Vísbending


Vísbending - 03.11.2006, Blaðsíða 3

Vísbending - 03.11.2006, Blaðsíða 3
ISBENDING Er íslensk tunga haft? Islenska verður ekki samskiptamál landa á milli í viðskiptum í fyrirsjáan- legri framtíð. Því erþað alveg augljóst að þeir sem ætla sér að eiga viðskipti við útlönd verða að kunna góð skil á erlend- um málum og þeim líklegast fleiri en einu. En hvert er gildi íslenskrar tungu í viðskiptum ef hún er gagnslítil í skiptum við útlendinga. Jú, þó að íslendingar séu vissulega miklir viðskiptaj öfrar og dijúg- ir í samskiptum við útlönd þá er obbi viðskipta okkar engu að síður innanlands. Hér á landi eru nú þegar erlendir menn í fullu starfi, menn sem kunna sáralítið eða ekkert í íslensku. Þetta á bæði við um verkamenn í alíslenskum fiskvinnslu- húsum og forstjóra í fyrirtækjum í eigu útlendinga. Það sannar að kleift er vinna á Islandi og eiga viðskipti við Islendinga hérlendis án þess að tala okkar göfuga mál. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr kemur sú spuming upp hvort ís- lenskan sé ekki óþörf í viðskiptum innan lands sem utan. Við vitum að viðskipti eiga menn um heim allan og af því sést að íslenskan er ekkert skilyrði fyrir því að menn geti stundað kaupskap. Spumingin sem nær- tækari er og skiptir okkur máli er: Er íslenska skilyrði fyrir því að viðskipti séu stunduð hér á landi? Er tvítyngi lausnin? r Aviðskiptaþingi vorið 2001 setti Frosti Bergsson ftam þá hugmynd að rétt væri að í slendingar yrðu tvítyngdir. Islenskan yrði að vísu fyrsta mál en ensku- kennsla yrði efld þannig að í raun yrðu menn jafnvígir á bæði málin. Alþjóða- samskipti og viðskipti væm nú orðin svo mikilvæg að það gæti háð þjóðinni ef hún yrði ekki jafnvíg á ensku og íslensku. En þessi aukna enskumenntun kallar á fómir. Frosti segir: „Við þurfum einfaldlega að fara í gegnum ákveðna greiningu til þess að komast að því hvað það er sem við vilj - um virkilega standa vörð um í menningu okkar og leggja áherslu á það.“ Tillaga Frosta féll í grýttan jarðveg hjá Sölva Sveinssyni sem sagði: „Enska er ónýtt mál á íslandi fytir íslendinga! Rétt eins og þýzka, franska og spænska. Við getum ekki talað saman af sömu nákvæmni um daginn og veginn á útlenzku! Við búum hér og málið hentar okkur.“ Ekki er ég viss um að þessar röksemdir Sölva vegi þungt enhitterljóstað svonáið sambýlitveggja tungna hefði varanleg áhrif á íslensku. Reynsla úr nýlendum Englendinga eða frá Sovétríkjunum bendir þó ekki til þess aðjafnvel mikill og náinn samgangurýti þjóðtungum til hliðar á einum mannsaldri en dropinn holar steininn og smám saman lagast smærra tungumálið að því stærra. Öfugt verður það örugglega ekki. Margir hafa furðað sig á því að ekki sé meira um írsk áhrif á íslensku því að hér hafi á víkingatímum verið margt írskra þræla. Það væri fróðlegt að vita hvort pólskra áhrifa væri farið að gæta í máli fólks í fámennum sjávarplássum hér á landi þar sem Pólverjar eru orðnir allstór hluti íbúa. Á ákveðnum svæðum í fyrrverandi nýlendum Breta tala menn ensku allan daginn í viðskiptum sín á milli en fara svo heim að kvöldi og tala móðurmál sitt og alls ekki allir sama málið. Ástæðan er þó eflaust sú að enskan er tækið sem tengir menn sem tala ólík mál saman fremur en að hún hafi yfirburði sem samskiptatæki. Hér á landi höfum við þegar slíkt tæki sem tengir þjóðina saman. Læra