Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1992, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.01.1992, Blaðsíða 15
VERÐBREFAVIÐSKIPTI FJÁRMÁLAHNEYKSU Á WALL STREET gjaldþrota banka í Kólumbíu og breytti honum í peningaþvottavél fyrir kólumbíska eiturlyfjasala, bank- inn fjármagnaði kjamorkuvopnaþróun í Pakistan, hryðjuverkamaðurinn Abu Nidal átti þar eitt sinn hálfa milljón dala á reikningi (stóran hluta þess í formi tékka frá Kúvætfursta), bank- inn starfrækti sveit þrjóta til að þjarma að óþægilegum viðskiptavin- um og svo mætti áfram telja. Samtímis þessu öllu hélt aðaleig- andinn, Agha Asan Abedi, uppi öðru sjónarspili sem mannvinur og bjarg- vættur fátæklinga í þriðja heiminum. Auk þess að stofna Third World Foundation, sem áður er nefnt, gaf hann 8 miUjónir dala til mannúðar- og friðarstofnunar Carters forseta, sem stofnuð var upp úr 1980. Hann var stærsti fjárveitandinn til þessarar stofnunar og fylgdi Carter víðs vegar um heim til stuðnings mannúðar- og þróunarmálum. Fyrrum sendiherra Carters hjá Sameinuðu þjóðunum, Andrew Young, þáði einnig laun frá BCCI og rak fyrirtæki sem átti veru- leg viðskipti við bankann. Það eru því fáir sem sleppa með óbeyglaða stuðara í þessari sögu og margir sem óska þess að Seðlabanki Englands hefði ekki tekið þá ákvörð- un í júlí sl. að loka bankanum. í kjöl- farið hafa fylgt málaferli, sakamál jafnt sem minni mál af hálfu sparifjáreig- enda, sem eiga eftir að endast lög- fræðingum heimins lengi. Abedi er nú fársjúkur og býr í Pakistan, en verður að öllum líkindum ekki framseldur til Bandaríkjanna til að svara til saka. Nýr meirihlutaeigandi tók við bankan- um fyrir tveimur árum, furstinn af Abu Dhabi, sem á 77% bankans. Hans verkefni verður að ganga frá mörgum lausum endum í málinu og greiða sparifjáreigendum það sem dómstólar mæla fyrir um. Furstinn er einn af auðugustu mönnum heims og situr á miklum olíubirgðum. Hann vissi af eðli og starfsemi bankans fyrir margt löngu og þarf nú að punga út olíupeningum til þeirra sem sviknir voru. Hann hef- ur vísað málinu til Einkamálaráðun- eytisins í Abu Dhabi til meðferðar en sú stofnun fer með fjármál furstafjöl- skyldunnar. Stærsta verðbréfafyrirtækið á Wall Street, Salomon Brothers Inc., er þessa dagana að jafna sig eftir fjármálahneyksli sem varð til þess að forstjóri og stjórnarformaður fyrirtækisins neyddust til að segja af sér. Yfir- maður ríkisskuldabréfadeildar fyrirtækisins á yfir höfði sér margra ára fangelsisdóm fyrir brot á lögum um kaup á ríkis- skuldabréfum. SKULDABRÉFASVINDL Bandaríska Fjármálaráðuneytið heldur mánaðarlega uppboð á ríkis- skuldabréfum til að fjármagna krón- ískan fjárlagahalla, sem nálgast þrjú hundruð milljarða dala (2.000 millj- arða króna) á þessu fjárlagaári. Þetta er stór markaður og miklar fjárfúlgur sem skipta um eigendur hverju sinni. Til að einfalda viðskiptin gefur banda- ríska ríkið út sérstakt leyfi til verð- bréfafyrirtækja til að taka þátt í upp- boðunum. Slíkt leyfi hafa nú urn 40 TEXTI: KARL BIRGISSON fyrirtæki og er Salomon Brothers stærst þeirra. Verðbréfafyrirtækin kaupa skulda- bréfin sjálf eða í umboði viðskiptavina sinna en reglur mæla fyrir um að hvert fyrirtæki megi ekki festa kaup á nema 35% bréfanna á hverju uppboði. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að eitt fyrirtæki nái tangarhaldi á tiltek- inni útgáfu og geti þannig ráðið end- ursöluverði bréfanna. Það voru þessar reglur sem yfir- maður ríkisskuldabréfadeildar Salo- mon Brothers, Paul Mozer, þver- braut að yfirlögðu ráði. Hann notaði nöfn viðskiptavina fyrirtækisins til að bjóða í skuldabréfin og náði þannig til sín stórum hluta útgáfunnar í trássi við lög. í einu tilfelli bauðst hann til að lána þremur fyrirtækjum allt að 15 milljarða dala til kaupa á bréfum á einu uppboði. Lánin áttu að vera með veði í bréfunum sjálfum en tilboðinu var hafnað. f öðrum tilvikum notaði Mozer nöfn viðskiptavina sinna án vitundar þeirra til að bjóða í skuldabréf. Með 49

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.