Vísbending


Vísbending - 06.10.2006, Blaðsíða 1

Vísbending - 06.10.2006, Blaðsíða 1
V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 6. október 2006 38. tölublað 24. árgangur ISSN 1021-8483 Enginn kosningabragur á fjárlagafrumvarpi Fjárlög voru lögð fram í upphafi þings og þau endurspegla góða stöðu ríkissjóðs og einstaklinga. Það er visst áhyggjuefni að framkvæmd- ir eru settar á fullt á ný þó að vissulega séu sumar þeirra arðbærar, til dæmis umferðarframkvæmdir í kringum höfuð- borgina. Samkvæmt frumvarpinu ætlar ríkisstjómin að draga úr tekjum á sama tíma og útgjöld aukast. Engu að síður á fjárlagafrumvarpið að skila afgangi upp á tæplega 16 milljarða króna en á yfir- standandi ári er gert ráð fyrir afgangi upp á 49 milljarða króna. Því má ekki gleyma að vegna mikillar þenslu ákvað ríkisstjómin að draga úr ýmsum útgjöld- um á yfirstandandi ári frá því sem ákveðið hafði verið. Því þarf þessi þróun ekki að koma á óvart. Lífeyrisþegar fá meira r Utgjöld til heilbrigðis- og trygginga- mála hafa aukist. Þetta endurspeglar meðal annars það samkomulag sem rík- isstjórnin gerði við samtök aldraðra nú í sumar. Það hægir mjög á þeirri stefnu sem mörkuð var fyrir löngu að láta al- rnenna lífeyriskerftð taka við stærstum hluta lífeyrisgreiðslna. Utgjöld vegna tekjutryggingar hækka um ríflega 30% frá fjárlögum yfirstandandi árs. Kerfið verður einfaldað og svonefndur tekju- tryggingarauki felldur niður. Kostnaður við sjúkrahús er látinn hækka í sama hlutfalli og almennt verð- lag. Þetta virðist óraunhæft. Þessi liður mun halda áfram að stækka á komandi árum vegna þess að stærri árgangar en áður eru nú að komast á efri ár. Samkvæmt fréttum hafa sjúkrahús verið rekin með halla á yfirstandandi ári og engar aðgerð- ir eru boðaðar sem bæta rekstur þein'a. Því virðist þessi liður dæmdur til þess að vera of lágur. Samgöngubætur? Framlög til vegamála hækka um tæp- lega 30%. I frumvarpinu er gert ráð fyrir að þau haldi áfram að vaxa árið 2008 en verði á árunum 2009 og 2010 svipuð og næsta ár. Því miður er ekki lj óst að all- ar fyrirhugaðar vegaframkvæmdir verði arðbærar. Héðinsfjarðargöngeru líklega einhver versta ráðstöfun á vegafé sem ntöguleg er. Framkvæmdirá höfúðborgar- svæðinu væru miklu arðbærari og myndu bæta daglegt líf stórs hluta þjóðarinnar. Til stendur að nýta hluta fjármunanna í framkvæmdir við Reykjavík og það er skynsamlegt. Það er athyglisvert að á sama tíma og Vestmannaeyingar krefj- ast stuðnings við farþegaflug er liðlega 200 milljónum króna varið til þess að styrkja siglingar með Herjólft. Það er þó örugglega minna framlag á íbúa en styrkurinn til flutninga að og frá Vigur í ísaijarðardjúpi, en hann er sjö millj- ónir króna. Landbúnaður enn styrktur T) ekstur landbúnaðarráðuneytisins og XVmálaflokka þess ntun kosta ríkið um 14 milljarða króna næsta ár. Meðal þess sem styrkt er má nefna mjólkurbændur en til þess flokks fara fimm milljarðar, þrír milljarðar fara til sauðfjárbænda, 350 milljónir til grænmetisframleiðslu og 500 milljónir til Bændasamtakanna. Enn erþeirri spurningu ósvarað til hvers er verið að styrkja bændur til þessarar framleiðslu sem hægt er að kaupa ódýr- ar frá útlöndum. Auk þessa framlags er ótalinn styrkur sem bændur fá i forrni innflutningstolla og ýmiss konar hafta á innflutning. Forsætisráðherra gat þess þó að ríkisstjórnin hefði áætlun um að lækka nratarverð. Oheppilegt væri að breytingin fælist aðeins í lækkun virðis- aukaskatts á matvæli. Ríkisstjórnin þyrfti þá að ákveða hvar hún dregur línuna milli matvæla og sælgætis, sem hún er ákveðin í að lækki ekki í verði. Hvorum nregin fellur til dæmis sulta? Lykilatriði hlýtur að vera breytt landbúnaðarstefna, stefna sem er hagstæð neytendum en dregur ekki taum framleiðenda. 1 sj ávarútveginn fara aðeins þrír mi llj - arðar en reyndar er vandséð að greinin sjálf geti ekki annast þann rekstur sem ríkið hefur tekið að sér. Fáir efast þó um mikilvægi þeirra rannsókna sem Hafrann- sóknastofnun stendur fyrir en í þær fer meirihluti útgjaldanna. > Utþenslustefna? Samskipti íslendinga við útlönd hafa aukist á liðnum árum og það endur- speglast í mörgum sendiráðum erlendis og tilheyrandi kostnaði. Samkvæmt fjár- lagafrumvarpinu virðist rekstur flestra sendiráða kosta milli 60 til 130 milljónir króna. Einstaka skrifstofa kostar minna, meðal annars sendiráðin í Róm og Pretor- íu, áður Mapútó, en til hvors þessara sendiráðarenna aðeins25 til 30milljónir. Meðalkostnaður á 23 sendiráð og fasta- skrifstofur verður rúmlega 70 milljónir króna. Alls fara um tíu milljarðar króna til rekstrar málaflokka ráðuneytisins. Endalaust má deila um einstök málefni en ekki er að efa að kostnaður Islendinga af þátttöku í ýmsu alþjóðastarfi á eftir að aukast á komandi árum. Mestu máli skiptir í þessu sem öðru að fjármunum sé vel varið. Ekki er líklegt að opinber- ir aðilar hafi mikil áhrif í viðskiptum í frjálsu hagkerfí. Hins vegar geta þeir haft miklu hlutverki að gegna í kynning- arstarfi. Víða erlendis eru margir sem minnast Islands helst sem landsins þar sem Vigdís er forseti. (Framhald á síðu 4) r T Þótt kosningar séu 1 nánd / ^ Margir halda að ríkið sé Er góður árangur í A Sandy Weill var 1 verður hagnaður á ríkis- / að skreppa saman. S viðskiptum bara LA. útnefndur rnaður ársins í sjóði skv. fjárlagafrum- I reynd vaxa tekjur ^ heppni? Verða menn bandarísku viðskiptalífi varpinu sem var lagt fram og gjöld hins opinbera ársins í viðskiptalífmu árið 2002. Það varð hans V i þingbyrjun. ár frá ári. yfirleitt gjaldþrota? versta ár. J i°

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.