúsum sem virðast vel staðsett benda til þess að kennitöluskipti séu tíð. Hótel- og veitingahúsarekstur virðist ekki draga að sér mikið fjármagn eigenda því að eigintjárhlutfall í grein- inni var aðeins um 4% árið 2004 samkvæmt athugun Hagstofunnar. Veltufjárhlut- fall á sama tíma var rúmlega 0,5. Ekki er ástæða til þess að ætla að staðan hafi lagast árið 2005 en á yfirstandandi ári gæti hagur sumra fyrir- tækja vænkast þó að fjár- festing sé enn mjög mikil og tjármagnskostnaðurþví hár. Enn í dag virðist grein- in höfða mjög til hugsjóna- manna sem vilja Islandi allt og eru tilbúnir að fóma til þess öllu sínu fé. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.