Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsbending

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsbending

						ÞRAUTIR ÞINGSINS

'FJÁRMÁLUM

VILHJÁLMUR BJARNASON VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR

Vilhjálmur Bjarnason rekur íþessari grein hvernig margar stefnumarkandi ákvarðanir ípeningamálum þjúðarinnar voru teknar án

frumkvœðis eða skilnings stjórnmálamanna.                                                   Mynd: Geir Oiafsson.

í stjórnarskrá lýðveldisins, sem stofhað var til árið 1944, er hvergi getið um fyrirkomulag peningamála. Það hefur heldur ekki verið til

umræðu í umfjöllun um breytingar á stjórnarskrá á þeim 62 árum sem Iiðin eru frá stofhun Iýðveldisins. Þessu er á annan veg farið í

bandarísku stjórnarskránni, sem varð til í uppkasti 1787. Þar er beinlínis tekið fram að þingið hafi vald til að ákveða hvernig málefnum

gjaldmiðils skuli fyrir komið, svo og gengi gjaldmiðilsins gagnvart annarri mynt. Bandaríkjaþing ákvað síðan árið 1913 hvernig gjald-

miðilsmálum skyldi fyrir komið, þ.e. með stofnun Seðlabankans, Federal Reserve árið 1914.

Um svipað leyti og Bandaríkjaþing varðaði veginn fyrir Federal

Reserve, þó eilítið fyrr, samþykkti Alþingi lög um stofnun

veðdeildar Landsbankans, þ.e. lög nr. 1/1900. Þar er lagt fyrir í 1.

gr. „I Landsbankanum í Reykjavík skal stofna veðdeild til þess að

veitt verði lán um langt árabil og með vægum vöxtum gegn veði

í fasteignum." Þessi fyrirheit um aldahvörf gáfu mynd af því sem

verða skyldi á öldinni sem á eftir fylgdi. Alþingí tók sér vald til að

hafa hönd í bagga og á stundum ákveða breytistærðir til verðlagningar

á fjármálagerningum.

Það er mjög lærdómsríkt að fara yfir feril þeirra breytistærða, sem

ráða verðlagningunni, og hvernig Alþingi kom þar nærri á stundum

en var á örlagastundu fjarri. Nærtækt er að velta upp spurningunni

hvort evra verði lögeyrir á íslandi án þess að Alþingi taki ákvörðun

þarum.

Helstu þœttir

Breytistærðimar, sem skipta máli, eru eftirtaldar:

• Gengi

• Verðtrygging og verðbólga

• Vextir

I kennslubókum fyrir byrjendur í hagfræði er það talið ósamrímanlegt

að einn og sami aðili ákvarði gengi gjaldmiðils og ákveði vexti á

sama tíma. Það er undirliggjandi í gengismarkmiðum seðlabanka, að

seðlabanki ákvarði gengi eðageti haft áhrif ágengi gjaldmiðilsmeð inn-

gripi á gjaldeyrismarkaði. Staðfesta seðlabanka við gengismarkmið

getur falið í sér áhættulausan hagnað í framvirkum viðskiptum

á gjaldeyrismarkaði. Með verðbólgumarkmiði seðlabanka lætur

bankinn gengi gjaldmiðils ráðast af viðskiptum á markaði, óháð

sínum afskiptum. í ritgerð sinni um Orsakir erfiðleikanna íatvinnu-

og gjaldeyrismálum leiðir Benjamín Eiríksson, hagfræðingur og

síðar bankastjóri, rök að því að kreppan á íslandi frá 1930-1938

sé að nokkru leyti heimatilbúin vegna hins veika seðlabankavalds

Landsbankans, sem jafnframt var stærsti viðskiptabanki landsins. í

raun ákvað bankastjórn bankans vexti af innlánum og útlánum og

vaxtaákvarðanir tóku mið af „getu atvinnuveganna", óháð framboði

lánsfjár frá sparifjáreigendum, en gengi krónunnar var ákveðið af

Alþingi. Álag á raunvexti vegna verðbólgu er grundvallaratriði til

að tryggja framboð lánsfjár á lánamarkaði. í því felst verðtrygging

fjárskuldbindinga.

Seðlabankinn hœttir að vera skúffa

Með nýrri löggjöf um Seðlabanka íslands, þ.e. þegar verkefni

seðlabanka eru endanlega skilin frá Landsbankanum í upphafi

viðreisnar, lög nr. 10/1961, var Seðlabankanum falið að ákveða vexti

í viðskiptum innlánsstofnana en Alþingi var enn falið að ákvarða

12IVISBENDING

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36