Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1992, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.01.1992, Blaðsíða 19
almannatengsl og markaðsrannsókn- ir.“ VIUITIL AÐ TAKA ÁHÆTTU Hvemig er skipulagi og uppbygg- ingu hjá Q8 háttað? „Olíuiðnaðurinn hefur nokkuð sér- stakan strúktúr. OPEC ríkin svoköll- uðu voru lengst af nánast eingöngu í því sem í greininni er kallað „UP- STREAM“, þ.e.a.s. framleiðslan og salan á hráefninu sem slíku. Síðan eru það olíufélögin sem kaupa hráefnið og markaðssetja vöruna eftir sínu höfði. Árið 1983 ákvað Kuwait Petroleum Intemational (KPI) að snúa sér að „DOWNSTREAM" hluta olíumark- aðarins sem var alger stefnubreyting frá því sem var. Þeir byrjuðu í Hol- landi, Belgíu og Luxemburg og hafa aðallega snúið sér að Evrópu, t.d. Danmörku, Svíþjóð, Englandi, Ítalíu og nú síðast Ungverjalandi. Þá hafa þeir byrjað umsvif í Thailandi en SA- Asía auk A-Evrópu eru mjög spenn- andi vettvangur fyrir fyrirtæki eins og KPI sem er ungt og í örum vexti. Höfuðstöðvamar eru í London en sjálfstæði dótturfyrirtækjanna er mjög mikið.“ Hver er munurinn á að starfa hjá Q8 annarsvegar og Esso hinsvegar? „Það er nánast eins og' svart og hvítt, hvort með sínum hætti. Hjá Esso var allt í föstum skorðum og í rauninni fátt sem kom á óvart frá degi til dags. Stjómunarstíllinn hjá Q8 er kominn frá Kuwaitmönnum og ein- kennist af miklum krafti og vilja til að taka áhættu. Mikil áhersla er lögð á að ná því besta út úr fólki og starfs- menn eiga að koma fram með hug- myndir. Það er síðan okkar yfirmann- anna að vega og meta hvort þær séu einhvers virði. Slagorð fyrirtækisins er „Vi gpr idé til virkelighed“ og það er ekki innantómt hjal heldur horn- steinn í okkar starfsmannapólitík. Að þessu leyti erum við sér á báti hér í Danmörku. Þá er mjög áberandi að Q8 er aka- demískt þenkjandi fyrirtæki. Ef okk- ur líst vel á verkefni hjá nemum í viðskipta- og hagfræði þá reynum við að aðstoða þá eftir mætti. Við erum hinsvegar gróðafyrirtæki en ekki góðgerðarstofnun og höfum auðvitað þurft að láta fólk fara. Við Bo Gjetting er aðalframkvæmdastjóri Q8 í Danmörku og hann segir Margréti gegna afar mikilvægu hlutverki hjá fyrirtækinu. MARGRET GEGNIR MIKIL- VÆGU HLUTVERKIHJÁ 08 - SEGIR BO GJETTING, FRAMKVÆMDASTJÓRIQ8 í DANMÖRKU Bo Gjetting hefur verið aðal- framkvæmdastjóri hjá Q8 í Danmörku frá 1986. Áður var hann framkvæmdastjóri Gulf Oil í Svíþjóð og Danmörku en hann hefur starfað nær alla tíð innan olíuiðnaðarins frá því hann lauk námi. Bo Gjetting er 46 ára gamall, verkfræðingur að mennt auk þess sem hann er með MBA próf frá þeim fræga INSEAD skóla í París. „Ég réði Margréti í stöðu starfs- mannaframkvæmdastjóra hjá Q8 1986 og er það með gáfulegri mannaráðningum sem ég hef staðið að. Það skipti mig engu máli hvort hún væri íslendingur eða Dani. Við horfum eingöngu á hæfni viðkom- andi og það dugir alveg sem skýring þegar frami Margrétar er skoðaður. Það hefði frekar getað háð henni að hún er kona en hún fumst mér vera dæmi um konu sem sýnir að ffafni og fjölskyldulíf getur vel farið sam- an. Margrét hefur gegnt mjög mikil- vægu hlutverld innan fyrirtækisins og það sem er kannski hennar styrkur er hversu víðfeðmt svið starfsvettvangur hennar hefur spannað. Hún hefur verið ábyrg fyrir útfærslu á starfsmannapólitík Q8 og er það ekkert lítið mál. Þá hefur hún unnið mikið með upplýs- inga- og tölvumál fyrirtækisins sem er grundvallaratriði í rekstri stór- fyrirtækja í dag. Ekki síst hefur hún starfað mikið með samruna fyrir- tækja og „Corporate Culture“ þátt- imi og við erum mjög stoltir yfir því hvað margir aðilar í danska atvinnu- lífinu hafa fengið hana til liðs við sig til að fjalla um samruna fyrirtækja. Því er fjarri að hún hafi aðeins starf- að við „mýkri“ hliðarnar í rekstrin- um eins og konur lenda oft í. Ég vona að við hjá Q8 í Danmörku njótum krafta hennar áfram en ég yrði ekki undrandi þótt frami hennar verði enn meiri og þá alveg eins erlendis," segir aðalframkvæmda- stjóri Q8 Danmark A/S, Bo Gjett- ing, að lokum. 53

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.