Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Frjįls verslun

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Frjįls verslun

						BREF FRA UTGEFANDA
HIÐ OPINBERAI
SAMKEPPNIVIÐ
EINKAREKSTURINN
Að undanförnu hefur sala á eigum og rekstri
Skipaútgerðar ríkisins töluvert verið í sviðsljósinu.
Skipaútgerðin er eitt af þeim nátttröllum ríkis-
rekstrarins sem hefur verið þungt á fóðrum og tími
til kominn að dagi uppi. Rekstri fyrirtækisins hefur
verið haldið gangandi með framlögum úr ríkissjóði
ár eftir ár og hefur þar ekki verið um neinar smá-
upphæðir að ræða. Þótt ýmislegt hafi verið gert til
þess að hagræða í rekstri fyrirtækisins og árangur
náðst á því sviði hefur það engan veginn nægt til og
það bendir óneitanlega til þess að rekstrargrund-
völlur sé ekki fyrir hendi. En áfram hefur þó verið
haldið í skjóli þess að þjónusta fyrirtækisins við
hinar dreifðu byggðir landsins sé nauðsyn. Nú verð-
ur mjög spennandi að fylgjast með því hvort sú þjón-
usta eigi nokkuð eftir að versna þótt annar aðili taki
við rekstri fyrirtækisins.
Eitt af fyrirheitunum þegar núverandi ríkisstjórn
var mynduð var að dregið yrði úr ríkisrekstri og að
ríkisfyrirtæki yrðu seld. Ráðherrar Sjálfstæðis-
flokksins fóru til að mynda inn í ríkisstjórnina með
það veganesti frá landsfundi flokks síns að a.m.k.
hluti rekstrar Ríkisútvarpsins yrði seldur. Til þessa
hefur ekki borið mikið á aðgerðum stjórnarinnar til
þess að efna fyrirheitin en vel má vera að það orsak-
ist fremur af því að önnur verkefni hafa verið ærin
en af því að viljann skorti. Dæmið um Skipaútgerð
ríkisins ætti þó að renna stoðum undir frekari að-
gerðir á þessum vettvangi.
Það mætti nefna fjölmörg dæmi um ríkisrekin
fyrirtæki sem ætla má að væru jafn vel eða betur
komin hjá einkaaðilum. Gildir þar einu þótt fyrir-
tækin skili ríkissjóði einhverjum arði beint eða
óbeint. Engin ástæða er til þess að ætla að tekjur
ríkissjóðs af þessum rekstri myndu minnka þótt
fyrirtækin yrðu seld. Má nefna sem dæmi Póst og
síma, Ríkisútvarpið, Vegagerð ríkisins og Áfengis-
og tóbaksverslun ríkisins. Það er til að mynda al-
kunna hversu það fjármagn, sem varið er til vega-
gerðar, hefur nýst betur eftir að Vegagerð ríkisins
fór að bjóða einstök verkefni út. Það sætir raunar
furðu hve skammt er síðan að sú stefna var tekin
upp hjá þeirri stofnun. Ætla má líka að unnt væri að
flýta verulega fyrir ákveðnum framkvæmdum, t.d. í
vegagerð og samgöngumálum, fengju einkaaðilar
tækifæri til þess að ráðast í framkvæmdir á eigin
spýtur og innheimta síðan gjald fyrir þjónustu sína.
Dæmi um slíkar framkvæmdir gætu verið bæði
Hvalfjarðargöng og tvöföldun Reykjanesbrautar
sem hvoru tveggja eru mjög hagkvæmar og arðgef-
andi framkvæmdir.
En það er ekki bara ríkisvaldið sem vasast of
mikið í rekstri. Þáttur sveitarfélaga í þessum efnum
hefur farið sívaxandi á undanförnum árum og sum
stærri sveitarfélögin eru að verða stærstu atvinnu-
rekendur á landinu. Það voru orð í tíma töluð hjá
Júlíusi Hafstein, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík, þegar hann kvað upp úr um það á
dögunum að tími væri kominn til þess að Reykjavík-
urborg stigi á bremsurnar í þessum efnum. Það er
má til dæmis segja að það sé algjörlega óeðlilegt að
Reykjavíkurborg sé með viðamikinn veitingahúsa-
rekstur í harðri samkeppni við einkaaðila á mark-
aðnum. Má benda á viðtöl sem Frjáls verslun átti
við þá feðga Þorvald Guðmundsson og Skúla Þor-
valdsson og birtist í síðasta blaði en þar kom glögg-
lega fram hversu ójafn leikurinn getur orðið þegar
opinberir aðilar eru í samkeppni við einkaaðila.
Það, sem þar er sagt, á í raun við fjölmargt annað
þar sem hið opinbera er beinlínis að keppa við
einkareksturinn.
iaamM (juiaaimíP^'
66
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68