Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Frjįls verslun

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Frjįls verslun

						UTLOND
SAGAN AF FALLIBCCIBANKANS:
STÓRA BANKAHNEYKSLIÐ
Hvar er hægt að koma mörg-
um minni hneykslismálum fyrir
í einu stóru? Sagan af falli Bank
of Commerce and Credit Int-
ernational (BCCI) er líklega um-
fangsmesta fjármálahneyksli
aldarinnar og teygir anga sína
til hátt í eitt hundrað landa. í
Bandaríkjunum hefur almenn-
ingur nánast gefist upp á að
fylgjast með málinu, enda eru
angar þess svo langir og pers-
ónurnar með slíkum ólíkindum
að engum skáldsagnahöfundi
hefði tekist að setja það saman.
Hér er stutt yfirlit yfir BCCI-
málið eins og það snýr að banda-
rískum viðskiptum og stjórn-
málum.
Það er rétt að byrja á að rifja upp
hvers konar fyrirbæri BCCI var og
er. Bankinn var stofnaður árið 1972 í
Pakistan. Stofnandi og aðaleigandi
var Agha Hasan Abedi, Pakistani sem
átti sér þann draum að stofna þriðja
heims banka sem stæði vestrænum
fjármálastofnunum ekki að baki. Hann
naut velvildar stjórnvalda víðs vegar í
Suður-Asíu og tók fljótlega upp veru-
leg viðskipti við auðuga Mið-Austur-
landabúa, olíufursta sem aðra. Áður
en yfir lauk var BCCI með útibú í 73
löndum og átti auk þess banka hér og
hvar, m.a. í Bandaríkjunum.
EKKIVENJULEGUR 8ANKI
En BCCI var aldrei neinn venjuleg-
ur banki. Umsvifin voru mikil og vöxt-
urinn ör en eigendur hans og stjórn-
endur virtust lítið kunna fyrir sér í
bankaviðskiptum og létu fjárhagslega
„heilsu" bankans iðulega víkja fyrir
pólitískum og persónulegum hags-
munum sínum. í reynd varð BCCI
eins konar sparibaukur fyrir fáa ein-
staklinga og fyrirtæki og sérhæfði sig
TEXTI: KARL BIRGISSON
46
í viðskiptum við spillta harðstjóra og
alþjóðlega glæpahringi. Seðlabanki
Englands leiðir getum að því að bank-
inn hafi aldrei skilað hagnaði og heild-
artap af rekstri hans getur numið allt
að 15 milljörðum Bandaríkjadala.
Meðal viðskiptavina bankans voru
eiturlyfjasalar frá Asíu og Suður-Am-
eríku, hryðjuverkasamtök Palestínu-
manna, ríkisstjórnir Pakistan, Saudi
Arabíu og flestra furstadæmanna við
Persaflóann, harðstjórar á borð við
Manuel Noriega, vopnasalar af ýms-
um þjóðernum og leyniþjónustur
Bandaríkjanna, Bretlands, Saudi Ara-
bíu og Pakistan, svo nokkur dæmi
séu tekin. Að auki var sérstök 1.500
manna deild undir stjórn bankans,
svokölluð Black Network, sem ann-
aðist    mútugreiðslur,    fjárkúganir,
mannrán og jafnvel morð.
Svona aukreitis við bankasvindlið
stofnaði Abedi ásamt öðrum árið 1979
Third World Foundation, samtök
sem veittu fé til heilsugæslu og
menntunar í fátækum löndum og
höfðu margs konar önnur áhrif til hins
góða í þriðja heiminum. I gegnum
þessi samtök og aðra góðgerðarstarf-
semi tókst Abedi einnig að rækta
sambönd við kunna vestræna stjórn-
málamenn á borð við Jimmy Carter og
James Callaghan.
LÍTILL BANKI í GEORGÍU
Upphaf umsvifa BCCI í Bandaríkj-
unum má rekja til ársins 1977. Fyrsti
fjárlaga- og hagsýslustjóri Jimmy Car-
ters, Bert Lance, hafði neyðst til að
segja af sér embætti vegna ólöglegra
bankaviðskipta sinna í Georgíu, þar
sem hann átti bankann National Bank
of Georgia. Lance var í fjárhags-
kröggum á þessum tíma en Abedi,
eigandi BCCI, sá sér leik á borði og
réð hann sem ráðgjafa í alþjóðabanka-
viðskiptum hjá BCCI. Abedi kynnti
Lance fyrir saudi-arabískum kaup-
sýslumanni, Ghaith Pharaon. Þeir
höfðu ekki þekkst lengi þegar Phara-
on bauðst til að kaupa National Bank
of Georgia af Lance á 22 milljónir
dala. Lance tók boðinu feginshendi,
en Pharaon var í þessu tilviki sem
öðrum síðar einungis nafn sem BCCI
notaði til að koma sér fyrir í banda-
rísku fjármálalífi.
STÓR BANKI í WASHINGTON
Næst sneri BCCI sér að banka í
höfuðborginni Washington og reyndi
að festa kaup á First American Bank
of Washington. Til þess þurfti leyfi
bandaríska Seðlabankans en BCCI
beitti fyrir sig sjö einstaklingum sem
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68