Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Frjįls verslun

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Frjįls verslun

						inuml7. júníífyrra. Meðansvoer sjá

þjónustuaðilar Internetsins ekki fram

á að erlendum fyrirtækjum muni

þykja ýkja fýsilegt að tengjast íslandi í

viðskiptalegum tilgangi. Til þess sé

sambandið enn of lélegt. Vonast er til

að Póstur og sími hleypi Internetsam-

bandinu um sínar öflugur línur og

breyti gjaldskrárstefnu sinni sem

miðar við að tölvusamband sé jafn

þungt og talsamband, þótt reyndin sé

allt önnur, tölvusambandinu í hag. Þá

fyrst verði sprenging í notkun Intern-

etsins í viðskiptalegum tilgangi

Miðheimar hf

AÐGANGUR AÐ ÖLLUM

MÖRKUÐUM HEIMS

Hér á landi fór Internetið verulega að teygja möskva

sína yfir landið við stofnun Miðheima hf. sem eru til húsa í

Tæknigarði á Háskólalóðinni. Þá komst hinn almenni

tölvunotandi á íslandi fyrst í samband við umheiminn, þó

auðvitað hafi „tölvufríkin" löngu verið komin í samband við

Internetið.

Miðheimar er leiðandi fyrirtæki þar sem Internetið er

annars vegar. í mánaðargjaldi er innifalin einnar klukku-

stunda notkun á Internetinu á dag. Sé sá klukkutími ekki

nýttur dettur hann dauður niður. Þetta er gert, að sögn

Miðheimamanna, til að dreifa álaginu um heldur afkastalitl-

ar símalínur Pósts og síma úr landinu. Með stofngjaldinu

fylgja tveir disklingar með Netscape-forritinu og íslenskur

leiðbeiningabæklingur. Viðkomandi fær einnig notenda-

nafn og númer, svokallað netfang sem er eins og heimilis-

fang á Internetinu.

Um 300 fyrirtæki eru tengd Internetinu um Miðheima í

dag og nokkur þúsund einstaklingar. Dag hvern bætast

nýir Internetsnotendur í hópinn en þar á bæ eru skráðar

um 90 þúsund Internetsheimsóknir á viku.

„Fyrirtæki nota Internetið gjarnan til að kynna sig og

ganga þá skrefi lengra en með hefðbundnum auglýsingum.

Þau geta notað Internetið í stað hefðbundinna kynningar-

bæklinga og þá notfært sér tvíátta samskiptamöguleika

við viðskiptavinina. Fyrirtækin hanna þá sínar eigin heima-

síður, til dæmis með merki fyrirtækisins og þeim vöru-

merkjum sem það vill kynna. Hins vegar sjáum við um að

koma hönnuðum heimasíðum í það form sem tækt er á

Internetinu," segir Róbert Bjarnason hjá Miðheimum.

Róbert segir Internetið opna leið fyrirtækja að viðskipt-

um um víða veröld. „Með jafn lítilli fyrirhöfn og tengingu

við Internetið fá fyrirtæki og einstaklingar aðgang að öllum

mörkuðum heimsins. Sem dæmi um umfang viðskiptanna

á Internetinu og þróunina má nefna að í Bandaríkjunum

voru seldar vörur fyrir um 3 milljónir dollara 1993. í fyrra

hafði þessi tala hins vegar hundraðfaldast, var komin í 300

milljónir dollara."

„Hefðum við þurft að fara

hefðbundna pappírsleið í

dreifingu hugbúnaðarins

hefðum við ekki haft efni

á að standa íþessu." —

Friðrik Skúlason sem

rekur samnefnt fyrirtæki

Eimskiþ

ÞJÓNUSTU-

UPPLÝSINGAR

INTERNET

Eimskip hefur þegar tengst Inter-

netinu. Með því að kalla fram heima-

síðu Eimskips má nálgast ýmsar þjón-

ustuupplýsingar eins og heimilisföng

umboðsmanna heima og erlendis og

upplýsingar um flutningskostnað, til

dæmis fyrir námsmenn sem eru að

flytja heim frá útlöndum. Hjá kynningardeild Eimskips

fengust þær upplýsingar að þeir væru með sérstaka

fyrirspurnasíðu fyrir tölvupóst. Talsverð notkun væri á

síðum Eimskips en viðskiptavinir félagsins væru að byrja

að átta sig á möguleikum Internetsins.

„Menn eru ánægðir með þennan möguleika en þurfa

smátíma til að átta sig á þessum nýja möguleika í samskipt-

um við okkur. Það er ekki svo margir af okkar viðskipta-

vinum tengdir Internetinu ennþá en það verður væntan-

lega sprenging á því sviði," sagði Kristján Jóhannsson hjá

markaðsdeild Eimskips.

Markadurinn

Þau tengja þig Internetinu

- og þjónusta þaö fyrír þig

1. Skíma hf.

2.  Miðheimar hf.

3. Menn og mýs hf.

4.  Nýherji hf.

5. Margmiðliun hf.

6. Netverjar hf.

7. Strengur

8. íslenska menntanetið hf.

9. SURIS

(samtök upplýsinganetsrannsókna

á íslandi. Tengir en þjónustar ekki)

Friðrik Skúlason

ÚTFLUTNINGUR ÁN

SKRIFFINNSKU

Friðrik Skúlason rekur samnefnt fyrirtæki sem sérhæf-

ir sig í gerð hugbúnaðar, dreifmgu hans og sölu. Friðrik

21

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
62-63
62-63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68