Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Frjįls verslun

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Frjįls verslun

						SAMGONGUR
Umræður um annað álver á Reykjanesskaga hafa m.a. vakið upp hugmyndir
um nauðsyn þess að tvöfalda Reykjanesbrautina. En fleira kemur til.
Nú hefur nýlega verið stofnað und-
irbúningsfélag til að ráðast í könnun á
hagkvæmni þess að ráðast sem fyrst í
tvöfóldun Reykjanesbrautar frá
Krísuvíkurvegi að Fitjum í Njarðvík.
Að þessu félagi standa fyrst og fremst
Verktakasamband íslands, Atvinnu-
þróunarfélag Suðurnesja og Lands-
bréf hf. Eins og kunnugt er hefur hug-
myndin um þetta mál verið kynnt op-
inberlega en í ljós hefur komið að
stjórnmálamenn eru mishrifnir af
þessu tiltæki. Það, sem vegur
þyngst, eru tiltölulega neikvæð við-
brögð Halldórs Blöndal samgöngu-
ráðherra við hugmyndinni og gerir
hann grein fyrir sinni afstöðu í viðtali í
þessu tölublaði Frjálsrar verslunar.
Ólafur G. Einarsson, menntamála-
ráðherra og fyrsti þingmaður Reykn-
esinga, er á sama máli og samgöngu-
ráðherra en hins vegar hafa bæði
Steingrímur Hermannsson, formaður
Framsóknarflokksins, og Ólafur
Ragnar Grímsson, formaður Alþýðu-
bandalagsins, lýst sig fylgjandi hug-
myndinni. En hvers vegna líta menn
til þessa kosts einmitt nú?
NÆSTU ALDAR BEÐIÐ?
Allir þeir, sem koma til og frá land-
inu með flugi, aka um Reykjanes-
brautina. Að auki er hún eina veg-
tengingin milli höfuðborgarsvæðisins
og Suðurnesja. Umsvif varnarliðsins
á Keflavíkurflugvelli skapa talsverða
umferð um brautina og verði af bygg-
ingu álvers á Keilisnesi mun hún auk-
ast verulega.
Skýrslur sýna að Reykjanesbraut
er einn hættulegasti vegur landsins.
Þar hefur orðið fjöldi slysa á liðnum
árum enda umferð gífurleg. Og þótt
„Skýrslur sýna að
Reykjanesbraut er einn
hættulegasti vegur landsins.
Þar hefur orðið fjöldi slysa á
liðnum árum enda umferð
gífurleg. Og þótt álíka margir
bílar fari um Suðurlandsveg, er
slysatíðni á Reykjanesbraut um
80% meiri."
álíka margir bflar fari um Suðurlands-
veg er slysatíðni á Reykjanesbraut
um 80% meiri. Meiðsl í slysum á
þessari braut eru einnig mjög tíð,
einkum þegar bílar aka út af. Sér-
fræðingar eru sammála um að tvö-
földun Reykjanesbrautar væri áhrifa-
rfkasta ráðið til að fækka þar slysum.
Spár Vegagerðarinnar um þróun
umferðar á Reykjanesbraut sýna að
hún mun mjög aukast á næstu árum.
Nú aka um 5000 bílar á sólarhring um
brautina á milli Krísuvíkurvegar og
Njarðvíkur. Með auknum ferðalögum
til útlanda, fólksfjölgun á Suðurnesj-
um og nýrri stóriðju á svæðinu er talið
að umferðin á þessum kafla muni tvö-
faldast á næstu 20 árum.
Af þessum sökum telur Vegagerð-
in ljóst að innan 10-15 ára verði tvö-
földun að hafa átt sér stað en að þeirri
framkvæmd megi seinka um 5 ár til
viðbótar ef ráðist verði í sértækar
aðgerðir, svo sem að lýsa öll helstu
gatnamót, gera framúrakstursreinar
með reglulegu millibili, setja upp betri
leiðarmerki við öll gatnamót og klæða
axlir með slitlagi í fullri breidd.
VEGGJALD 125 AR
Undirbúningsfélagið sem nú hefur
verið stofnað, telur ekki við það un-
andi að bíða eftir þessum samgöngu-
bótum í svo langan tíma eða allt fram á
næstu öld. Forgöngumenn félagsins
telja sig verða vara við mikinn áhuga
almennings á þessari framkvæmd og
að ekki sé verjandi að skella skolla-
eyrum við kröfum um úrbætur. En
menn gera sér einnig grein fyrir brýn-
um verkefnum í vegamálum annars
staðar á landinu og að fjármagn til
þess málaflokks er af skornum
skammti. Því vilja menn fá heimild til
að kanna áhuga á annars konar fjár-
mögnun en hingað til hefur tíðkast.
Önnur ástæða fyrir áhuga manna á
þessari leið varðandi tvöföldun
Reykjanesbrautar er sú kreppa sem
íslenskur verktakaiðnaður er í. Tæki
liggja vannýtt og atvinnuleysi að
skapast í greininni. Um leið telja fjár-
málamenn að hér á landi sé að finna
aðila sem vilji fjármagna slíka fram-
kvæmd af þeirri einföldu ástæðu að
hún sé fjárhagslega hagkvæm. Um
leið myndi þessi aðferð tryggja að
meira fé úr ríkissjóði væri til skipt-
anna á öðrum sviðum vegamála.
I fyrsta áfanga er reiknað með að
ýmsar rannsóknir fari fram svo og
tæknilegur undirbúningur, m.a.
hönnun vegarins, kostnaðarútreikn-
42
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68