Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1995, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.02.1995, Blaðsíða 18
UPPLÝSINGATÆKNI INTERNETIÐ ER SJÓÐANDIHEITT Brennandi áhugi er nú á Internetinu. Vart koma tveir menn saman í kokteil- boðum ánþess að ræða netið. En gagnastþað fyrirtækjum eins og afer látið? □ átt er meira rætt þegar tölvur ber á góma en Intemetið, fjölþjóða upplýsinganet sem komið hef- ur af stað byltingu í tölvusamskiptum. Nær engin takmörk eru fyrir því hvaða upplýsingar má nálgast og senda frá sér með aðgangi að Intemetinu. Hefðbundin landamæri þurrkast út og vegalengdir hverfa. Intemetið gerir það að verkum að samskipti við tölvu- eigendur í Ástralíu ganga jafn auðveldlega fyrir sig og verið væri að tala við mann í næsta herbergi. Með Intemetinu sparast bæði tími og fyrirhöfn og, sem ekki skiptir minna máli, umtalsverðir peningar. Allt sem þarf er einkatölva, sem sífellt fleiri eiga og em til staðar í nánast öllum fyrir- tækjum, og mótald sem tengir tölvuna við símalínu og aftur við milljónir einkatölva, fyrirtæki og upplýsingabanka um heim allan. Upphafið að Internetinu má rekja til Pentagons, höfuð- stöðva Bandaríska hersins. Árið 1969 kom varnarmála- ráðuneytið upp tölvuneti sem skyldi vera samskiptamiðill ef kæmi til stórátaka. Ef ein tölva dytti úr netinu héldi það eftir sem áður áfram að virka. Þetta netkerfi varð fljótlega að háskólaverkefni í Bandaríkjunum og dreifðist síðan jafnt og þétt til annarra landa á áttunda og níunda áratugnum. En þótt Internetið sé 26 ára gamalt og hafi í raun verið til hér á landi frá 1986 var það ekki fyrr en í ársbyrjun 1994 að hinn almenni tölvunotandi komst í samband við Internetið. Þá varð upphafið að þeirri netsprengingu sem dynur á meðal íslenskra tölvunotenda. í dag er talið að 5-6 þúsund tölvunotendur hér á landi hafi aðgang að Intemetinu. Fyrir sjö árum voru þeir einungis tíu. Virkir notendur em nú rúmlega 3 þúsund. Ef litið er til heimsins er talið að um 50 milljónir tölva séu tengdar Intemetinu. Flytja má allar tegundir upplýsinga um netið en þar eru bragð og lykt þó eðlilega undanskilin. Notagildi þess eru nær engin takmörk sett. Hver sem er getur sent og móttekið skila- MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON „Með jafn lítilli fyrirhöfn og tengingu við Internetið fá fyrirtæki og einstaklingar aðgang að öllum mörkuðum heimsins. “ — Róbert Bjarnason, Miðheimum boð hvaðan sem er á hnettinum, pantað og selt, fengið upplýsingar um samgöngur á landi, sjó og í lofti, fengið upplýsingar um gengi gjaldmiðla og verðbréfa, farið inn í gagnabanka af ýmsu tagi, bókasöfn, dagblöð, tímarit, sent gögn í prentsmiðjur, pantað mat og svo mætti lengi telja. Notagildið ætti að vera augljóst fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum og einstaklinga, eins og námsfólk. HEIMASÍÐUR En hvað þarf til að komast í samband við Intemet? Það þarf aðgang að einkatölvu, mótald og sérstakt forrit. Mælt er með mótaldi sem er a.m.k. 14.400 bita en slík mótöld má fá fyrir minna en 20 þúsund krónur. Öflugri mótöld, 28.800 bita, eru komin á markað en em töluvert dýrari en hin. Forritið Mosaic hefur tryggt, myndrænt notenda- viðmót á Intemetinu en nú hefur forritið Netscape leyst það af hólmi. Ætli viðkomandi að ná í lifandi myndir eða hljóð, t.d. tónlist, um Intemetið er ráðlegt að hafa hljóð- kort í tölvunni, gott skjákort sem tryggir góða myndupp- lausn. Síðan þarf að komast í samband við fyrirtæki sem miðlað getur tengingu við Internetið og selur áskrift að netinu. Þessum fyrirtækjum fer ört fjölgandi. Auk Mið- heima má nefna Nýherja, Menn og mýs, Skímu, Streng, íslenska menntanetið, Margmiðlun og Netverja. Fyrirtæki og einstaklingar geta komið sér upp svoköll- uðum heimasíðum á Internetinu en þær eru andlit viðkom- andi út á við á netinu og virka sem inngangur að þeim upplýsingum sem viðkomandi aðili vill koma á framfæri. Hver heimasíða hefur sitt númer sem notendur Internetsins kalla fram og fá á sinn tölvuskjá. Með heimasíðunum hefur leið notandans að upplýsingun- um verið stytt. í stað þess að skrifa langan slóða potar notandinn bendlin- um á skjánum í tiltekna reiti og smell- ir. Heimasíða Miðheima hf. er gott dæmi um þetta. Veraldarvefurinn eða World Wide 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.