útlendingar okkar mál? r Inokkrum tilvikum sitja erlendir menn í stjómum íslenskra fyrirtækja. Það mun heyra til undantekninga að þeir læri íslensku heldur ætlast þeir til að sér sé sýnd sú virðing að enska sé töluð á fund- um þar sem þeir em staddir. Höfundur hefur reynslu af því að sitja í stjóm fyrir- tækis með erlendum mönnum og jafnvel þó að flestir íslensku stjómarmannanna hafi búið erlendis um lengri eða skemmri tíma og verið ágætlega mælandi á ensku þá kom það engu að síður oft fyrir að mönnum vafðist tunga um tönn þegar tala þurfti um sérhæfð hugtök. Allt gekk þetta þó slysalaust en það væri rangt að segja að slíkir fundir gengju jafii greiðlega fyrir sig og þar sem allir tala móðurmál sitt. Nú þegar er það svo að samningar um ýmis efni sem menn eiga sín á milli hér á landi em á ensku. Þetta er algengt þegar menn kaupa hugbúnað sem upp- runninn er erlendis en um þetta em miklu fleiri dæmi, til dæmis við skipakaup eða kaup á tryggingum þar sem menn undir- rita langa staðlaða samninga á ensku. Eflaust er þetta gert í hagræðingarskyni því að gert er ráð fyrir að bæði kaup- endur og seljendur geri sér glögga grein fyrir samningsákvæðum. Á þessu sviði er líklegt að umfang ensku eigi eftir að vaxa hér á landi. Hvergi hef ég heyrt að þessir samningar á ensku hafi orðið til þess að kunnátta eða fæmi í íslensku hafi minnkað. I kennslu í viðskiptafræði hér á landi er yfirleitt stuðst við enskar bækur og í sumum tilvikum er j afnvel kennt á ensku. Auðvitað verður þetta til þess að nemend- ur verða lika að tileinka sér íslensku heit- in. En þetta á við um flestar fr æðigreinar og reyndar hafa flestir fræðimenn á öllum sviðum dvalist lengri eða skemmri tíma við nám og störf erlendis. Samneyti við útlendinga er ekki svo hættulegt tungunni eitt og sér. Það sjáum við á höfuðskáldun- um Jónasi, Stefáni G. og Einari Ben. sem bjuggu lengst af innan um útlendinga. Hættan felst ekki í því að vel upplýstir menn hafi mikið samney ti við útlendinga heldur þvert á móti í því að meðvitundin hverfi og útlenskan læðist inn í málið án þess að við verðum hennar vör. Er íslenskan baggi? Fyrir nokkmm ámm skrifaði ég fræði- lega grein um það hvaða efnahags- áhrif það hefði fyrir íslendinga að tala sérstakt mál í stað þess að tala ensku. Greininnefndist: „Hvað kostarað tala ís- lensku?“ Þannig vildi til af tilviljun að hún vakti nokkra athygli á alþjóðavettvangi ogbarst frásögn afhenni hingað til lands, eftir að sagt var frá helstu niðurstöðum í ritinu Economist. Þó að greinin sé öllum aðgengileg vom samt sem áður fáir sem höfðu fyrir því að lesa hana en margir tóku því illa að einhver velti slíku fyrir sér. Gömul kona sagði í Velvakanda að menn sem skrifuðu svona yrðu í útlönd- um dæmdir fyrir landráð. Nú var þetta reyndar alls ekki svo að hvatt væri til þess að enska væri tekin upp hér á landi heldur sagði þvert á móti í upphafi greinarinnar: „Hvað kostar að tala íslensku? Þetta er dæmalaust óskamm- feilin spuming sem margir telja eflaust að mönnum ætti helst aldrei að koma í hug, hvað þá setja fram í grein. En samt sem áður er spumingin áleitin því ef svar við henni finnst þá fæst allgóð hugmynd um það hvaða verði íslendingar em að kaupaþað að vera sjálfstætt samfélag með sérstakan menningararf. Hann erþjóðinni (Framhald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.