Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1995, Blaðsíða 59

Frjáls verslun - 01.02.1995, Blaðsíða 59
ERLEND VEITINGAHUS LA RAMEAUDIERE Best varðveitta leyndarmálið í Lúxemborg Sigmar B. Hauksson skrifar reglulega um þekkta erlenda businessveitinga- staði í Frjálsa verslun. ú fer sá tími í hönd að fólk í viðskiptum fer að fara á vöru- sýningar erlendis. Vörusýn- ingar af ýmsu tagi verða æ mikilvæg- ari. Þar kynnast menn ýmsum nýj- ungum og koma sér upp viðskiptasamböndum. Líklegast er á enga þjóð hallað þótt fullyrt sé að hvergi séu haldnar eins vand- aðar og vel skipulagðar vöru- sýningar og í Þýskalandi. Stundum er erfitt að fá góða gistingu nálægt þeim stöðum, þar sem stórar vöru- sýningar eru haldnar, og oft er sú gisting, sem í boði er, mjög dýr. Margir íslenskir kaupsýslumenn hafa því grip- ið til þess ráðs að fljúga til Lúxemborgar og taka þar bílaleigubíl og aka áleiðis til þeirrar borgar í Þýskalandi þar sem sú vörusýning er sem heimsækja á. Kjörið er að gista á leiðinni, t.d. í um klukkutíma fjarlægð frá vöru- sýningunni. Eins og áður hefur verið bent á hér f þessum pistlum er vel til fundið að gista fyrstu nóttina í Lúxemborg eða síð- ustu nóttina, áður en farið er heim á leið. í Lúxemborg er fjöldi góðra veitingastaða. Frönsk mat- reiðsluhefð er ríkjandi í Lúxemborg en sagt er að skammtarnir séu þýskir en verðið belgískt. í stuttu máli, góð- ur matur og vel útilátinn á hagstæðu verði. Þá er rétt að benda á að á veitinga- húsum í Lúxemborg er yfirleitt gott firamboð af góðum vínum, aðallega frönskum, og eru jpau yfirleitt ódýrari en í Frakklandi. I miðborg Lúxem- borgar eru ekki margir úrvalsveit- ingastaðir. Flestir bestu veitinga- staðirnir eru í þorpum víðs vegar um landið. Þess ber að geta að Lúxemborg er ekki stórt land, það er svipað að stærð og Reykjanesskaginn. Fyrir ferðamenn, sem ekki eru kunnugir í Lúxemborg, getur því verið snúið að finna góðan veitingastað. Eitt af bestu veitingahúsum Lúx- emborgar er LA RAMEALFDIERE. Sumir segja að þessi veitingastaður Tími vörusýninga erlendis fer nú í hönd. Eitt af bestu veitingahúsum Lúxemborgar er La Rameaudiere. Sumir segja að það sé best varðveitta leyndarmál Lúxemborgar. Veitingastaðurinn er í litlu þorpi, Ell- ange, skammt frá frönsku landamærunum. sé best varðveitta leyndarmál Lúx- emborgar. Veitingastaðurinn er í litlu þorpi, ELLANGE, sem er skammt frá frönsku landamærunum. Veit- ingastaðurinn eða réttara sagt hjónin, sem eiga staðinn, hann er matreiðslu- meistari og hún yfirþjónn, gera ekk- ert í að kynna staðinn, hann er aðeins í símaskránni. Þrátt fyrir það er LA RAMEAUDIERE ávallt þétt setinn og erfitt að fá þar borð. Sælkerar Lúxemborgar og nágrannalandanna vita um staðinn og það nægir eigend- unum. Á aðalmatseðlinum eru 38 réttir og á hverju kvöldi er sérstakur sérrétta- seðill. Meðalverð forrétta er um 1200 krónur. Meðalverð fiskrétta er um 2.400 krónur, kjötrétta 2.500 krónur og eftirrétta um 700 krónur. Miðað við gæði matar og þjónustu er verðið mjög gott. Meðal forrétta, sem hægt er að mæla með, er humar lasagna og af fiskréttunum er humar og sand- hverfu ragout eða nokkurs konar pottréttur með undursam- legri sósu frábær réttur. Af kjötréttunum er hægt að mæla með lambafile með hvítlauks- og basilsoði, and- abrjóstum með vínedikssósu og kanínu með trufflu safa. Eftirréttimir eru allir veru- lega góðir, t.d. súkkulaði mósaík og ferskir ávextir með heimagerðum vanilluís. Vínl- istinn er haganlega samansett- ur og mörg úrvalsvín í boði. Eins og áður sagði er ekki hlaupið að því að finna þetta góða veitingahús en það er skammt frá smábænum MONDORF. Og munið að nauðsynlegt er að panta borð. Ef þið eigið leið um Lúxemborg, lesendur góðir, og hyggist eiga þar kvöldst- und þá verðið þið ekki svikin af því að eiga kvöldstund á LA RAMEAUDIERE. LA RAMEDEAUDIERE ELLANGE - GARE 10 RUE DE LA GARE SÍMI 661063. 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.