Vísbending


Vísbending - 20.10.2006, Blaðsíða 2

Vísbending - 20.10.2006, Blaðsíða 2
ISBENDING Eyþór ívar Jónsson viðskiptafræðingur Sagan af Arkimedes er klassísk, þar sem hann hleypur nakinn um stræti borgarinnar Sýrakúsu hróp- andi „Evreka, evreka!“ - „ég hef fúndið það“. Hið frjálslega gleðihlaup var ekki i ölæði heldur var tilefnið að hann hafði uppgötvað hvemig hægt væri að reikna út rúmmál óreglulegra hluta. Gleði hans er kannski ekki síst skiljanleg í því ljósi að höfuð hans var að veði ef hann fyndi ekki upp á lausn við þessari gátu. Lausnina fann hann líka þegar hann síst átti hennar von, þar sem hann settist í baðkar - sem útskýrir jafnframt nektina - og veitti því þá athygli að vatnið flæddi út fyrir barma baðkarsins. Rúmmálið var hægt að reikna út frá því hversu miklu rúmmáli af vatni hluturinn ýtti frá sér. Þó að það sé sennilega ágætt að slík gleðihlaup séu ekki regluleg út um borg og bý dagsins í dag er eftirsjá að snjöllum lausnum á erfiðum vandamálum. Tími Sennileg ástæða lyrir því að fólk, bæði í leik og starfi, finnur ekki góðar lausnir á vandamálum er skortur á tíma eða öllu heldur ímyndaður skortur á tíma. Flestir virðast ekki hafa tíma til að hugsa, hvað þá að hugsa kerfisbundið eða „út fyrir rammann“. Þetta virðist vera að ágerast enda er áreiti umhverfisins og upplýsinga- flæðið sífellt að aukast. En svo undarlegt sem það hljómar þá virðist ekki vera mik- ið samhengi á milli þess sem ætla má að fólk hafi að gera, t.d. miðað við ábyrgð og áhugamál, og þess tíma sem það hef- ur aflögu. Þvert á móti virðist oft að því minna sem fólk hefur að gera, þvi minni tíma hafi það aflögu. Þetta fólk hefur oft ekki tíma nema til að staldra örstutt við í dagsins önn og svo er það rokið af stað á ný. Aftur á móti getur fólk sem ætti ekki að hafa neinn tíma aflögu setið og spjallað eins og það hafi ekkert annað við tímann að gera. Þetta sama fólk virðist einstaklega örlátt á tíma sinn en getur jafnframt afkastað ótrúlega miklu. Og þótt ótrúlegt megi virðast er þetta einnig fólkið sem hefur ekki bara skoðanir sem það apar eftir síðasta ræðumanni heldur Evreka! ígrundaðar skoðanir, byggðar bæði á yf- irsýn og nákvæmni, og sér bæði skóginn og trén. Hægt er að álykta að þetta sé allt afburðafólk en oft er þetta bara spurning um hvemig fólk nýtir tíma sinn, hvernig það forgangsraðar verkefnum og hvemig það bregst við ytra áreiti. Til þess þarf fólk annars vegar að hafa markmið og hins veg- ar að geta gert greinarmun á því hvað er mikilvægt og hvað ekki. Þegar allt snýst t.d. um að ná næsta þætti af sápu dagsins í sjónvarpinu er ljóst að fólk forgangsraðar ekki mjög skynsamlega. Þegar allur tími stjómenda fer í að eltast við starfsmenn eða telja krónumar er ljóst að hann gerir ekki greinarmun á því sem er mikilvægt og því sem er það ekki. Þegar fólk er eins og ruslapoki í roki þegar vindar ytri aðstæðna blása er lj óst að það íhugar ekki mikilvægi áreitis og hvort, hvemig og hvers vegnaþað ætti að bregðast við áreiti. Fólk sóar því oft tíma sínum án þess að gera sér grein fyrir því hversu mikill hluti dagsins, vikunnar, ársins og ævinnar fer í slíka sóun. Afleiðingin er oft sú að fólk hefur ekki tíma til þess að hugsa, vegna þess að það er svo upptekið við að gera ekki neitt. Ahugi Fólk einbeitir sér að því sem það