Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fregnir

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fregnir

						-4-

NORDINFO RÁÐSTEFNAÁ HANK0. NOREGI, 12.-15. ÁGÚST

1991

Dagana 12.-15. ágúst var haldin í Noregi ráðstefna/námstefna

undir heitinu: NORDINFO-PROSJEKTET KLASSIFIKASJON OG

INDEKSERING. Fór hún fram á eynni Hanko á Oslóarfirði og var

efnið. eins og nafnið ber með sér, einkum flokkun og lyklun. Fjöldi

þátttakenda takmarkaðist við 4-5 frá hverju landi. Af Islands hálfu

sóttu ráðstefnuna fulltrúi Þjónustumiðstöðvar bókasafna, Dögg

Hringsdóttir, formaður flokkunarnefndar, Guðrún Karlsdóttir,

Háskólabókasafni, formaður skráningarnefndar, Hildur G.

Eyþórsdóttir, Landsbókasafni, og Sigbergur Friðriksson,

Háskólabókasafni.

Forsaga þessarar ráðstefnu er í stuttu máli sú, að um nokkurt

skeið hefur verið unnið að könnun umfangs og aðferða við

efnisgreiningu á Norðurlöndum. í þessu skyni voru sendir út

spurningalistar til þjóðbókasafna og nokkurra annarra valinna safna í

hverju landi auk þjónustumiðstöðva. Spurt var meðal annars um

flokkunarkerfi, notkun efnisorðaskráa, ennfremur um

leitarmöguleika í tölvustýrðum gagnagrunnum og ýmislegt fleira.

Norski bókavarða- og upplýsingafræðiháskólinn (Statens bibliotek-og

informasjonshogskole) sá um framkvæmdina og gaf síðan út í júní

siðastliðnum allþykka skýrslu er nefnist: BRODD RAPPORT :

klassifikasjon og indeksering i Norden, Fase 1 : kartlegging av

praksis.

Skýrslan dregur fram margvislegt samræmi og ósamræmi milli

bæði safna, safnategunda og landa og var um margt af þvi vitað áður,

t.d. mismunandi flokkunarkerfi, mismunandi aibrigði sama

flokkunarkerfis, mismunandi áherslur og hefð í lyklun eftir löndum

og stofnunum. í könnuninni er þetta nú sett fram í töflum og

heildarniðurstöður svo kynntar í fáum orðum og tek ég þær hér

orðrétt upp:

Undersokelsen viser at klassifikasjonspraksis ikke er ens

hverken innen ett land eller innen en type bibliotek.

Undersokelsen víser ogsá at det heller ikke er ens praksis

innen ett og samme bibliotek nár biblioteket er av en viss

storrelse.

Et annet resultat af undersokelsen er at bruken av kontrollerte

emneord ikke er utbredt. Blant de vokabularer som brukes finner

man báde internasjonale, sásom MESH og LCSH, og helt lokalt

utviklede sá som Topograflsk katalog ved Universitetet i

Trondhjem."

Fyrsta dag ráðstefnunnar kynnti Llv Holm frá Norska bókavarða-

og upplýsingafræðiháskólanum efni skýrslunnar og spunnust af því

nokkrar umræður.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12