Vísbending


Vísbending - 22.12.2006, Blaðsíða 30

Vísbending - 22.12.2006, Blaðsíða 30
AF HVERJU ER REYKJAVÍK HÖFUÐBORG ÍSLANDS? ÁSGEIR JÓNSSON HAGFRÆÐINGUR Ásgeir Jónsson hagfrœðingur telur að það hafi ekki verið einber tilviljun eða forsjá goðanna að Reykjavík varð höfuðstaður Islands. Mynd: Geir Ólafsson. Við íyrstu sýn virðist upphefð Reykjavíkur hafa ráðist við upphaf landnáms. Fyrsti landnámsmaðurinn, Ingólfur Amarson, varpaði öndvegissúlum sínum fyrir borð á leið hingað til lands og hét að hann skyldi þar byggja er súlumar kæmu á land. Hann lét síðan þræla sína íylgja strandlengjunni allt þar til súlurnar fundust í Reykjavík, og Ingólfur stóð við orð sín og settist þar að. Þetta er táknræn saga, hvort sem hún er sönn eður ei. Ingólfur kom að ónumdu landi og valdi Reykjavík fram yfir alla aðra staði á landinu. Upphefð Reykjavíkur virðist því vera annaðhvort verk guðlegrar forsjónar eða tilviljunarkenndra hafstrauma - eftir því hvernig á málin er litið. Svo virðist reyndar vera að sumir hafi undrast þetta val. í Landnámu eru eftirfarandi ummæli höfð eftir Karla, öðmm þeim þræl sem fann súlumar í Reykjavík: „Til ills fórum við um góð hémð, er vér skulum byggja útnes þetta.“ Síðan strauk Karli með ambátt sér við hlið - fremur en setjast að við sundin blá - þó svo að Ingólfur hafi að lokum haft uppi á honum aftur við Ölfúsvatn. Þetta bendir til þess að ritarar Landnámu hafi talið það merki um mikla hollustu við goðin að Ingólfur skyldi velja Reykjavík umfram aðra staði á landinu sem stóðu honum til boða. Reykjavík hverfur úr sögubókum eftir Ingólf Koma Ingólfs árið 874 virðist hafa markað upphaf að skipulegu landnámi hérlendis. Margt bendir til jxss að Ingólfur og niðjar hans hafi gegnt forystuhlutverki á fyrstu áratugum íslandsbyggðar, meðal annars farið með vald allsherjargoða og stofnað fyrsta héraðsþingið á Kjalamesi. „Ingólfur er frægastr allra landnámsmanna, því at hann kom hér at auðu landi ok byggði fyrst landit og gerðu aðrir landnámsmenn eftir hans dæmum sfðan,“ segir Landnáma. En eftir jxnnan glæsilega upphafskafla í sögu landsins hverfur Reykjavík af spjöldum sögunnar næstu árhundruðin. Islandssagan gerist að mestu leyti í öðrum hémðum. Sumir staðir verða frægir sem ættarsetur, menntasetur, biskupssetur, verslunarstaðir eða aðsetur skálda og höfðingja. A öðmm stöðum - jafnvel aumustu kotum - er barist, sæst eða samið og (reir staðir komast þannig inn í sögubækur. Jafnvel jregar sögunni víkur til Suðvesturlands og stórviðburðir gerast í hinu foma landnámi Ingólfs virðist sagan sneiða hjá Reykjavík. Klaustur er sett niður í Viðey, umboðsmaður konungs býr á Bessastöðum og Hafnarfjörður verður verslunairniðstöð. Kópavogur verður nafnkenndur fyrir það eina atvik að þar var skrifað undir einveldishyllinguna árið 1662. En landnámsbær Ingólfs virðist dvelja í skugga. Var Skúli faöir Reykjavíkur? Vitaskuld var búið vel í Reykjavík. Þar var kirkjusetur og staðurinn var setinn af mörgum mætum ntönnum. Síðar, eftir 1600, færist verslunin nær þegar Hólmurinn (Efferseyjar eða Grandaey) verður einn helsti verslunarstaðurinn við innanverðan Faxaflóa. En samt sem áður er það svo að Reykjavík virðist ekki fá líf fyrr en Skúli Magnússon landfógeti velur staðinn undir iðnfyrirtækin sín - 30 IVÍSBENDING

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.