Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1995, Blaðsíða 38

Frjáls verslun - 01.02.1995, Blaðsíða 38
um sínum, og þar er hættan enn meiri á ofnotkun. Þetta eru til dæmis þekktir íþrótta- og tónlistarmenn. Fólk sem skarar fram úr á sínu sviði. Nærtækasta dæmið um slíkan mann er Magnús Scheving, Evrópumeist- ari í þolfimi og handhafi titilisins íþróttamaður árins. Magnús hefur verið notaður tals- vert í sjónvarpsauglýsingum, sér- staklega auglýsingum um hreysti og heilsu. Munurinn á honum og lands- liðinu í spaugi er sá að hann kemur alltaf fram í eigin persónu en ekki í gervum. Fyrir vikið getur hann — og annað fólk sem fengið er til að auglýsa vegna þess að það skarar fram úr á einhverju sviði — orðið brothættari en leikaramir ef vinsældir hans dvína skyndilega. Hætta á ofnotkun er miklu meiri en hjá leikurum. Tökum Magnús Schev- ing áfram sem dæmi. Hann drekkur mjólk í auglýsingu vegna þess að hún er holl. Hann gengur um í ákveðinni tegund íþróttafatnaðar til að auglýsa það merki. ímynd hans er hollusta og hreysti. En hvað ætti auglýsandi mjólkur að gera ef Magnús tæki skyndilega upp á því að auglýsa súkkulaði eða eitthvað allt annað sem ekki er tengt hollustu? Hann yrði væntanlega að hætta að nota hann. Magnús Scheving, Evrópumeistari í þolfimi og íþróttamaður ársins, er vin- sæll í auglýsingum. Hætta á ofnotkun er miklu meiri hjá fólki, sem kemur fram í eigin persónu, en leikurum. skólans eru löngu orðin sú að þær eigi að vera fyndnar. Sú var tíðin að fólk var farið að bíða eftir þeim á milli jóla og nýárs. Þær voru skemmtun. Þess má geta að það var Ólafur Stephen- sen markaðsráðgjafi sem hratt þess- um auglýsingum af stað á sínum tíma en hann var þá einn af eigendum aug- lýsingastofunnar Argus sem séð hef- ur um auglýsingar fyrir Happdrætti Háskólans frá upphafi. Hallur Leópoldsson, fram- kvæmdastjóri Argus, segir að lífs- gleði, léttleiki og gaman séu enn í fyrirrúmi í auglýsingum Happdrættis Háskólans vegna þess að það gefist best. Þegar aðrar aðferðir hafi verið notaðar, eingöngu auglýst á alvarlegu nótunum, hafi árangurinn orðið minni. Hann segir að það sjáist ein- faldlega munur sé ekki notaður húmor. MAGNÚS SCHEVING En það eru fleiri en þekktir atvinnuleikarar, sem auglýsendur nota í auglýsing- FÓLK í EIGIN PERSÓNU MIKLU FYRR OFNOTAÐ Þetta sýnir að fólk, sem fengið er í auglýsingar í eigin persónu, verður ofnotað langt á undan leikurum. Auð- vitað getur það ekki unnið fyrir keppi- nauta á sama sviði heldur eru líka aug- ljósar takmarkanir á að þetta fólk færi sig á milli sviða — auglýsi mjólk í dag en sælgæti á morgun. Lokaorðin eru stutt og einföld. Á að nota fyndni í auglýsingum? Já, ef hún bakk- ar skilaboðin upp. Áréttar þau. Hamrar skilaboðin inn í hugi fólks. Fyndni, ein og sér, selur hins vegar ekkert. Á að nota fyndni í auglýsingum? Já, ef hún bakkar skilaboðin upp. Áréttar þau. Hamrar þau inn í hugi fólks. Fyndni, ein og sér, selur hins vegar ekkert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.