Vísbending


Vísbending - 22.12.2006, Blaðsíða 19

Vísbending - 22.12.2006, Blaðsíða 19
FRÁ SÉR NUMIN ÞJÓÐ -------- EYÞÓR ÍVAR JÓNSSON - Eyjaskeggjar íslands eru með merkilegri þjóðum heims - sérstaklega ef þeir sjálfir segja frá. Þeir eiga það sameiginlegt að ýkja allverulega sögur, ekki síst afrekssögur af sjálfum sér. Hugsanlega hefur það hjálpað þeim að búa til hina „raunverulegu“ sögu þjóðarinnar. Sagan er merkileg vegna þess að fámenn þjóð, í landi sem jafnan hefur þótt óbyggilegt, hefur unnið sig frá örbirgð til auðsældar. Hvernig eyjaskeggjum tókst jætta er umdeilt og flestar útskýringar í besta falli gróf einfóldun og misvísandi eftir því frá hvaða bæjardyrum er horft.1 Sú sögutúlkun sem sett er hér fram, er tilgáta um að upptök stökkbreytingar þjóðarinnar og breyttra efnahagslegra aðstæðna hennar megi að einhverju Ieyti, ef ekki að miklu Ieyti, finna í þeim atburði þegar þjóðin var hernumin, frá sér numin, af erlendum öflum. Eyþór lvar Jónsson rekur hér hugmyndir sinar um hvað hafi skipt mestu um efnahagsþróun á Islandi síðari hluta 20. aldar. Mvnd: Gcir Ólqfsson Hernumið land Sagan hefur verið sögð ótal sinnum, en aldrei eins og hún er sögð hér. Lítil þjóð í nafla alheimsins, alls staðtn og hvergi, var enn á ný fótum troðin af útlendingum, sem vildu þjóðinni vel og tóku völdin í sínar hendur. Nú var það ekki til þess að bjarga þjóðinni frá sjálfri sér þó óljóst sé hverju lýðurinn hefði tekið upp á ef hann hefði verið látinn afskiptalaus í geðveikum heimi. Nú var verið að bjarga þjóðinni frá illsku alheimsins, blóðrauðum kommúnisma og vægðarlausum nasisma. Jafnvel þó að íylgismenn þessara tveggja stefna léku lausum hala á dimmbláu og veðurblásnu skerinu í hversdagslegu þunglyndi vai- hættan sú að erlend átrúnaðargoð þeirra uppgötvuðu mikilvægi eyjunnar í heildarstríðsmyndinni. ísland var vitinn á Atlantshafinu. Arið var 1940, dagurinn 10. maí. Island var hemumið í fyrsta skipti. Breska konungsveldið sýndi mátt sinn og megin. Eyjarskcggjar höfðu þó ekki verið sjálfs síns herrar í sjö hundmð ár eða allt frá því að þeir gengu undir vemdarvæng Noregskonungs. Þá var það vegna þess að klíkuskapur eylendinga og stríð jDeirra á milli stefndi í borgarastyrjöld. Þegar hér var komið sögu var lýðurinn hins vegar undir vemdarvæng danska konungsins. Eyjaskeggjar réðu þó innanríkismálum og töldu sig fullvalda. Bretar vom engu að síður að hrifsa völdin af Dönum þar sem Islendingar voru ekki sjálfstæð þjóð og voru danskættaðir eyjarskeggjar handteknir ásamt Þjóðverjum og sendir af landi brott. Mótspyman við hemámið var lítil. Heimastjómin var samþykk hemáminu enda átti hún ekki annarra kosta völ. Einhverjir eyjarskeggjar steyttu hnefa og mótmæltu yfirganginum harðlega. Allt kom fyrir ekki, ormstan var fyrir fram töpuð. Þeir áttu þó síðar eftir að hefna sín rækilega á stórveldinu, í „stríði" sem var háð á hentugri velli, á sæ úti, og hafði meira gildi, ]x)rskígildi. Eyjaskeggjar