Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1995, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.05.1995, Blaðsíða 44
FJARMAL Lífeyrissjóðir eru gildandi fjárfestar: AD VERA EÐA VERA EKKI? Lífeyrissjóðir eiga um 4,2 milljaróa í hlutabréfum. En eigaþeir að vera, eba vera ekki, í stjórnum hlutafélaga? Þaó er stóra spurningin Þegar enska leikritaskáldið Willam Shakespeare lét eina söguhetju sína, Hamlet, segja setninguna: „Að vera eða vera ekki? Það er spumingin," var hann ekki að hugsa um setu íslenskra lífeyrissjóða í stjórnum fyrirtækja. Þessi orð eiga samt afar vel við þegar fjallað er um þetta við- fangsefni sem oft brennur heitt á mönnum í viðskiptalífinu. Þannig hefur reynt á þetta mál á aðalfundum íslandsbanka á undanfömum árum. Lífeyrissjóðir á íslandi hafa gert sig mjög gildandi í fjárfestingum á hlutabréfamarkaðnum. Þeir eiga samtals um 4,2 milljarða í íslenskum fyrirtækjum í formi hluta- bréfa. Sem betur fer. Það vantar fé í fyrirtæki. Jafnframt er ljóst að lífeyrissjóðirnir verða enn sterkari fjárfestar á íslenska hlutabréfamarkaðnum á næstu árum. Þeir eru helsta uppspretta spamaðar í íslensku atvinnulífi. Af 4,2 milljarða hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna er hlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna langstærstur eða um 1,2 milljarðar króna. Næstur kemur Samvinnulífeyrissjóður- inn með um 500 milljónir og Lífeyrisjóður Austurlands með um 400 milljónir. Afgangurinn skiptist á milli margra lífeyrissjóða. AÐVERAEÐAVERA EKKI? Hin klassíska spurning er hvort lífeyrissjóðir, sem eru fjöldaeign og ekki í eigu neins eins aðila, eigi þá að eiga fulltrúa í stjómum hlutafélaga og skipta sér almennt af stjórnarkjöri í félögunum. Og þyki það eðlilegt að þeir eigi fulltrúa í stjórnum félaga, hverjir eiga það þá að vera og hvernig á að velja þá? Á það að vera starfsmaður? Almennur sjóðsfélagi? Stjómarmaður í sjóðnum? Eða óháður kunnáttumaður í fjármálum og viðskiptum? Valið er ekki sjálfgefið. En vilji menn að lífeyrissjóður sé sem mest óháður viðkomandi hlutafélagi væri líklega einfaldast að velja einhvern óháðan kunnáttumann til að setjast í stjóm hlutafélagsins. Það skiptir vissulega máli hvaða fulltrúar lífeyrissjóð- anna veljast í stjórnir hlutafélaga. Þeir eru nefnilega ekki persónulegir eigendur hlutafjárins heldur gæslumenn TEXTI: IÓN G. HAUKSSON MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON þess fyrir allan þann fjölda sem stendur á bak við líf- eyrissjóðina. FJÁRMAGNIFYLGIR RÉTTUR TIL VALDA Grundvallarreglan í kapítalísku þjóðfélagi er að fjár- magni fylgi réttur til valda. Svo einfalt er það. Út frá þeirri reglu er réttur lífeyrissjóða og hlutabréfasjóða, svo- SJÓNARMIÐ SJÓÐANNA Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verslunar- manna, segir að afskiptaleysi af stjórnum hlutafélaga sé meginreglan. Aðstæður og eignarhlutur sjósins geti hins vegar kallað á afskipti. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.