Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Frjįls verslun

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Frjįls verslun

						þessu móti tókst honum þrisvar á
einu ári að ná til s£n yfir 75% útgáfunn-
ar. Lengst gekk þessi iðja í maí á
þessu ári þegar Mozer keypti ákveð-
inn hluta bréfanna á uppboði fyrir ríf-
lega 12 milljarða. Bréfm voru svo boð-
in til endursölu nokkru seinna á upp-
sprengdu verði.
Það var í febrúar á þessu ári sem
bandaríska Fjármálaráðuneytið fór að
gruna að ekki væri allt með felldu. Þá
notaði Mozer nafn breska fyrirtækis-
ins S.G. Warburg PLC án vitundar
aðstandenda þess til kaupa á skuld-
bréfum. Svo óheppilega vildi til að
fulltrúi frá fyrirtækinu sjálfu var
staddur á þessu uppboði og bauð í
bréfin eins og ekkert væri sjálfsagð-
ara, enda vissu þeir Mozer ekki af
tilvist hvors annars. Fjármálaráðun-
eytinu þótti sýnt að Warburg hefði
keypt meira en 35% bréfanna og
sendi fyrirtækinu fyrirspurn bréflega.
Warburg spurðist svo fyrir um málið
hjá Mozer sem sagði að um tæknileg
mistök hefði verið að ræða og myndi
hann sjálfur útskýra málið fyrir Fjár-
málaráðuenytinu. Þetta var upphafið
að endalokunum og hafði í för með sér
að Mozer var rekinn og stjórnarfor-
maður Salomon Brothers, John Gut-
freund, og forstjóri þess, Thomas
Strauss, sögðu af sér.
LYGARAPÓKER
Skuldabréfasvindlið hjá Salomon
Brothers er aðeins nýjasta dæmið af
mörgum hneykslismálum á Wall
Street undanfarin ár. Margt hefur
verið sagt og skrifað um óskamm-
feilni og ábyrgðarleysi í bandaríska
fjármálaheiminum og bætir þetta ekki
úr skák. Þannig er sögð saga af því
þegar Paul Mozer ætlaði að gera ein-
um undirmanni sínum grikk með því
að gefa honum merki um að kaupa
skuldabréf. Þessi tilteknu bréf voru á
allt of háu verði og ætlaðist Mozer til
þess að undirmaðurinn „fattaði"
brandarann. Þetta gerðist hins vegar
í þeim hamagangi, sem einkennir oft
bandaríska verðbréfamiðlun, og af-
leiðingin varð sú að ungi maðurinn var
búinn að kaupa bréf fyrir 870 milljónir
dala áður en hægt var að stöðva hann.
Þessi saga er í stíl við það sem sagt
er frá í bók eftir ungan mann, Michael
Lewis, sem kom út fyrir tveimur ár-
um. Bókin segir frá tveggja ára veru
hans hjá Salomon Brothers og lýsir
þeim sérstaka heimi sem verðbréfa-
miðlarar lifa í — heimi græðgi og
stöðugrar áhættu þar sem miUjóna-
tugir geta unnist og tapast á nokkrum
sekúndum.
Bókin heitir Lygarapóker, Liar's
Poker, og heitir eftir sérstökum leik
sem vinsæll var hjá miðlurum fyrir-
tækisins. Leikurinn er í grófum drátt-
um þannig að þátttakendur, sem geta
verið tveir eða fleiri, sitja í hring og
halda eins dals seðli þétt að sér og
reyna að plata hver annan varðandi
það hvaða tölur séu á seðlinum. Einn
byrjar á því að „bjóða" t.d. þrjár sex-
ur, þ.e. aðþaðséua.m.k. þrjársexur
á öllum seðlunum í leiknum. Næsti
maður getur hækkað boðið, t.d. með
fjórum sexum eða þremur sjöum, eða
hafnað boðinu. Þannig heldur leikur-
inn áfram þar til allir þátttakendurnir
hafa hafnað boði eins manns. Þá eru
seðlarnir sýndir og þá kemur í ljós
hver var að plata hvern og hver tók
mestu áhættuna. Leikurinn er spegil-
mynd þess, sem gerist við miðlara-
borðið, þar sem „blöff", áhætta,
skilningur á hegðun andstæðingsins
og hrein heppni geta ráðið úrslitum
um milljónaviðskipti.
Lewis lýsir í bók sinni atviki þar
sem áðurnefndur stjórnarformaður,
John Gutfreund, gengur að einum
besta verðbréfamiðlara fyrirtækis-
ins, John Meriwether, og segir
stundarhátt: „Eitt spil, ein milljón
undir, ekkert væl." Gutfreund var að
bjóða Meriwether í tveggja manna
lygarapóker með eina milljón dala að
veði og fororð um að sá, sem tapaði,
erfði það ekki við hinn. Meriwether
var frægur pókerspilari og gat ekki
neitað stjórnarformanninum en hann
hafði heldur ekki efni á að tapa milljón
dölum. Hann hugsaði sig um stundar-
korn, mat áhættuna og ákvað að
„blöffa": „Nei, John, þá er eins gott
að spila fyrir alvörupeninga. Tíu millj-
ónir undir. Ekkert væl."
Stjórnarformaðurinn beit á jaxlinn,
hafnaði boðinu og kreisti fram bros:
„Þú ert klikkaður," sagði hann. Nei,
hugsaði Meriwether með sér, ég
kann bara mitt fag.
50
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68