Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Frjįls verslun

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Frjįls verslun

						keppnin aukist svo mikið að nú er
næstum hægt að tala um að hún sé
blóðug. í fyrsta lagi hefur notkun fjar-
hitunar til íbúðarhúsa aukist gríðar-
lega og framboð á olíu vaxið mikið á
meðan. Svarið við því hefur verið að
þjóna þeim betur sem eru og auka
framboðið á olíu- og bensínvörum,
s.s. blýlausu bensíni, léttri dísilolíu
o.s.frv. Þá hafa kröfur til olíufélaga
vegna umhverfismála aukist mikið og
talsvert verið lagt í að hreinsa upp
gamlar syndir.
Danir eru mjög framarlega í um-
hverfisvernd og það eru strangar
reglur í gildi hér varðandi þau mál.
Það er öruggt að þetta verður mikil-
vægasta verkefnið, sem við þurfum
að glíma við á næstu árum í öllum
hinum vestræna heimi, að ég tali nú
ekki um A-Evrópu sem er verr farin
en menn halda almennt. Q8 hefur
verið leiðandi í þróun á tilraunum með
bíó-tekníska hreinsun á jarðefnum við
bensínstöðvar sem lofa góðu. Segja
má að Q8 leitist við að vera góður
granni.
Varðandi yfirtöku nýrra orkugjafa
er það svo að ákveðin notkun á olíu er
þannig að erfitt er að finna stað-
kvæmdarvöru, t.d. í fluginu. Talið er
að bensínsala aukist um 1% á ári á
næstu 10 árum og flutningar á landi
aukist gífurlega. Við fylgjumst vel
með nýjungunum á þessu sviði enda
skiptir þetta framtíð fyrirtækisins
höfuðmáli."
SPURNING UM SKIPULAGNINGU
Hvernig líst þér á ástandið á ís-
lenskum olíumarkaði?
„Þótt ég hafi mikið samband við
ísland þá hef ég ekki svo mikla skoð-
un á honum. Þó er alveg ljóst að með
forstjóraskiptum hjá Shell og Esso
auk allra þeirra samfélagsbreytinga í
heiminum, sem snerta þennan mark-
að, þá munu eiga sér stað talsverðar
breytingar frá því sem við þekkjum.
Annarsvegar er það hvort gefa eigi
viðskipti með öllu frjáls, sem nú verð-
ur eflaust ofan á, og hinsvegar spurn-
ingin um mengunarþáttinn en mig
grunar að við íslendingar höfum alls
ekki hugað að þeim þætti nægilega
vel. Síðan er það spurning hvaða
stefnu olíufélögin ætla að taka — vilji
þau hafa bein áhrif á samfélagið — og
Höfuðstöðvar Q8 í Danmörku eru í Virum fyrir norðan Kaupmannahöfn.
hvaða siðferðilegu skyldur þau telja
sig hafa. Þarna koma inn sérstakar
	
^^^   ^_	
	'^
	<~jf
KUWAIT PETROLEUM DANMARK A/S Dótturfyi irtæki Kuwait Petroleum International og heyrir undir móð-urfyrirtækið sem hefur aðsetur í London. VELTA: Um 100 milljarðar íkr. STARFSMENN: 4000, þar af 1700 fastir. FJÖLDI BENSÍNSTÖÐVA: Rúmlega 600. MARKAÐSHLUTDEILD:   20%   (sú mesta í Danmörku). STJÓRNARFORMAÐUR:   Nader   H. Sultan. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Bo Gjetting. Margrét    Guðmundsdóttir    situr bæði íframkvæmdastjórn og stjóru fyrirtækisins. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Virum fyrir norðan  Kaupmanna-höfn.	
íslenskar aðstæður, s.s. tillit til dreif-
býlis, smæð þjóðfélagsins o.s.frv.
Allavega verður spennandi að fylgjast
með þessari þróun. Ég mun örugg-
lega koma til með að gera það."
Það er bankað á hurðina og Mar-
grét biðst afsökunar og segist verða
að sinna þessu verkefni. Danskan
hennar er lýtalaus og það er ekki oft
sem maður verður vitni að svona
hárfínum línudansi, ákveðni og kurt-
eisi. Samtalið er stutt en vandamálið
er leyst.
Að lokum Margrét. Það sést á
skreytingum og myndum hér á skrif-
stofunni að þú átt 2 börn. Hvernig er
hægt að sameina umönnun fjölskyld-
unnar og svona krefjandi starf?
„Þetta er spurning um skipulagn-
ingu. Við Lúðvíg erum bæði í erfiðu
starfi og þetta væri vonlaust ef ekki
væri unnið eftir nokkuð stífu plani. Ef
það koma upp vandamál þá verður
hreinlega að leysa þau," bætir Mar-
grét við og brosir.
Hefurðu einhver ráð til kvenfólks
sem treystir sér ekki út í ábyrgðar-
stöður vegna heimilisaðstæðna.
„Minn boðskapur á mun meira er-
indi til þeirra ungu kvenna sem fljót-
lega koma út á vinnumarkaðinn. Berj-
ist fyrir betri dagvistunarmöguleikum
og einsetnum skólum, því ef maður er
öruggur með börnin sín þá eru tæki-
færin mörg og mest undir manni sjálf-
um komið hversu langt maður nær."
55
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68