Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Frjįls verslun

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Frjįls verslun

						
VERÐBREFAVIÐSKIPTI
gjaldþrota banka í Kólumbíu og
breytti honum í peningaþvottavél
fyrir kólumbíska eiturlyfjasala, bank-
inn fjármagnaði kjarnorkuvopnaþróun
íPakistan, hryðjuverkamaðurinn Abu
Nidal átti þar eitt sinn hálfa milljón
dala á reikningi (stóran hluta þess í
formi tékka frá Kúvætfursta), bank-
inn starfrækti sveit þrjóta til að
þjarma að óþægilegum viðskiptavin-
um og svo mætti áfram telja.
Samtímis þessu öllu hélt aðaleig-
andinn, Agha Asan Abedi, uppi öðru
sjónarspili sem mannvinur og bjarg-
vættur fátæklinga í þriðja heiminum.
Auk þess að stofna Third World
Foundation, sem áður er nefnt, gaf
hann 8 milljónir dala til mannúðar- og
friðarstofnunar Carters forseta, sem
stofnuð var upp úr 1980. Hann var
stærsti fjárveitandinn til þessarar
stofnunar og fylgdi Carter víðs vegar
um heim til stuðnings mannúðar- og
þróunarmálum. Fyrrum sendiherra
Carters hjá Sameinuðu þjóðunum,
Andrew Young, þáði einnig laun frá
BCCI og rak fyrirtæki sem átti veru-
leg viðskipti við bankann.
Það eru því fáir sem sleppa með
óbeyglaða stuðara í þessari sögu og
margir sem óska þess að Seðlabanki
Englands hefði ekki tekið þá ákvörð-
un í júlí sl. að loka bankanum. í kjöl-
farið hafa fylgt málaferli, sakamál jafnt
sem minni mál af hálfu sparifjáreig-
enda, sem eiga eftir að endast lög-
fræðingum heimins lengi. Abedi er nú
fársjúkur og býr í Pakistan, en verður
að öllum líkindum ekki framseldur til
Bandarfkjanna til að svara til saka.
Nýr meirihlutaeigandi tók við bankan-
um fyrir tveimur árum, furstinn af
Abu Dhabi, sem á 77% bankans.
Hans verkefni verður að ganga frá
mörgum lausum endum í málinu og
greiða sparifjáreigendum það sem
dómstólar mæla fyrir um.
Furstinn er einn af auðugustu
mönnum heims og situr á miklum
olíubirgðum. Hann vissi af eðli og
starfsemi bankans fyrir margt löngu
og þarf nú að punga út olíupeningum
til þeirra sem sviknir voru. Hann hef-
ur vísað málinu til Einkamálaráðun-
eytisins í Abu Dhabi til meðferðar en
sú stofnun fer með fjármál furstafjöl-
skyldunnar.
FJARMÁLAHNEYKSLI
Á WALL STREET
Stærsta verðbréfafyrirtækið á
Wall Street, Salomon Brothers
Inc, er þessa dagana að jafna
sig eftir fjármálahneyksli sem
varð til þess að forstjóri og
stjórnarformaður fyrirtækisins
neyddust til að segja af sér. Yfir-
maður ríkisskuldabréfadeildar
fyrirtækisins á yfir höfði sér
margra ára fangelsisdóm fyrir
brot á lögum um kaup á ríkis-
skuldabréfum.
SKULDABREFASVINDL
Bandaríska Fjármálaráðuneytið
heldur mánaðarlega uppboð á rfkis-
skuldabréfum til að fjármagna krón-
ískan fjárlagahalla, sem nálgast þrjú
hundruð milljarða dala (2.000 millj-
arða króna) á þessu fjárlagaári. Þetta
er stór markaður og miklar fjárfúlgur
sem skipta um eigendur hverju sinni.
Til að einfalda viðskiptin gefur banda-
ríska ríkið út sérstakt leyfi til verð-
bréfafyrirtækja til að taka þátt í upp-
boðunum. Slíkt leyfi hafa nú um 40
TEXTI: KARL BIRGISSON
fyrirtæki og er Salomon Brothers
stærst þeirra.
Verðbréfafyrirtækin kaupa skulda-
bréfin sjálf eða í umboði viðskiptavina
sinna en reglur mæla fyrir um að
hvert fyrirtæki megi ekki festa kaup á
nema 35% bréfanna á hverju uppboði.
Þetta er gert til að koma í veg fyrir að
eitt fyrirtæki nái tangarhaldi á tiltek-
inni útgáfu og geti þannig ráðið end-
ursöluverði bréfanna.
Það voru þessar reglur sem yfir-
maður ríkisskuldabréfadeildar Salo-
mon Brothers, Paul Mozer, þver-
braut að yfirlögðu ráði. Hann notaði
nöfn viðskiptavina fyrirtækisins til að
bjóða í skuldabréfin og náði þannig til
sín stórum hluta útgáfunnar í trássi
við lóg. í einu tilfelli bauðst hann til að
lána þremur fyrirtækjum allt að 15
milljarða dala til kaupa á bréfum á einu
uppboði. Lánin áttu að vera með veði
í bréfunum sjálfum en tilboðinu var
hafnað.
í öðrum tilvikum notaði Mozer
nöfn viðskiptavina sinna án vitundar
þeirra til að bjóða í skuldabréf. Með
49
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68