Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Frjįls verslun

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Frjįls verslun

						Innréttingar fyrir atvinnurekstur frá Electrolux
REKKAR FRÁ ELECTROLUX
Bflanaust tók fyrir nokkru við sölu-
umboði fyrir stálinnréttingar frá
sænsku Electrolux samsteypunni.
Electrolux er á meðal þekktustu
framleiðenda sérhæfðra innréttinga
fyrir varahluta- og vélaverslanir,
rekkakerfi fyrir birgðageymslur,
vöruskála og aðra starfsemi þar sem
rekkar þurfa að geta borið mikinn
þunga.
Electrolux framleiðir margar mis-
munandi gerðir innréttinga fyrir at-
vinnurekstur. Lagerrekkar eru t.d.
fáanlegir með mismunandi burðarþol,
frá léttum rekkum fyrir vefnaðarvöru
og upp í efnisrekka fyrir vélsmiðjur og
allt þar á milli.
Ný rafgeyma- og pústkerfadeild hjá
Bflanausti er t.d. búin Electrolux inn-
réttingum að öllu leyti auk þess sem
varahlutabirgðir fyrirtækisins eru
geymdar í tveggja hæða rekkakerfi
frá Electrolux.
Hjá Bflanausti starfar sérfróður
sölumaður sem m.a. gerir tilboð í
rekkakerfi.
HVAÐ ER SKJÁSIA?
Tölvurekstur hf. er fyrirtæki í
Reykjavík sem hefur verið að kynna
nýtt hjálpartæki fyrir þá sem vinna við
tölvur. Hér er um að ræða sk. skjásíu
en það er eins konar gluggi sem sett-
ur er framan við tölvuskjá. I gluggan-
um er gegnsætt efni sem er gætt
ákveðnum ljóstæknilegum eiginleik-
um auk þess sem það stöðvar rafseg-
ulgeislun frá tölvuskjám.
Ýmsar kenningar hafa verið uppi
um skaðleg áhrif rafsegulgeislunar á
þá sem vinna löngum stundum við
tölvur.    Vísindalegar   rannnsóknir,
sem fram hafa farið m.a. í Svíþjóð og
Bretlandi, munu ekkert hafa leitt í Ijós
sem sannar þessar kenningar fremur
en að seta framan við sjónvarpsskjá
geti verið skaðleg.
Hins vegar mun ekki fara á milli
mála að það sem veldur mælanlegum
ónotum og þreytu hjá tölvunotendum
er glýja frá skjá og speglun vegna
breytilegrar birtu í nánasta umhveríi
tölvu. Þegar sterkt ljós, t.d. sólar-
ljós, er ráðandi dofnar skjámynd
þannig að erfitt getur verið að greina
hluta hennar. Við slíkar aðstæður
reynir meira á þann sem vinnur við
tölvuna og hann þreytist mun meira.
Bandaríska fyrirtækið Polaroid
hefur þróað sérstakt efni sem er
byggt upp eins og marglaga gegnsæ
þynna. Þetta efni virkar eins og ljós-
gildra þegar það er sett framan við
tölvu- eða sjónvarpsskjá. Það stöðvar
utanaðkomandi ljós þannig að það
nær ekki að speglast frá skjánum.
Skjáglýja er þar með úr sögunni.
En Polaroid skjásían gerir meira en
að eyða glýju. Hún hefur svipaða ljós-
tæknilega verkun og sk. laxagler-
augu. Með laxagleraugum sér veiði-
maður langt niður í vatnið vegna þess
að þau útiloka speglun frá yfirborðinu.
Með Polaroid skjásíunni sér tölvunot-
andinn mun skýrari skjámynd, texti
verður t.d. jafn skýr hvort sem bjart
eða dimmt er umhverfis tölvuna.
Skjásían er auk þess jarðtengd og
virkar eins og rafskermur („Fara-
days-búr") og gegnir þannig þremur
hlutverkum: I fyrsta lagi hættir skjár-
inn að draga til sín rykagnir og um leið
að valda þeim óþægindum sem eru
sérstaklega næmir fyrir rafsegul-
sviði. I öðru lagi er þetta öryggisatr-
iði. I Bandaríkjunum búa s.k. einka-
spæjarar yfir sérstökum tækjabúnaði
sem gerir þeim kleift að lesa af tölvu-
skjám úr allt að 40 metra fjarlægð í
gegnum veggi. Þeir beita til þess
mjög næmum stefnuvirkum móttak-
ara, sem leitar uppi rafsegulsvið og
breytir segulbylgjum í stafrænan
kóða, þannig að hægt er að ná skjá-
myndinni á annan skjá, t.d. í bfl fyrir
utan banka eða aðra stofnun. Polaroid
skjásían minnkar útgeislun frá tölvu-
skjá um allt að 98%. Tækjavæddir
skúrkar hafa því ekki erindi sem erfiði
þegar hún er notuð. í þriðja lagi kem-
ur skjásían í veg fyrir að stöðuspenna
myndist með tilheyrandi neistaflutn-
ingi á milli manns og tölvu. Um leið er
38
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68