Fregnir - 01.12.1993, Blaðsíða 4

Fregnir - 01.12.1993, Blaðsíða 4
FREGNIR NORDINFO-ráðstefna um gæðastjórnun í bókasöfnum og upplýsingaþjónustu Haldin var í Stokkhólmi dagana 8.-10. október sl. ráðstefna á vegum NORDINFO undir heitinu Anglo-Nordic Seminar - Quality Issues in the Library and Information Services. Ráðstefnuna sátu 28 þátttakendur af Norðurlöndum og Bretlandi auk eins Þjóðverja. Undirritaðar tóku þátt í henni af íslendinga hálfu. Helstu viðfangsefni sem fjallað var um voru: - Hvemig á að skilgreina og mæla gæði þjónustu? - Not bókasafna af ISO 9000 stöðlunum um gæðastjómun (m.a. kynnt verkefni á vegum NORDINFO) - Hvemig verður náð jafnvægi í togstreitu milli þeirra krafna sem viöskiptavinir gera og þjónustugetu stofnana - hver er þáttur gæðastjómunar og upplýsingamiðlunar til stjómsýslu við slík skilyrði? - Aukin þörf fyrir kennslu og þjálfun starfsliðs vegna gæðastjómunar Þá vom kynnt eftirfarandi rannsóknarverkefni á sviði gæðastjórnunar: l. Nordinfo-verkefni sem unnið er að, m.a. hjá Norsk Hydro II. Mælingar sem gerðar vom á vegum finnskra háskólabókasafna m. Mælingar gerðar í háskólabókasafninu í Stokkhólmi (sbr. útgefin skýrsla: RUT -Resultatmátning och utvárdering av mátmetoder ... Delrapport I - Metod ; Delrapport 2 - Resultat; Kungl. Biblioteket, Sth.: 1993). í þessu sambandi var einnig fjallað um drög að IFLA handbók um gæðamælingar (IFLA List of Performance Indicators) og reynt að leggja á þau mat. Til hliðsjónar vom tveir aðrir viðmiðunarlistar: (1) ALA - Output Measures og (2) Recommended Performance Measures for Finnish Libraries (sbr. gæðamælingar I fmnskum háskólabókasöfnum). í vinnuhópum var svo unnið að mótun stefnumarkandi tillagna er gætu orðið IFLA til leiðsagnar við endanlega gerð handbókarinnar. Töluverðar umræður urðu um þessi mál á ráðstefnunni. Vom flestir þátttakendur sammála um að notkun staðla og mælingar í söfnum skiptu miklu máli. Mælingar væru tæki til að halda saman upplýsingum um starfsemina á 4

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.