Vísbending


Vísbending - 29.09.2006, Blaðsíða 1

Vísbending - 29.09.2006, Blaðsíða 1
V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 29. september 2006 37. tölublað 24. árgangur ISSN 1021-8483 Er svindlað á hlutabréfamarkaði? að orð hefur stundum farið af ís- lenska hlutabréfamarkaðinum að bréf hækki mikið í verði skömmu áður en uppgjörstímabili lýkur. Með því móti bæta þeir sem eiga hlutabréf stöðu sína í ársreikningum. Þessi fullyrðing sást til dæmis nýlega í dönsku blaði en var þá ekki rökstudd nema með óljósri tilvísun í eitt fýrirtæki á einum tímapunkti. Ekki hef- ur verið mikið talað um það opinberlega hér á landi að menn hafi beitt klækjum til þess að hækka verð á hlutabréfum sín- um. Helst koma í hugann gamlar sögur af eigendum í tveimur tölvufyrirtækjum sem hvorugt er enn á markaði. Hvemig á að mæla svindl? Til þess að geta svarað þeirri spumingu hvort hlutabréf hækki seinustu daga uppgjörstímabils er ekki nóg að horfa á örfá tímabil heldur verður að skoða þró- unina í langan tíma. Hér á landi er þetta erfitt því að þó að hægt sé að tala um hlutabréfamarkað hér undanfarin 20 ár eða svo hefur hann samt þroskast mikið frá á þessum tima. í „gamla daga“ þegar c Ingvi Hrafn var að segja frá veltunni á markaðinum héldu menn stundum að hann hefði mismælt sig þegar hann sagði að velta á hlutabréfamarkaði hefði numið svo og svo mörg hundmð þúsund krónum. Hann hefði ætlað að segja milljónir - en þannig var það ekki þá. Nú skiptir veltan milljörðum. Því er vart hægt að tala um sama markað og áður. 1 öðru lagi hafa sumir talið að til þess að komast hjá umtali reyni menn nú að hækka gengið fyrr i mánuðinum svo að hækkun undir mánaðamót verði ekki of áberandi. Hér erþví gripið tilþess ráðs að skoðahvem árstjórðung sem tvöjafnlöng tímabil. Tilgátan er þá sú að markaðurinn hækki meira á seinni hluta tímabilsins en þeim fyrri. I þriðja mánuði vilji menn laga efnahagsreikninginn. Skoðað var tímabilið frá 1. janúar 2000. Þannig fást 27 ársQórðungar. Athugun Kauphallar r Inýlegu tölublaði Kauphallartíðinda er greinsemheitir Hvenœrhœkkar Urvals- vísitalan?' Þar veltir höfundur fyrir sér ) skyldri spurningu en þó ekki alveg þeirri sömu. Þarsegir: „Oftersagtaðauðveltsé að lesa í hegðun minni markaða og stýra kaupum og sölu eftir því. Er frekar að vænta hækkana í lok mánaðaren um miðj- an mánuðinn eða skiptir vikudagurinn þar meira máli?“N iðurstaða höfundarins er meðal annars sú „að vísitalan hækkar nokkuð meira seinni hluta vikunnar en fyrri hluta hennar. Þannigermeðalbreyt- ing vísitölunnar 0,2% á föstudögum en er nánast engin á mánudögum og þriðju- dögum.“ Þetta kann að vera gagnlegt að vita fyrir þá sem ætla að ávaxta fjármagn á hlutabréfamarkaði í mjög skamman tíma en væntanlega eru söluþóknanir svo þáar að lítinn mat er hægt að gera sér úr þessu. Þetta snertir þó ekki kjarna okk- ar máls. Meiri fróðleik er að finna í því sem á eftir kemur: „Stundum er talað um fyrirséðar breytingar í lok mánaðar. Hér að neðan má sjá hlutfall hækkunardaga eftirmánaðardögum. Örlítil leitni erupp á við eftir því sem á líður mánuðinn. Sama á við ef litið er á meðaldagsbreytingar eftir mánaðardögum.“ Síðar segir: „Ef mánuðinum er skipt upp og teknir saman mánaðardagamir 1 .-10., 11.-20. og 21,- 31. kemur í ljós að á fyrsta tímabilinu hækkar vísitalan í 54,5% tilfella, 56,5% á öðm en 56,3% á þriðja tímabilinu.“ Þetta er ekki rnikill munur og þó að það styrki þá tilgátu að „svindl“ hafi verið fært fram i mánuðinn er munurinn sáralítill milli mánaðarhluta. Er handafli beitt? em fyrr segir var í athugun Vísbend- ingar notuð sú leið að bera saman hækkanir á fyrri hluta ársfjórðungs og seinni hluta hans. Með því móti fæst hugmynd um það hvort markaðurinn er almennt „tékkaður upp“ af einhverj- (Framhald á siðu 4) Mynd: Hœkkun á seinni liluta ársfjórðungs ttmfratn þann fyrri 1 Stundum er sagt að menn geri sér leik að því að hækka verð á hlutabréfum í lok uppgjörstímabila. 2 íslenskir fjölmiðlar virðast vera í nokkmm vanda. Hver er framtíðin? 3 Tímaritið Þjóðmál hefur vakið mikla athygli. Fjallað er um þessa nýju viðbót við efnahags- 4 ■Qg^stjórnmálaumræðuna, Njósnir vekja áhuga margra. Starfsmenn eru sagðir njósna um fyrir- tæki og fyrirtækin um starfsmennina.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.