hefúr áhuga á ef það hefur tíma til annars en að komast af. Auðvitað er það þannig að því rninni sem áhyggjur af daglegu amstri eru því meiri líkur eru á að tími sé til ein- hvers annars. Hinar daglegu áhyggjur í nútímaþjóðfélagi eiga hins vegar til að vera vítahringur ímyndaðra vandamála, skapaður af ytri aðstæðum frekar en innri þörf. Fólk þarf að hafa vilja til þess að brjótast út úr þessum vítahring, það þarf að hafa áhuga á að setjast niður og hugsa. Flestir virðast hvorki hafa tíma né áhuga á að hugsa um einföld vandamál, hvað þá um mikilvægari vandamál, og þeir reyna annaðhvort að róta yfir þau í von um að þau hverfi af sjálfú sér eða að finna skammtímalausnir. Ókosturinn við þessa aðferð er hins vegar að vandamálin eiga það til að ganga aftur og eru þá yfirleitt ekki auðveldari viðureignar en áður. Það er ekki svo að fólk geti ekki hugsað held- ur er erfitt að finna hvatningu til að taka sér líma til að takast á við vandamálin. Mesta hvatningin er í því fólgin að fólk skilji ávinninginn af þvi að taka sér tíma til að hugsa. Slík hvatning getur falist í að leysa erfið vandamál. Það kemst þá ofar á forgangslistann að taka sér tíma til að hugsa vandlega um vandamál; hvemig á að skilgreina þau og endurskilgreina, hver kjami þeirra er og hvaða eiginleika lausn þeirra myndi hafa o.s.frv. Það getur skapað fmmlegar lausnir, en einfaldar, á vandamálum sem virtust óley sanleg innan hefðbundins ramma að fá fólk til að hugsa út fyrir ramma þess „augljósa“, þar sem fólk er gjaman blindað af reynslu sinni og þekkingu og því að gera hlutina eins og það hefúr alltaf gert. Hefðbundin rök- hugsun er ekki alltaf best fallin til þess að leysa vandamál, stundum þarf að fara óhefðbundnar leiðir til þess að finna lausn- ir en fólk þarf að taka sér tíma til þess að fara þessar óhefðbundnu leiðir. Vandamálið Vandamálið virðist oft vera að fólk veit ekki hvemig það á að bera sig að við að reyna að leysa vandamál. Það veit ekki hvar það á að byrja. Arkimedes notaði aðferð sem er enn í góðu gildi en tekur talsverðan tíma. Hún felst í því að a) safna öllum hugsanlegum upplýsing- um um vandamálið og fræðast eins og kostur um það sem gert hefúr verið til að leysa svipuð vandamál, b) leggja svo málið í bleyti og hugsa um eitthvað allt annað en láta undirmeðvitundina vinna á vandamálinu, c) lausnin kemur svo, að hluta til eða í heild, eins og elding einn góðan veðurdag og d) þá er að prófa hvort lausnin er viðunandi. Þetta er hins vegar ekki alltaf mjög skilvirkur ferill. Aðrar leiðir geta verið áhrifaríkari. Mjög algengt er að fólk rembist eins og rjúpan við staurinn við að leysa afleiðingar vandamála frekar en að hugsa um kjama þeirra. Stundum er það eina sem hægt er að gera en svo er ekki alltaf. Það em ýms- ar einfaldar aðferðir sem hægt er að nota til þess að auka skilning á vandamálum. Ein aðferð er að spyrja „af hverju" aftur og aftur þangað til að hin raunverulega ástæða vandamálsins kemur í ljós. Dæmi: Starfsmennimir mæta aldrei á réttum tíma. Af hverju? Vegna þess að þeir em latir. Af hverju? Vegnaþess að þeir eru áhugalaus- ir. Af hverju? Af því að starf þeirra er ekki mjög spennandi. Af hverju? Vegna þess að við skipulögðum starf þeirra þannig. Af hverju? Vegna þess að við héldum að 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.