Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Frjįls verslun

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Frjįls verslun

						TOLVUR
TI PS 4500 er knúin fjórum 1,5 volta alkaline rafhlöðum af stærðinni AAA. Tölvan vegur um 250 grömm, kemst
auðveldlega fyrir í innanávasa (er á stærð við seðlaveski) og henni fylgir bæklingur með ágætum leiðbeiningum
(m.a. dæmum) á ensku, frönsku, þýsku, ítölsku, hollensku og spönsku.
SAMHEITA- OG
STAFSETNINGARTÖLVA
Þeir sem vinna við þýðingar eða
þurfa að skrifa texta á ensku, t.d.
verslunarbréf, muna ef til vill ekki
alltaf hvernig orð er stafað. Tölvu-
tæknin hefur lausn á hluta vandans.
Bandaríska fyrirtækið Texas Instru-
ments, en það var hér í eina tíð einna
þekktast ásamt Hewlett-Packard sem
brautryðjandi á sviði sk. vasatölva, hefur
gengið í gegnum nokkur athyglisverð þró-
¦ ¦             r	
TOLVUÞATTUR	
	
	Leó M.Jónsson
	skrifar m.a. iini
	sérstæða
m'&p)m	tunguntálatölvu,
	fistölvu sem er á
	stærð við
1  ^ ^IÉÍÍF ' "* ~ ^IÉ	síinaskrá en auk
J      1	liess er að finna
	ýmsar fréttir úr
;	licimi tækninnar.
	
unarskeið. Fyrir rúmum áratug blasti við
að fyrirtækið myndi verða að láta af for-
ystu á sviði vasatölva vegna samkeppn-
innar frá Taiwan, Suður-Koreu, Hong
Kong og Singapore. Það gekk eftir.
Fyrirtækin í Asíu náðu hins vegar aldrei
þvíþróunarstigi að geta framleitt hátækni-
legar vasatölvur, tölvur sem sérstaklega
voru gerðar fyrir vísindalega útreikninga.
Tækniþekking bandaríska fyrirtækisins
reyndist drjúgari tekjulind þegar á reyndi
en búist hafði verið við: Texas Instru-
ments fór að fikra sig áfram með sérhæfð-
ar vasa- og handtölvur til kennslu í skól-
um, fyrst í stað á grunnskólastigi en síðar
á æðri stigum, svo sem tölvur sem nota
mátti til að læra forritunarmál á auðveldan
hátt.
MÁLATÖLVUR
Fyrsta tungumálatölvan frá TI mun
hafa verið „Speek and Spell" ætluð fyrir
yngstu börn á skólaaldri. I framhaldí af
henni komu fleiri útgáfur, sem gegndu
svipuðu hlutverki, og síðar tölva sem
kenndi krökkum að reikna en sú nefnist
„The Little Professor". Þessar tölvur
voru ódýrar en seldust í gríðarlegu upplagi
og nánast án nokkurrar samkeppni.
I framhaldi komu vandaðri og dýrari
tölvur sem byggðu á sömu hönnun grund-
vallarkerfis. Meðal þeirra var vönduð for-
ritanleg tölva fyrir stærðfræði og viðskipti
sem jafnframt fékkst með forriti sem auð-
veldaði notandanum að læra forritunar-
málið Pascal (þó án þess að tölvan innhéldi
Pascal þýðanda). Sú tölva nefnist TI-74
BASICALC og hefur selst nokkuð vel
enda að mörgu leyti sérstök.
EITTSKREFENN
Nú er komin enn ein ný TI tölva á
markaðinn. Sú nefnist „TI PS 4500
Thesaurus/Spell-Checker" eða samheita-
og stafsetningartölva og er einkum sniðin
að þörfum fólks sem notar ensku í störfum
sínum eða Ieik á hvaða sviði sem er. Tölv-
an er einungis gerð fyrir ensku og fæst í
flestum helstu tölvuverslunum. í minni
geymir hún 97 þúsund orð og 590 þúsund
samheiti.
Sé orð skrifað með hnöppunum, birtist
það í glugga tölvunnar. Sé það rétt stafað
birtist „OK" neðan við orðið í glugganum.
ORÐHUÓÐAN GETUR NÆGT
Það nægir að muna hvernig orð hljóm-
aði til þess að láta tölvuna sýna manni
hvernig það er rétt stafað. Dæmi: Settu
inn í tölvuna „fotograf" og hún mun sýna
þér að það er rétt stafað „Photograph".
35
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68