Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1950, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.06.1950, Blaðsíða 5
OSCAR CLAUSEN: ÞEGAR GAMLI GULLFOSS KOM Fyrir nokkru höfum við eignast stærsta skip íslenzka flotans, Gullfoss, hinn nýja, og þarf ég ekki að lýsa því glæsilega skipi, en um leið og við fögnum Gull- fossi hinum nýja, er ekki úr vegi að minnast að nokkru Gullfoss hins gamla, — skipsins, sem Islend- ingar á tímum fátæktar, lögðu að sér til þess að geta eignazt, með því að láta af hendi 25 krónur. Ég hefði löngun til þess að segja nokkuð frá stofn- un Eimskipafélags íslands og fyrstu fjársöfnuninni til þess. — Þetta hvorutveggja er mér mjög vel kunn- ugt og harla minnisstætt. — Ég, eins og margir góðir menn, lagði mikla vinnu og alúð í að safna fé til félagsins. Ég var þá verzlunarfulltrúi í Stykkishólmi, en þaðan kom félaginu drjúgur sjóður í byrjun. — Enda þótt ég fari ekki núna inn á þetta mál þá vil ég aðeins undirstrika þann sannleika, að sú kynslóð, sem lyfti því Grettistaki. að stofna Eim- skipafélag íslands, var kynslóðin, sem var fædd fyr- ir aldamótin siðustu. — Kynslóðin, sem hafði alizt upp við vinnusemi, nægjusemi og s]>arsemi, — kyn- slóðin, sem safnaði hagalögðum til þess að geta eign- azt sokka. — Það var fátæk, en samhuga þjóð, sem stofnaði félagið. Mörg dæmi þess. hversu fólkið lagði að sér til þess að geta eignazt hlut í Eimskipafélagi íslands mætti segja. — Það kom fyrir, að tveir urðu að leggja sam- an aleigu sína í reiðu fé, til þess að eignast einn 25 kr. hlut. Margir unglingar spöruðu allt við sig og söfnuðu 25-eyr. í heilt ár til þess að geta lagt í þessa guðskistu íslenzku þjóðarinnar. — Drengur einn á Eyrarbakka, var búinn að spara og safna 50 kr. í sparisjóðsbók á -3 árum. Þegar hann las um það, að þjóðin ætlaði að eignast skip, fylltist hann áhuga og metnaði og tók aleigu sína og keypti fyrir hlut í Eimskipafélaginu. Svona mætti segja frá óteljandi dæmum úr öllum byggðum íslands, en nú ætla ég að byrja á frásögu minni af því. þegar gamli Gullfoss kom. Árin 1903—1918 var ég, svo sem áður getur, verzl- unarfulltrúi við stóra verzlun í Stykkishólmi, þar sem viðskipti voru rekin til sjávar og sveita: m. a. gerði verzlunin út 6 þilskip á handfæraveiðar og voru 12 menn á hverju, en kjörin voru: hálfdrætti. — Vorið 1915 vantaði okkur nokkra menn á skúturnar, og til þess að ráða þá fór ég með Sterling til Reykja- víkur 14. apríl eða 2 dögum áður en Gullfoss var þangað væntanlegur. — Atvinnuleysi var þá óþekkl fyrirbrigði í lífi Reykvíkinga. Ég auglýsti í daglilöð- unum eftir sjómönnum í heila viku, en fékk engan. Loks tókst mér að fá Þorvald pólití til þess að lána mér 4 þek-kta drykkjumenn og smáafbrotamenn, sum- arlangt, með þeirri kvöð, að ég skilaði þeim aftur að hausti. Þetta lánaðist vel, þeir voru duglegir að draga „þann gula“ um sumarið og um haustið var þeim skilað til Reykjavíkur ásamt góðu sumarkaupi. Ýmsir fleiri menn úr Breiðafirði fóru suðui með Sterling, aðallega til þess að taka á móti Gullfoss. -—■ tJr Stykkishólmi fóru Sæmundur kaujimaðut Hall- dórsson, Sigurður prófastur Gunnarsson, Ingólfur verzlunarstjóri Jónsson og Ásgeir prófastur Ásgeirs- son í Hvammi, og Konráð kandidat Stefánsson, sem þá bjó í Bjarnarhöfn. — Ur Flatey fór Guðnnmdur kaupmaður Bergsteinsson og úr Ólafsvík fór Hermann gamli Jónasson frá Þingeyrum, sem þá hafði dvalið þar undanfarin ár í skuldheimtu. Þegar suður kom, var undirbúningur undir komu Gullfoss hafinn. Verzlunarmannafélagið Merkúr gekkst fyrir samtökum um lokun sölubúða móttökudaginn 16. apríl, en þann 15. apríl auglýsti Th. Thorsteins- son kaupmaður í Liverpool lokun sinna búða, „fyrst- ur allra og ótilkvaddur“, eins og stendur í dagblaði frá þessum tímum. Þessi ákvörðun kaupmannsins mæltist vel fyrir og þótti þetta myndarlegt. Hinn mikli dagur, 16. ajtríl, rann svo upp: allir voru í hátíðaskapi og fullir eftirvæntingar að sjá hið glæsta skip, — fyrsta millilandaskip íslendinga. FRJÁLSVERZLUN 81

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.