Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Frjįls verslun

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Frjįls verslun

						EKKIA
DAGSKRÁ
SEGIR HALLDÓR
BLÖNDAL, SAMGÖNGU-
RÁÐHERRA
Þegar áhugamenn um tvö-
földun Reykjanesbrautar fóru
þess á leit við samgönguráð-
herra að hann heimilaði könn-
un á hagkvæmni þess að ráðist
yrði í verkið og það fjármagnað
með vegtolli komu viðbrögð
hans nokkuð á óvart. Lýsti
hann sig andsnúinn hugmynd-
inni af ýmsum ástæðum en lof-
aði þó að skoða málið nánar
áður en fullnaðarsvar yrði gef-
ið. Við spurðum HalMór Blönd-
al samgönguráðherra nánar út
í afstöðu hans:
„Tvöföldun Reykjanesbrautar
hefur lengi verið í skoðun hjá Vega-
gerðinni og m.a. var gerð sérstök
athugun á því hvort þyrfti að breikka
brautina ef kæmi til byggingar ál-
vers á Keilisnesi. Niðurstaða sér-
fræðinganna varð sú að það væri
ekki nauðsynlegt. Það hefur auk
þess verið gengið frá ákveðinni
forgangsröðun verkefna hjá Vega-
gerð ríkisins og þar kemur fram að
endurbætur á þessu samgöngu-
mannvirki eru langt frá því að vera
efstar á blaði. Það er þess vegna
skoðun mín að tvöföldun Reykjan-
esbrautar sé alls ekki tímabær og
önnur verkefní í vegamálum séu
mun brýnni."
Við spurðum Halldór hvers
vegna þessi framkvæmd þyrfti að
hafa áhrif á áætlanir Vegagerðarinn-
ar eða útgjöld ríkissjóðs til vegamála
þar sem hugmyndin væri að hlutafé-
lag annaðist fjármögnun verksins
með lánum og tolli af vegfarendum.
„Um þessa hugmynd er margt að
segja. Við erum stöðugt að fá tilboð
frá verktökum og skemmst er að
minnast þegar einn slíkur bauðst til
að leggja beinan og breiðan veg yfir
Sprengisand. Mín afstaða í þessu
máli er sú að vilji menn að ráðist
verði í þessa framkvæmd verði sú
ákvörðun að vera tekin á pólitískum
grundvelli. Við getum ekki hlaupið
eftir hugmyndum manna úti í bæ um
þessi mál. Þeir, sem þurfa að aka
um þjóðvegina úti á landi, vita að
víðar eru slysagildrur en á Reykjan-
esbraut. Einfaldar brýr og þröngir
vegir eru allt of algeng, að maður tali
nú ekki um fjallveginn á milli Norð-
urlands og Austurlands. Menn hafa
látið sig hafa það að bíða með þá
brýnu framkvæmd fram á næstu öld
og þegar svo er í pottinn búið er
erfitt að hleypa þessu verki fram
fyrir. Það má líka nefna afar brýna
framkvæmd við veginn neðan Forn-
ahvamms og þannig má lengi áfram
telja. Alls staðar bíða verkefnin og
við verðum að raða þeim í forgan-
gsröð í samræmi við ráð sérfræð-
inga sem best þekkja til í þessum
efnum."
Halldór Blöndal samgönguráð-
herra sagðist einnig trúa því að íbúar
Suðurnesja og aðrir þeir, sem
þyrftu að nýta sér Reykjanesbraut-
ina, ættu erfitt með að sætta sig við
skattheimtu á þeirri leið þar sem
þeir ættu ekki kost á öðrum leiðum
um svæðið. Á þessari hugmynd og
þeirri að leggja veggóng undir Hval-
fjörð væri grundvallarmunur þar
sem vegfarendur hefðu þar val um
að stytta sér leiðina og greiða veggj-
ald eða fara krókinn og spara sér
útgjöldin.
gefnum forsendum um umferð á 25
ára gjaldatímabili af veginum myndu
safnast um 220 milljónir króna í þenn-
an sjóð.
Eins og áður sagði stendur At-
vinnuþróunarfélag Suðurnesja að
þessari hugmynd um tvöföldun
Reykjanesbrautar ásamt fleiri aðilum.
Atvinnumál svæðisins eru mjög í
deiglunni um þessar mundir og brýnt
að bregðast sem allra fyrst við því
ófremdarástandi sem þar hefur verið
að skapast. Telja undirbúningsaðilar
augljóst að þessi framkvæmd myndi
styrkja verktakaiðnaðinn á þessu
svæði, veita talsverðum fjölda manna
atvinnu, nýta tæki og þekkingu fyrir-
tækjanna, sem nú eru vannýtt, auk
þess sem þessi samgöngubót myndi
verka sem vítamínsprauta á atvinnulíf
Reykjanesskagans þar sem ýmsir ný-
ir möguleikar í atvinnumálum kynnu
að skapast.
Loks er undirstrikað að verði af
byggingu álvers á Keilisnesi sé
skynsamlegra að ráðast í þessa fram-
kvæmd nú heldur en þurfa að gera
það þegar spenna er orðin á vinnu-
markaði samfara stórfelldum stór-
iðjuframkvæmdum.
LEiTUM NÝRRA LEIÐA!
Þótt bölsýni eigi ekki við um þessar
mundir fremur en endranær liggur
það engu að síður fyrir að framundan
er mikið atvinnuleysi á íslandi verði
ekkert að gert. í endurskoðaðri þjóð-
hagsspá er gert ráð fyrir að lands-
framleiðsla verði 4% minni í ár en hún
var í fyrra og að þjóðartekjur dragist
saman um hvorki meira né minna en
6%. Þetta stafar einkum af lækkun á
verði sjávarafurða, áls og kísiljárns.
Þjóðhagsstofnun reiknar með að
vegna minni umsvifa í þjóðarbúska-
pnum muni atvinnuleysi aukast úr
1.4% á síðasta ári í 2.6% á nýbyrjuðu
ári.
Hlutverk hagfræðinganna er að
meta horfurnar og spá um framtíðina.
Stjórnmálamannanna er að gera eitt-
hvað í málunum. Vinsælasta ráðið
hingað til er að fara dýpra í vasa skatt-
borgaranna og gera út á ríkissjóð til að
treysta undirstöður atvinnulífsins.
Slíkar leiðir eru fullreyndar auk þess
sem frekari álögur á almenning eru
siðlausar miðað við spár um allt að 6%
44
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68