Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Frjįls verslun

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Frjįls verslun

						Ólcrfur Haukur Ámason:
AKRANES
Þar, sem skagi sá hinn mikli, sem er á milli Borg-
arfjarðar og Hvalf jarðar og nefndist til forna Akra-
nes, teygist lengst til suðvesturs út í Faxaflóa, heit-
ir Skipaskagi. Þar er nú risinn kaupstaður og ber
nafn nessins alls; Akranes. — Og því er það, að
stundum er Reykvíkingar eru á kvöldgöngu við
höfnina eða á Skúlagötunni, sjá þeir hilla upp stór-
borg i miðjum Faxaflóa fram undan fjólubláum
draumi sínum, Akrafjalli, og ber hæst reykháf mik-
inn, og stígur þar upp hvítur reykur á tæran kvöld-
himin. Þessi draumaborg í Flóanum er sem sé
Akraneskaupstaður, ein stærsta verstöð landsins
og allverulegur iðnaðarbær.
Þó að enn séu ekki liðin full hundrað ár, síðan
Akranes var löggiltur verzlunarstaður, og ekki nema
rúmir tveir tugir ára, síðan bærinn fékk kaupstað-
arréttindi, bendir margt til þess, að einmitt á Skipa-
skaga hafi risið eitt fyrsta sjávarþorp á fslandi.
Okkur mun sjálfsagt flestum tamara að hugsa okk-
ur Brynjólf biskup Sveinsson sem fræðimann og
kirkjuhöfðingja en útgerðarmann, önnum kafinn
í alls kyns veraldarvafstri. En þó er það svo, að
Brynjólfur biskup leggur að líkindum hornstein-
inn að fyrsta sjóþorpi á Islandi. Og hvað var þá
eðlilegra en það yrði í miðri gullkistunni, Faxa-
flóa? Talið er, að til forna hafi einungis verið ein
jörð á Skipaskaga og hafi hún heitið Skagi. Mun
hún hafa byggzt úr landnámsjörðinni, Görðum,
en eigi er vitað, hve snemma á öldum það hefir
gerzt. Mun það þó örugglega hafa verið fyrir 1200.
Á 17. öld eignast Brynjólfur biskup hluta jarðar-
innar, gerir þaðan út skip og reisir stórhýsi á þeirr-
ar tíðar mælikvarða. Um þetta leyti, — og e. t. v.
að nokkru fyrr, — skiptist jörðin, og eru 12 býli
á Skipaskaga, er jarðabókarnefndin skrásetur jarð-
ir og mannfólk árið 1703. Um þetta segir ólafur
B. Björnsson, ritstjóri,  í Sögu Akraness:
„Allt bendir .... til, að á 17. öldinni myndist
á  Skipaskaga  fyrir  alvöru   vísir  að  eiginlegu   sjó-
þorpi með allmörgum tómthúsum og verbúðum.
Enda þótt aflabrögð minnki eitthvað og allt sé hér
við og við — og oft — í eymd og volæði, fækkar
ekki jörðunum aftur og ekki heldur tómthúsunum.
Þeim fjölgar þvert á móti smám saman. Verbúðun-
um fækkar hins vegar, en aðkomusjómenn fá skjól
og nauðsynjar sínar innanbæjar á hinum ýmsu
jöi'ðum eða tómthúsum."
Þó að ekki væri langróið fra Skipaskaga að öllum
jafnaði, munu íbúar Skagans hafa verið snauðir
menn flestir alla 18. öldina og jafnvel langt fram
á þá 10. Jarðir sínar eiga þeir sjaldnast sjálfir, og
þótt þeir eigi skip sumir hverjir, eiga stórbændur
og höfðingjar oftast skip á hverju býli, og hvíla
kvaðir ýmsar á Skagamönnum flestum. Magnús
Stephensen á Innrahólmi átti t. d. flestallar jarðir
á Skaga, og mun hann hafa gert þaðan út 30—40
skip (báta), og voru þau að sjálfsögðu mönnuð
Skagamönnum. Þá áttu og fjölmargir borgfirzkir
stórbændur búðir og skip á Skaga.
Meðan verzlunin var enn ekki frjáls, áttu íbúar
Skipaskaga, — eins og aðrir Borgfirðingar, — að
sækja nauðþurftir sínar í Hólminn (Orfirisey) við
Reykjavík. Erfitt mun það hafa verið, og marga
svaðilförina hafa Skagamenn áreiðanlega farið til
Reykjavíkur, er þangað þurfti að fara til að sækja
nauðsynjar. Þegar cinokuninni er aflétt 1787 og
kaupstaðir og verzlunarstaðir löggiltir víða um land,
er Skipaskagi ekki í þeirra hópi. Má það þó undar-
legt teljast, því að um þetta leyti munu íbúar þar
hafa nálgazt hundraðið, og auk þess hefur allmikill
fjöldi vermanna róið þaðan á vertíðum. Er það
álit manna, að bæði þá'og síðar hafi Reykjavíkur-
kaupmenn staðið á móti löggildingu verzlunarstað-
ar á Skipaskaga, enda viðbúið, að þeir misstu spón
úr aski sínum, ef Borgfirðingar drægju úr eða jafn-
vel hættu viðskiptum við þá.
Þegar á fyrsta þingi hins endurreista Alþingis
184.5  er borin fram bænarskrá frá Borgfirðingum
16
FRJALS   VERZLUN
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44