Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Frjįls verslun

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Frjįls verslun

						FORSIÐUGREIN

ritið út úr kú. Þetta leiðir enn og aftur

í ljós hvað mikilvægt er að hafa hug-

myndina einfalda og að í henni felist

skýr skilaboð.

HVAÐ EF FÓLK FÆR LEIÐ

Á GRÍNPffiTTI ÞEIRRA?

En hvað með hættuna á að hluti

fólks fái leið á föstum grínþætti þeirra

félaga á Stöð 2 og að það geti skaðað

þá auglýsingaherferð sem einhver

þeirra tekur þátt í á sama tíma? Þarna

er pyttur og augljós áhætta. Og þetta

á ekki aðeins við um þá félaga heldur

alla leikara almennt sem mikið eru í

sviðsljósinu. Hvað með leikara sem

leikur á einu leikári stór hlutverk í

mörgum leikritum? Hvað ef leikritin

fá lélega dóma og falla í grýttan jarð-

veg hjá almenningi? Það fylgir því viss

áhætta að nota slfkan leik-

ara í auglýsingaherferð á

sama tíma. Meira að segja

er vart gott fyrir leikara að

vera í fleiri en einu aðal-

hlutverki í leikriti í leikhúsi

yfir veturinn, hversu góður

sem hann kann annars að

vera. Leikhúsgestir geta

líka fengið nóg af sama

leikaranum sem er í mörg-

um stykkjum.

Hættan á ofnotkun leik-

í  auglýsingum  leiðir

af þekktum, fyndnum auglýsingum

með þeim félögum sem og öðrum

leikurum eins og Bessa Bjarnasyni,

Árna Tryggvasyni, Magnúsi Ólafs-

syni og fleirum. Hver man ekki eftir

gervi Ladda um landbúnaðarráðu-

nautinn sem notaður var til að auglýsa

landbúnaðarsýningu í Laugardalshöll

fyrir um tíu árum? Hann fór hamför-

um í algeru gríni í röð sjónvarpsaug-

lýsinga um sýninguna og þær virk-

uðu, höfðu áhrif. Grínið komst til

skila. Hugmyndin var einföld og góð.

Irnynd sýningarinnar var gleði og

gaman; skemmtun.

SVALA-BARINN MEST SÝNDA

SJÓNVARPSAUGLÝSINGIN

Mest sýnda sjónvarpsauglýsing á

íslandi mun vera Svala-barinn frá Sól

Öllum geðjast vel að fyndnum

auglýsingum. Auglýsingafólkl finnst

gaman að framleiða þær. Auglýsendur

hafa gaman afað birta þær. Neytendur

og áhorfendur elska að horfa á þær.

Það er bara einn hængur á og hann er

ekki svo lítill. Sú hætta er fyrir hendi

að fólk hlæi að brandaranum en

gleymi vörunni sem verið er að

auglýsa.

ara

hugann að mikilvægi mark-

aðsrannsókna við gerð auglýsinga.

Gera þyrfti reglulega kannanir og

rannsóknir á vinsældum þeirra innan

ákveðinna mark- og aldurshópa. Ef

Laddi nýtur til dæmis mikilla vinsælda

hjá aldurshópi, sem verið er að ná til

með auglýsingunni, skiptir ekki svo

miklu máli hvort eldra fólk sé búið að

fá leið á honum.

LEITAO TIL ÞEIRRA

AFTUR OG AFTUR

Raunar segir það kannski alla sög-

una að markaðs- og auglýsingamenn

leita svo oft til þeirra félaga sem raun

ber vitni. Reynslan af þeim hlýtur ein-

faldlega að vera góð. Auglýsingar

með þeim hljóta að selja, sé handritið

gott og skilaboðin í auglýsingunni

skýr.

Hægt væri að telja upp langan lista

hf. Davíð Scheving Thorsteinsson,

fyrrum framkvæmdastjóri Sólar, hik-

aði ekki við að sýna hana í um 8 til 10

ár. Auglýsingin gekk út á að HLH-

flokkurinn; Laddi, Björgvin Halldórs-

son og Haraldur Sigurðsson, komu

askvaðandi inn á bar, klæddir sem

leðurjakkatöffarar, og drukku og

sungu um drykkinn Svala. Þarna fór

saman fyndni, hljóðfæraleikur og

söngur. Auglýsinginvirkaði, fólkfékk

ekki leið á henni þótt leikarnir væru

allan tímann tíðir gestir á skjánum

vegna annarra verkefna.

Stóra spurningin, sem auglýsandi

spyr sig, er hvort fyndin auglýsing sé

við hæfi þeirrar vöru sem hann fram-

leiðir. Yfírleitt er mikil kímni ekki talin

vænleg ef auglýsa á bankaþjónustu,

tryggingar og aðra þá þjónustu sem

byggir á trausti. En athugið, í auglýs-

ingum eru engar algildar og heilagar

reglur til um það hvernig auglýsingar

eigi að vera, hvað sé leyfilegt og hvað

ekki. Þær þumalputtareglur, sem

auglýsendur setja sér, byggjast frem-

ur á reynslu af fyrri auglýsingum og

auglýsingaherferðum. Af reynslunni

má læra um það hvað gangi og hvað

ekki.

„IMENNINGUNNI"

Samvinnutryggingar, nú Vátrygg-

ingafélag Islands, sýndu fyrir um átta

árum nokkrar auglýsingar með Sig-

urði Sigurjónssyni sem urðu marg-

verðlaunaðar fyrir frumleika og fleira.

Auglýsingarnar fengu verðlaun á há-

tíð norrænna auglýsingamanna. Yfir-

skrift auglýsinganna var „I menning-

unni". Sigurður sat í leikhúsi, var í

menningunni, þegar hugleiðingar

hans um tjón og tryggingar

byrjuðu. í þessum auglýs-

ingum fór saman kímni og

alvara.

Saga    sjónvarpsauglýs-

inga á íslandi er ekki löng

—  ekki fremur en saga ís-

lenska sjónvarpsins sem

hóf útsendingar fyrir tæp-

um þrjátíu árum. Eitt fyrir-

tæki hóf snemma að bregða

fyrir sig fyndni og gríni í

sjónvarpsauglýsingum og

hefur haldið því áfram síðan

—    með fáeinum undan-

tekningum. Þetta er Happdrætti Há-

skóla íslands.

Þeir Bessi Bjarnason og Árni

Tryggvason voru þekktir í auglýsing-

unum í mörg ár. („Það er bara

svona".) Síðan var Sigurður Sigur-

jónsson notaður um nokkurn tíma

(baðkarið og sportbfllinn) . Laddi var

notaður fyrir nokkrum árum í skaf-

miðaauglýsingum. Og þetta árið var

hann valinn til að auglýsa sjálft happ-

drættið (vinningaþjónustan — gæti

verið þú). Samhliða fyndnum auglýs-

ingum hefur happdrættið auglýst

vinningshlutföll, vinningslíkur og

starf Háskólans sem happdrættið

fjármagnar að liluta.

HAPPDRÆTTIHÁSKÓLANS

KEYRIR Á FYNDNINNI

ímynd auglýsinga Happdrættis Há-

36

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
62-63
62-63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68