Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1992, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.01.1992, Blaðsíða 13
stofnuðu eignarhaldsfélag án þess að nafn BCCI kæmi þar nokkurs staðar nærri. Þeir fengu greiddar fyrir við- vikið, allt að 47 milljónum dala. Fulltrúi sjömenninganna, og sá sem sannfærði bandaríska Seðlaban- kann um að BCCI kæmi hvergi nærri þessum kaupum, var Clark CKfford, lögmaður í Washington. Clifford er enginn venjulegur lögmaður. Hann er nú á níræðisaldri og hefur verið náinn ráðgjafi bandarískra forseta allt frá Harry Truman til Jimmy Carters. Hann var m.a. varnarmálaráðherra í forsetatíð Lyndon Johnsons og er eins konar guðfaðir Demókrata- flokksins, vel virtur og ekki blettur á heiðri hans fram að þessu. Hann hafði m.a. tekið að sér að verja Bert Lance í málaferlunum sem urðu til þess að Lance sagði af sér í ríkisstjórn Car- ters. Clifford tókst að sannfæra Seðla- bankann um að BCCI ætti engan hlut að kaupunum á First American. Þetta er nú eitt af því sem gamli maðurinn þarf að svara fyrir enda virðist sem BCCI hafi haft veruleg áhrif á rekstur bankans og mannaráðningar upp frá þessu. Clifford segir að BCCI hafi platað sig og samstarfsmann sinn, Robert Altman en Clifford og Altman voru yfirmenn bankans þar til í ágúst á þessu ári að þeir sögðu af sér. Clifford og Altman eru ekki ýkja sannfærandi þegar þeir neita vitn- eskju um eignarhald BCCI á First American Bank. Þeir sóttu m.a. ár- lega fundi þar sem máttarstólpar BCCI í Bandríkjunum hittust til að fá yfirlit um umsvif sín í bandarískum fjármálum. A árunum 1986-87 fengu þeir félagar 18 milljóna dala lán frá BCCI til kaupa á hlutabréfum í First American. Hlutabréfm voru á óvenju- lega lágu verði á þessum tíma en ári seinna seldu Clifford og Altman hluta bréfanna fyrir 12 milljónir dala. Hreinn hagnaður af sölunni var tæpar tíu milljónir dala. Millifærslur á borð við þessar voru reyndar önnur sérgrein BCCI. Árið 1985, þegar greiðsluþrot blasti við bankanum, lánaði BCCI hluthöfum sínum fé til kaupa á hlutabréfum í bankanum á uppsprengdu verði. Með þessu móti tókst að láta líta svo út að nýtt fé kæmi inn í bankann en í reynd var um að ræða tilfærslu á innlánsfé. Innan BCCI starfaði einnig sérstök deild sem hafði það verkefni eitt að falsa skjöl um innlegg og lán sem aldrei voru til. Þess eru dæmi að allt að 750 reikningar voru notaðir til að fela tap á lánum til eins fyrirtækis; Gulf Group, sem var skipafélagsveldi með aðsetur í Pakistan. Tap vegna útlána til skipafélagsins var orðið svo mikið að bankinn sjálfur hefði orðið gjaldþrota ef upp hefði komist. En víkjum sögunni aftur til Georg- íu. BCCIKAUPIR BANKA AF SJÁLFUM SÉR Gaith Pharagon, sá sem var að nafninu til eigandi National Bank of Georgia, komst í fjárhagskröggur um miðjan síðasta áratug. Hann átti fyrir- tæki í sementsframleiðslu og öðru í Saudi Arabíu sem gengu illa og hann var kominn í vanskil með stór lán frá mörgum lánardrottnum. BCCI sá fram á að lánardrottnarnir myndu ganga að bankanum til að fá skuldir sínar greiddar. Það hefði í raun orðið tap BCCI og við svo búið mátti ekki standa. First American Bank of Washing- ton, sem BCCI átti með leynd og í trássi við lög, bauðst til að kaupa Na- tional Bank of Georgia fyrir tæpar 230 milljónir dala, ríflega tífalt meira en Pharaon hafði borgað Bert Lance fyrir bankann. National Bank of Georgia var illa staddur banki og hafði ekki skilað hagnaði lengi, svo að til- boðið vakti undrun meðal banka- manna í Georgíu. Að auki þurfti að breyta fylkislög- um Georgíu svo að kaupin gætu farið fram. Til að greiða fyrir lagabreyting- unni réð BCCI sér „lobbýista“ fyrir ríflega milljón dala til að hafa áhrif á fylkisþingmenn. Hann beitti beinum og óbeinum þrýstingi, sporslum og veisluhöldum og lagabreytingin rann í gegn um fylkisþingið nánast viðstöðu- laust. TOLLGÆSLAN REKSTÁMÚRA Bankaviðskiptin, sem lýst er hér að framan, blilma þegar litið er á dekkri hliðina á rekstri BCCI, þeirri sem laut að eiturlyfjasölu, vopnavið- skiptum og hryðjuverkastarfsemi. Bandarísk stjómvöld vissu af þessari starfsemi og létu hana afskiptalausa, eins og kom í ljós þegar þáverandi tollgæslustjóri Bandaríkjanna komst óvænt að því að BCCI stæði fyrir 47

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.