Vísbending


Vísbending - 03.11.2006, Blaðsíða 1

Vísbending - 03.11.2006, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 3. nóvember 2006 42. tölublað 24. árgangur ISSN 1021-8483 Eitt af því sem flestum leiðist hvað mest er að eiga samskipti við erfítt fólk. Margirhugsa eflaust sem svo að gott geti verið að losna við það úr nán- astaumhverfí sínu enþað ersjaldnastmögu- legt ef menn eru ekki raðmorðingjar. Því eiga menn ekki annars úrkosti en að sætta sig við það að margir eru erfíðir. Til eru tvær leiðir. Hægt er að láta leiðindadelann valda sér ævarandi ama eða reyna að fást við vandann. Skoðum seinni kostinn. Hvers konar leiðindi? Þau eru ekki mörg vandamálin sem ekki er búið að flokka eða greina og höfundar bókarinnar Dealing with Difficult People, þeir Rick Brinkman og Rick Kirschner, hafa búið til tíu flokka urn leiðindaseggi. 1. Skriðdrekinn. Ryðst áfram með hávaða og eyðir öllum sem eru fyrir honum. 2. Leyniskyttan. Skýtur á andstæðing- ana úr leyni án þess að þeir viti hvers vegna. Kannski væri réttara að tala um kafbát. 3. Handsprengjan. Getur sprungið í loft upp hvenær sem er og skemmir þá miklu meira en að var stefnt. 4. Sá alvitri. Veit allt og lítur niður á alla aðra. 5. Sá sem þykist alvitur. Getur spillt miklu með því að tala eins og hann hafi þekkingu án þess að hafa hana. 6. Jábróðirinn. Jánkar öllu og vill engan styggja. 7. Kannski-karlinn. Frestar ákvörðunum eins lengi og hann getur. 8. Núllið. Segir ekkert, gefur ekkert af sér. 9. Sá neikvæði. Dregur úr öllum sem koma með nýjar hugmyndir. 10. Vælukjóinn. Heldur áfram að velta sér upp úr eigin vandamálum og finnst allt vera ómögulegt. Erfitt fólk Það er eðlilegt að velta því fyrir sér hver afþeim sem maðurþekkirpassar best inn í hvert hlutverk. Það er til dærnis mjög freistandi að flokkaþingmenn í einhverja af þessum tíu flokkum en hætt er við að ekki væru allir á einu máli. Fyrsta skrefið Fyrst er að reyna að skilja við hvers konarmann erað eiga. Þekktur maður í þj óðlífinu sagði einu sinni um annan enn þekktari: „Þegar ég skildi að yfírgangur- inn í honum stafar af minnimáttarkennd átti ég auðveldara með að eiga við hann.“ Hvort sem greiningin var rétt eða ekki varð hún til þess að mennirnir gátu um- gengist á ný. Svo er það líka hugsanlegt að vandinn liggi hjá manni sjálfum. Ef í ljós kemur að öllum er vel við einhvem nema manni sjálfum er rétt að spyrja sig hvor sé leiðindagaurinn. Ef menn átta sig hins vegar á því að í raun sé um vandamál að ræða er rétt að huga að því hvemig hægt er að leysa það með sem bestum hætti. Hvað ber að gera? Stundum erbest að gera ekki neitt. Það á við ef leiðindin snerta mann ekki beint og með því að blanda sér í málin eykur maður hugsanlega eigin vanda, kannski að ástæðulausu. Það er líka hægt að ganga í burtu og skilja vandamálið eftir en það er auðvitað mjög róttækt að skipta t.d. um vinnu út af einum erfiðum vinnufélaga. Stjómendureigaekki þetta val og verða að takast á við vandann. Auðvitað er hægt að skipta um skoðun. í Rauðu ástarsögunum eru fjölmörg dæmi um fólk sem þolir ekki hvort annað í upp- hafí en verður svo elskendur. Hví skyldi þetta ekki gerast í daglegu lífí líka? Þá er reyndar nóg að mönnum lyndi. En sjaldan veldur einn þá tveir deila svo að kannski verða menn líka að líta í eigin bann og sníða af sjálfúm sér einhverja vankanta. Deilur eru ekki markmið Þó að einhverjir séu erfiðir þá eru þeir komnir með undirtökin ef við látum þá fara of mikið í taugarnar á okkur. Það er ekki gott. Markmiðið er að leysa þau verkefni sem rnenn vinna að, leysa þau rétt. Varðandi vinnufélaganaermikilvægt að menn korni sér saman og allir vilja fá viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Leiðindin eru ekki endilega á vinnu- stað. Þeir sem hafa starfað í nefndum eða stjómum þekkja örugglega vel til margra þeirra leppalúða sem að framan eru nefnd- ir. Þar hittist fólk sem ekki eyðir annars miklum tíma saman og menn velta mikið fyrir sér hegðunarmunstri hinna nefnd- armannanna. „Hvað átti hún við þegar ... ? Af hverju horfir hann alltaf svona á mig?“ og svo framvegis. Ein mjög góð leið til þess að ná árangri í slíku starfí að hrósa andstæðingnum óhikað. Oft má svo prjóna við hrósið sinni eigin skoðun á ein- hverju máli. Hinum finnsthann verða að launa skjallið og hefur allt í einu breyst úr vandamáli í stuðningsmann. Menn skyldu varast að reita menn viljandi til reiði. Það kann að hafa skemmtanagildi um stund að sjá einhvem hvítna af reiði en það leiðir yfírleitt ekki til árangurs. Þeir sem geta komið máli sínu frarn mark- visst og af yfirvegun ná yfirleitt lengra en hinir sem alltaf tala eins og þeir séu í mælskukeppni. Líklega er þolinmæði lykillinn að því að eiga við erfitt fólk. Með því að gefa sér tíma til þess að fylgjast með fólki sjá menn smám saman hvemig best er að eiga við það. Sagt er að þolinmæðin þrautir vinni allar og það á líka við um þrautleiðinlegt fólk. Að lokum þetta: Ekki verða samdauna leiðindaliðinu! Q 1 Erfitt fólk veldur mörgum vandræðum. Hvernig á að fást við vandræðapésa? 2 Hvemig hafa íslenskir fjárfestar nýtt skatta- paradísarmódelið til að skapa sér samkeppnis- yfirburði? 3 Er eitthvert gagn að íslenskunni eða má fleygja henni og taka upp ensku? 4 Æran er viðfangsefni þingmanna. Skyldi hinn „alræmdi" Jón Baldvin Hannibalsson hafa áhyggjur?

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.