Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1995, Blaðsíða 50

Frjáls verslun - 01.10.1995, Blaðsíða 50
STARFSMANNAMAL UPPSÖGN FYRIR DÓMSTÓLA Málarekstur fyrir dómstólum vegna starfsloka er ekki mjög algengur hér á landi. Erlendis er algengara að háttsettir stjórnendur, sem reknir eru á stundinni þrátt fyrir að þeir hafi ekkert gert af sér, fari í mál vegna aðferðarinnar. Þeir fá þá dæmdar eins konar miskabætur þar sem aðferðin, ein og sér, er talin skaða mannorð þeirra og skerða möguleika þeirra á að komast fljótt í vinnu annars staðar. að er ekkert við það að athuga að menn skipti um störf en ég hefði kosið að starfslok mín hjá samtökunum bæri að með öðrum hætti. Þessi orð voru höfð eftir Magnúsi E. Finnsyni í DV í september skömmu eftir að honum hafði verið sagt upp störfum sem framkvæmda- stjóra Kaupmannasamtakanna eftir meira en 20 ára starf. í frétt blaðsins sagði að Magnús hefði orðið að víkja af skrifstofu sinni og fengi ekki að koma þar meir. Til að tryggja það var skipt um lás á skrifstofunni um leið og Magnús hafði yfirgefið húsið, jafnvel þótt hann ætti þar tölvuert af dóti. Haft var eftir formanni Kaupmanna- samtakanna að vegna skipulagsbreyt- inga hefði Magnúsi áður verið gefinn kostur á að segja upp stöfum. Hann hefði hins vegar neitað og þá verið umfsvifalaust rekinn. Burtséð frá ástæðunum hefur brottrekstur Magnúsar vakið marga til umhugsunar um það hvemig staðið sé að starfslokum á íslandi. Ekki ein- ungis hvemig hagsmunir bæði vinnu- veitandans og starfsmannsins séu best tryggðir, heldur hvemig menn beri sig yfirleitt að við slíkar kring- umstæður. Hvort menn komist frá uppsögninni með sæmilegri reisn, sérstaklega ef þeir hafa helgað fyrir- tæki eða samtökum starfskrafta sína í áratugi. I þessu samhengi þykir ekki síður áhugavert hvað bundið hefur verið í ráðningasamninga manna um starfslok. Þar kennir ýmissa grasa. Það sem lýst var hér að ofan hefur gjaman verið kennt við hina banda- rísku aðferð. Þar er brottrekstur starfsmanna, lágt sem hátt settra, nær daglegt brauð. Margir þekkja ef- laust senur úr bíómyndum eða sjón- varpsþáttum, sem eiga sér væntan- lega einhverja stoð í veruleikanum, þar sem viðkomandi er beðinn um hreinsa skrifborðið sitt fyrir hádegi og koma sér út undir eftirliti öryggis- varða. Þar er ekki óalgengt að menn í toppstöðum tryggi sig með feitum starfslokasamningum enda vitað að þeir sitja laust og em umsvifalaust reknir ef ekki gengur eins og vonir stóðu til. í samtölum við menn í viðskiptalíf- inu hér á landi hefur verið getið um uppsagnir sem líkjast þessum. Þó ekki séu öryggisverðimir til staðar getur harkan verið sú sama eða jafn- vel meiri. Þannig varð starfsmaður reykvísks fyrirtækis, sem ekki er vit- að til að hafi brotið af sér, fyrir því á dögunum að vera rekinn undir hávær- um öskmm yfirmanns síns sem lét hreinsa borð hans að samstarfsmönn- unum ásjáandi. En þar réðu persónu- leiki og aðferðir yfirmannsins kannski meiru um framgang mála en yfirleitt er raunin hér á landi þar sem mýkri aðferðir og formfastari eru oftar en ekki ráðandi. Með undantekningum þó, eins og dæmið hér fremst sýnir. FEITIR STARFSLOKASAMNINGAR En uppsagnir komast ekki einungis í fréttirnar vegna harkalegra aðferða við framkvæmd þeirra. Undanfarin ár hafa nokkrar uppsagnir átt sér stað í íslenskum viðskiptaheimi sem orðið hafa tilefni mikilla umræðna - og sögu- sagna af ýmsu tagi. Þær eru alveg hinum megin á skalanum; uppsagnir þar sem viðkomandi starfsmaður hef- ur gert sérstakan starfslokasamning við vinnuveitanda sinn og ber, fljótt á litið, töluvert úr býtum. Eitt þekktasta dæmið um slíkt er líklega þegar Jón H. Bergs hætti sem forstjóri Sláturfélags Suðurlands í apríl 1988. Fjórum árum áður hafði AMERÍSKA Harkalegar uppsagnir, par sem stjórnendur eru látnir takapokai MYNDIR: BRAGI Þ. JÓSEFSSON 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.