voru þó fljótir að sjá að það borgaði sig að vinna með hemámsliðinu. Bretar voru aldrei sérstaklega velkomnir á íslandi þó að sumir landsmenn væm fegnir því að þeir yrðu á undan Þjóðverjum sem voru í miklum útrásarham á þessum ámm. Síðar kom í ljós að Hitler og hyski hans hafði augastað á landinu fyrir og eftir að Bretar hertóku það. Segja sagnfræðingar að það hafi einungis verið happ að áætlun Þjóðverja - sem kölluð var „íkarus" - um að ráðast inn frá vesturströnd Islands, hafi ekki orðið að vemleika. Af hverju þýsku hugmyndafræðingamir völdu heitið íkarus er óljóst en það er kaldhæðni örlaganna að notuð var tilvísun í hinn unga íkarus, úr grískri goðafræði, sem flaug á heimatilbúnum vængjum of nálægt sólinni svo að vaxið sem hélt fuglafjöðmm við líkama hans bráðnaði og hann féll bjargarlaus í sjóinn og endaði þar með ævi sína. Viðvera Breta gerði Þjóðverjum erfiðara fyrir og tafði árásina á ísland sem varð að lokum að engu vegna annarra stríðsaðgerða Hitlers. „Sólirí' var of heit íyrir metnað nasismans. Bretar urðu aldrei frelsishetjur á íslandi. Þeir hlutu litlar þakkir fyrir að aldrei varð stríð á Islandi sem hefði verið óumflýjanlegt ef Þjóðverjar hefðu orðið fyrri til. Bretar stöldmðu stutt við á landinu. Skipt var inn á árið 1941. Þá kom Kaninn og þjóðin varð frá sér numin. Amerískasti útkjálki Evrópu Árið 2006 yfirgaf bandaríski herinn flugvöllinn í Keflavík og skildi eftir tóma og afgirta „borg“ á Suðumesjum. Höfðu bandarískir hermenn þá verið hér á landi í 65 ár. Eyjaskeggjar sögðu brottförina sviksemi, rétt eins og þegar hjónaband byggt á venju frekar en ást brestur. í upphafi vom þó eyjaskeggjar yfirsig ástfangnir. Þegar Kaninn kom hingað, þann 7. júlí árið 1941, virðist sem hann hafi átt greiðari leið í fiðurmjúkan faðrn þjóðarinnar en Bretar. Islendingar höfðu líka beðið Bandaríkjamenn um að korna sér til vemdar þar sem þörf var fyrir breska setuliðið annars staðar á þessum styrjaldartímum. Bandaríkjamenn, sem á þeim tíma tóku ekki þátt í stríðinu, vom því miklu meiri bjargvættir þjóðarinnar en Bretar. Koma bandaríska hersins markaði tímamót, því að hvorki ísland né Bandaríkin vom hlutlaus í stríðinu eftir samkomulag um hervemd Bandaiíkjanna. Hið nýja herlið þurfti ekki að hlusta á ákúmr eyjarskeggja eða hoifa upp á steytta hnefa. Aðdáunin var bæði dulin og ljós. Þetta var upphafið á ástarævintýri. Núlíminn hafði geit innrás á íslandi. Sveitamenning og tómleiki sjávarþyrpingarinnar vék fyrir popp-kultúr og neyslugleði. íslendingar litu aldrei til baka og fyrirheitna landið varð fyrirmyndin og markmiðið. Þiöngsýnir eyjarskeggjar vom táldregnir með glitri glingursins. Amerísku hemiennimir urðu vinsælli en hinir bresku þar sem þeir áttu sand af seðlum í samanburði við aðþrengda Breta sem vom famir að sætta sig við fyrstu ölframleiðslu Egils Skallagrímssonar. íslenska þjóðin varð aldrei hin sama. VÍSBENDING I 19

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.