Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Frjįls verslun

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Frjįls verslun

						Yfirmaður í landbúnaðarráðuneyti þarf að hafa samskipti við bændur. Væri hann
uppstrílaður myndu þeir halda að hann hefði ekki hundsvit á þvísem hann væri að
segja. Það fer nefnilega eftir starfsvettvangi stjórnandans hvernig hann klæðir sig.
Stjórnendur þurfa að sýna hlutleysi gagnvart viðskiptavinum sínum.
Viðskiptavinirnir mega ekki hafa það á tilfinningunni að horft sé niður til þeirra.
ur breyst svolítið þannig að konur eru
farnar að hugsa um hvernig þær geti
kallað fram það besta í sjálfum sér,
verið í réttum litum miðað við karlana
og verið kvenlegar. Konurnar eru að
uppgötva að þær þora að vera þær
sjálfar og eru farnar að trúa því að þær
komist áfram með því að vera konur."
Margar ungar konur halda að þær
virki eldri ef þær klæðast dröktum.
Þær geta samt sem áður verið sport-
legar; það fer bara eftir því hvernig
draktir þær velja. „íslendingar þurfa
að vanda sig við efnisval," segir
Anna. „Fólk ætti að velja vandaðan
fatnað. Efnið í
hvernig hún fer
kona          getur
gengið í drakt ef
hún velur sér
rétta sniðið. En
hún getur líka al-
gjörlega klúðrað
því ef hún fer í
silkitopp eða
silkiblússu; þá
lítur hún út fyrir
að vera eldri."
flíkinni ræður því
á konunni. Tvítug
andi." Með draktinni passar að vera í
skóm með þriggja til fimm sentímetra
háum hælum. „Það er viðeigandi að
vera í skóm með hælum, sérstaklega
ef konan er í pilsi, vegna þess að þá
verða fótleggirnir fallegri. Það er hins
vegar mjög erfitt að vera á háum hæl-
um allan daginn þannig að það væri
sniðugt að hafa með sér í vinnuna skó
til skiptanna."
Þegar kona sem forstjóri færi á
kvöldfund, væri tilvalið að vera í silk-
iskyrtu eða fallegum silkitoppi. „Hún
yrði að gæta þess að vera ekki of
fiegin og draga athyglina að brjóstlín-
unni. Hún gæti verið í sömu draktinni
og fyrr um daginn og notað þá kannski
gyllt belti, hærri
VIRÐULEIKINN
OFARÖLLU
Kona, sem er
forstjóri fjár-
málafyrirtækis,
þarf að eiga að
minnsta kosti
þrjár draktir.
Tvær þyrftu að vera í náttúrulitum en
ein í sterkari lit. í henni gæti hún farið
út á kvöldin. Hún þyrfti að eiga fimm
skyrtur; tilvalið væri að tvær væru úr
silki, ein úr einhverju grófu efni og
svo væri gott að eiga tvær sem ekki
þyrfti að strauja. Auk þess þarf kona
sem forstjóri að eiga nokkra hálsklúta
til að nota við draktirnar. „Það er tek-
ið meira mark á henni ef hún er virðu-
leg í útliti," segir Anna.
„Hún  verður  meira  traustvekj-
Allur fatnaður á myndunum
er islenskur. Jakkar og
dragtir eru frá fyrirtækinu
FASA, einum stærsta
íslenska fataframleið-
andanum. Skyrtur er frá
fyrirtækinu KOTRA sem er
eina fyrirtækið á íslandi sem
framleiðir kvenskyrtur og
blússur. Gleraugun eru frá
GLERAUGNA VERSLUNINNII
MJÓDD sem er með
einkaumboð fyrir Airtitan
gleraugu.
skó, áberandi
eyrnalokka eða
hálsfesti. Hún
gæti jafnvei farið
í fallegan kjól."
Anna telur að
kona, sem væri
útibússtjóri í
banka, ætti að
fylgja heildinni ef
starfsfólkið
klæddist sér-
stökum starfs-
mannabúningi.
Á Alþingi
ættu konur ekki
að ganga í peys-
um eða skærlit-
um jökkum. Al-
þingi býður upp á virðulegan stfl og
Anna segir að tilvalið sé að ganga í
dökkbláum, gráum eða dökkleitum
fötum. „Það hentar ekki að vera í
skærlitum jökkum vegna þess að þá
sker konan sig úr. Konur á Alþingi
eiga ekki um marga kosti að velja
þegar kemur að fatavali. Það er
draktin sem er númer eitt. Konur
geta svo valið mismunandi snið og
efni og geta þess vegna verið mjög
sportlegar og látlausar. Þær þurfa
ekki að virka stífar þó þær velji drakt-
ir."
Þær konur, sem eru yfirmenn á
vegum leikskóla, eiga að velja sér
sportlegan fatnað. „Þær eiga að velja
sér sportlegar draktir og þær þurfa
auk þess að eiga blússur, pils og staka
jakka. Svo geta þær notað fíngerðar
peysur og boli en þær þurfa að nota
sterkari liti en forstjóri fjármálafyrir-
tækisins. Það er vegna þess að bjarta
liti á að nota þegar börn eru annars
vegar."
SNYRTIMENNSKA NAUÐSYNLEG
Eins og aðrar konur verða feitlagn-
ar konur að gera sér grein fyrir því
hverjir séu bestu hlutir þeirra og
leggja áherslu á þá. Þær verða einnig
að velja fatnað sem liggur laus. Ef
kona er með breiðar fætur á hún að
nota mattar sokkabuxur. Hún ætti að
vera í hlutlausum skóm því annars
myndu allir taka eftir fótleggjunum.
„Feitlagin kona verður að passa
upp á að vera í réttum undirfötum
vegna þess að konur sýnast grennri
ef þær ganga í teygjuundirfötum. En
aðalatriðið er samt sem áður að kon-
unni líði vel. Hún þarf að finna sér sinn
eigin stíl. Ef feitlagin kona er með
mjótt mitti getur hún verið í aðskorn-
um kjól sem liggur laus." Tvfhnepptir
jakkar fara ekki öllum konum vel. Það
eru helst háar, beinvaxnar og grannar
konur eða konur sem eru breiðar að
ofan en grannar að neðan sem bera
svoleiðis jakka.
íslenskar konur líta oft til Frakk-
lands þegar kemur að vali á snyrtivör-
um. Anna bendir á að þar sé megin-
landsloftslag og mikil mengun þannig
að íslenskar konur eigi að snyrta sig
öðruvísi. Konur í Frakklandi þurfa að
snyrta sig meira en kynsystur þeirra
á íslandi. „Hér á landi er meiri kuldi
en í Frakklandi og loftið er mjög tært
þannig að íslenskar konur þurfa öðru-
56
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
62-63
62-63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68