Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1975, Blaðsíða 73

Frjáls verslun - 01.09.1975, Blaðsíða 73
manns vinna við þjónustu. Þar eru allt- af tvær hljómsveitir og eitt diskótek, enda er staðurinn á fjórum hæðum. Leikin er alhliða danshljómlist. Lág- marksaldur gesta er 20 ár. Næsta mál á dagskrá eigenda er að breyta tveim efstu hæðunum til samræmis við neðri hæðirnar, sem eru nýlega innréttaðar, en óvíst er hvenær úr því getur orðið. # Hotel Saga, Hagatorgi Hótel Saga er veitinga- og skemmti- staður við Hagatorg. Stjörnusalur, sem tekur 150 gesti, er alltaf opinn frá kl. 8 til 23,30. í hádeginu liggur þar alltaf fyrir matseðill dagsins með ódýrum réttum og á veturna er þar framreiddur svonefndur heimilismatur á sanngjörnu verði. Á kvöldin er hægt að velja úr tveim til þrem kvöldréttum, sem eru ódýrari en sérréttir. Annars eru um 50 sérréttir á matseðlinum. Mímisbar á 1. hæð er opinn öll kvöld nema miðviku- dagskvöld. Súlnasalur, sem er aðal sam- komusalurinn, er opinn föstudags-, laug- ardags- og sunnudagskvöld, nema þegar einkasamkvæmi eru þar. Tveir hliðar- salir eru út úr Súlnasal, en samanlagðir rúma salirnir 870 gesti. Lækjarhvamm- ur og Átthagasalur eru samliggjandi ef vill og rúma saman 230 gesti. Þeir eru leigðir út til funda, ráðstefna og einka- samkvæma. Það eru einnig Súlnasalur og hliðarsalir hans. í Súlnasal leikur hljómsveit danshljómlist fyrir fólk á öilum aldri, en lágmarksaldur gesta er 20 ár. Matur er ekki seldur út frá Sögu. 150 rúm eru í 90 herbergjum hótelsins og í tengslum við Iþað er þjónusta svo sem gufubað, nuddstofa, banki, hár- greiðslustofa, snyrtistofa, hárskeri o. fl. 30 til 100 manns starfar við þjónustu á Sögu og eru barir sex. í aUhugun er, þegar Flugfélag íslands flytur skrifstof- ur sínar út úr húsinu, að auka gisti- rými og byggja við húsið yfir kaffiteríu og bætta fundaaðstöðu. § Glæsibær, Glæsibæ Veitinga- og s'kemmtistaðurinn í Glæsibæ '•úmar 540 gesti í tveim sölum og á aðalbarnum, en barir eru tveir. Staðurinn er opinn á föstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöldum frá kl. 19 og eins og löglegt er. Hægt er að velja mat af fjölbreyttum matseðli og er tals- vert selt af mat út af staðnum. Hljóm- sveit leikur alhliða danshljómlist og er lágmahksaldur gesta 20 ár, en staðurinn er einkum sóttur af miðaldra fólki. Út- garður hf., rekur skemmtistaðinn og einnig kaffiteríu í sama húsi. í teríunni er einkum mælt með pizza, pabba-, mömmu- og barnaborgurum o. fl. Terían er opin frá kl. 9 til 20 alla daga og rúmar 120 gesti. Terían er leigð út á kvöldin og skemmtistaðurinn í heilu lagi eða hálfur þau kvöld, sem skemmt- anir eru ekki þar. # Sesar, Hallarmúla Veitinga- og skemmtistaðurinn Sesar var opnaður í sumar og er hann að Hallarmúla 5. Þar er rúm fyrir 400 gesti og er hann nú opinn frá kl. 20 og eins og lög ieyfa alla daga nema mið- vikudaga. í ráði er að hafa staðinn einn- ig opinn í hádeginu, frá kl. 11 til 15 fyrir matargesti og frá kl. 18 á kvöldin. Réttur dagsins verður þá í hádegi og aðrir réttir eftir matseðli. Tveir barir eru á staðnum og vinna tíu manns við þjónustu. Diskótek sér gestum fyrir al- hliða hljómlist. Staðurinn er ekki leigð- ur út og er aldurslágmark gesta 20 ár. Eigendur leggja sérstaklega upp úr snyrtilegum klæðnaði gesta. # Hotel Borg við Austurvöll Hótel Borg, Pósthússtræti 11 við Austurvöll er veitinga- og skemmtistað- ur, sem rúmar 400 gesti í sæti. Daglega er hægt að velja úr sjávarréttum auk annarra rétta á matseðli og í hádeginu á laugardögum er boðið upp á 'kalt borð. 60 manns vinna við þjónustu þar, þar af 10 þjónar. Einn bar er á staðnum og hljómsveit leikur alhliða tónlist. Lágmarksaldur gesta er 20 ár. Staður- inn er leigður út í heilu lagi eða skiptur og mikið er selt út af heitum og köld- um mat og einstökum réttum. # Röðull, Skipholti Röðull, er veitinga- og skemmtistaður að Skipholti 19 og rúmar hann 265 gesti. Staðurinn er opinn daglega frá kl. 20 og eins og lög segja fyrir um, en lokað er á miðvikudögum. Á matseðli eru alhliða smáréttir. Tveir barir eru á staðnum. Hljómsveit leikur alltaf fyrir dansi. Lág- marksaldur gesta er 18 ár. Staðurinn er ekki leigður út og matur er ekki seld- FV 9 1975 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.