Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1992, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.01.1992, Blaðsíða 5
hættan á að missa út gögn vegna stöðuspennu verulega minni. Polaroid skjásían kostar frá 7.500 kr. og upp í 12.500 eftir stærð og gerð. Polaroid skjásíunni fylgja festingar sem gera kleift að nota hana á allar tegundir 10 -15 tomma skjáa. BÓK UM L0KA Það er óvenjulegt að skrifað sé um erlendar tæknihandbækur í íslensk tímarit en hér verður fjallað um mjög sérhæfða bók á ensku sem nefnist einfaldlega „The Valve Book“. Eins og nafnið bendir til §allar bókin ein- göngu um loka frá einum stærsta framleiðanda slíkra áhalda í Evrópu, finnska fyrirtækinu Neles-James- bury. Bókin fæst endurgjaldslaust. Hún er gefin út á ensku, frönsku, þýsku og spönsku og hana er hægt að panta með faxi til Ms. Pirjo Sparing, Editor - The Valve Book, Neles- Jamesbury Group, Helsinki, Finland. Fax: 90-358-0-758-4418. Fyrir tæknifræðinga.í framleiðslu- iðnaði er þessi bók náma upplýsinga um allt sem viðkemur flæðisstýringu vökva og lofttegunda. Bókin er 300 blaðsíður. Höfundar efnis eru 16, 10 Finnar, 5 Bandaríkjamenn og einn Spánverji. Kaflarnir eru 18 og er hverjum þeirra skipt niður með milli- fyrirsögnum sem jafnframt auðvelda uppslátt. Um 100 litmyndir, teikning- ar og gröf eru í bókinni. I bókinni er lýst tækniþróuninni í gerð loka, handvirkra sem sjálfvirkra, sérstakir kaflar fjalla um stýritækni, nýjustu tækni í sjálfvirkum stýritækj- um, umhljóðdeyfingu, umkostiharð- og mjúkmálma í lokasætum, um tær- ingu í lokum, um eldþol loka og stýri- tækja þeirra. Sérstakir kaflar eru um stafræna tækni við miðlun með lok- um. Þá eru í bókinni sérstakir kaflar þar sem fjallað er sérstaklega um loka og lokatækni í ákveðnum greinum iðnaðar, svo sem í pappírsiðnaði, olíu- og gasiðnaði, í efnaiðnaði og í orku- framleiðslu. Sem dæmi um notagildi bókarinnar má benda á ítarlega umfjöllun um hljóðmyndun og hljóðdeyfmgu í loka- Hótel Flúðir FUNDA' OG RÁÐSTEFNUSALIR. Sérbyggð gistiaðstaða í tengslum við Skjólborg, opið allt árið- Hverju herbergi fylgir sér bað og útisetlaug- Verið velkomin Hótel Flúðir Hrunamannahreppi (20 mín. keyrsla frá Selfossi) sími: 98-66630 39

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.