Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						2 Alþýðiiblaðið 15. septemibter 1969
D Þegar I agrid Bergman kom til Hollywood eftir 20
ára f jarveru, undraðist hún, hversu allt væri breytt.
— Eíi þú hefur líka breytzt, sögðu þeir í Holly-
wood, þú hefur aldrei verið svona glöð og hamingju
söm.
jt.
Fyrir nokkrum árum —
stuttu eftir að Ingrid giftist
Lars Schmidt, sagði hún, að
hamingjan værí fólgin í því
að hafa góða heilsu og slæmt
minni. Sem betur fer hefur
mér verið gefið þetta tvennt,
bætti hún við.
Það hefur hún líka sýnt með
því að snúa til baka, — tíl
Hollywood, sem á sínum tíma
svo gott sem hrakti leikkon-
una í burtu, er hún átti von
á barni með ítalska leikstjór-
anum Roberto  Rossellini.
íÞað sést ekki á útliti Ingrid
Bergman að hún sé orðin 53
ára gömul, að vísu koma í ljós
fíngerðar hrukkur kringum
augun þegar hún brosir, og það
gerir hún oft. Ljósbrúnt, hálf-
sítt hárið, ber ekki merki þess,
að það hafi  verið  litað,  og
fyrsta eiginmanns Ingrid. Síð-
an eignaðist hún soninn Ro-
bertino, sem er 19 ára og tví-
burasysturnar Isabellu og Ing-
rid, 17 ára.
Víkjum nú til baka til árs-
ins Ii967, er Ingrid fékk upp-
hringinu frá ameriska leik-
stjðranum Elliot Martin, sem
bauð henni aðalhlutverkið í
leikritinu „More Stately Man-
sions" eftir Eugene O'Neil. —
Ingrid varð strax full áhuga,
en gat ekki gefið nein ákveðin
svör, því önnur tvíburadóttir
hennar var ekki búin að ná
sér eftir alvarlegan hryggsjúk-
dóm, og var hún búin að vera
rúmliggjandi í  nokkur  ár.
Maður Ingrid, Lars, fékk
hana til að gefa samþykki sitt.
„Börnin verða svo hreykin af
þér,  svo ég tali nú ekki um
Ingrid Bergman ásamt börnum
sínum.
Ingrid talar viff einn af frumsýningargestum í leikhúsinu í Los Angeles.
Pia op- Lars hlusta á.
hendurnar, sem venjulega
koma upp um aldur konunnar,
sru grannar og mjúkar.
Ingrid Bergman upplifir nú,
það sem hún kallar þriðju
hamingjuna. „Til að vera reglu-
lega hamingjusamur — verður
maður að finna að einhver
þarfníst manns."
Fyrir 20 árum sór Ingrid
að ekkert skyldi fá hana til að
koma aftur til Hollywood, þess
vegna neitaði hún að koma til
kvikmyndaborgarinnar      er
henni var úthlutað Osearsverð-
laununum fyrir leik sinn í
„Anastasia" árið 1357.
Ingrid Bergman er fjögurra
barna móðir, elzt bárna hennar
er 'Pia Lindström, sem nú er
¦31 árs, dóttir sænska tann-
læknisins   Peter  Lindström,
Ingrid Berm2n í d??.
mig," sagði hann.
Á frumsýningunni var Ing-
rid mjög taugaóstyrk. Þó
mundi hún eftir að gera dáíítið,
sem einmitt var mjög einkenn-
andi fyrir hana. Hún sendi
leikstjóranum stóran blóm-
vönd og skeyti, þar sem stóð:
„Maðurinn minn erlíka leik-
stjóri og ég veit að eini mað-
urinn, sem «kki er hugsað til
á frumsýningu er leikstjórinn.
Heillaóskir og kveðjur, Ing-
rid."
Meðan Ingrid lék fyrir fullu
húsi í Los-Angeles og síðar á
Broadway, sat kvikmyndafram
leiðandinn, Stirling Silliphant,
við skrifborð sitt í Hollywood
og handlék. Oscarsstyttuna,
sem hann hafði fengið fyrir
myndina „í hita nætur". — Á
borðinu lá handrit að kvik-
myndinni „Gönguferð í vor-
regni" og allt í einu varð hon-
um ljóst, að engum hæfði að-
alhlutverkið, nema Ingrid
Bergrnan. Hún og enginönnur
gæti leikið hlutverk miðaldrá
konu, sem verður aðnjótandi
stuttrar en mikillar hamingju
með giftum manni (Anthony
Quinn), en snýr síðan aftur til
eiginmanns síns.
„Við Ingrid mæltum okkur
mót í hótel íbúð hennar. Ég
var afskaplega taugaóstyrkur,"
segir Silliphant, og var kom-
in klukkutíma fyrir áætlaðan
tíma.
Kl. 5 bankaði ég á dyrnar og
Ingrid opnaði sjálf fyrir mér,
klædd gamalli peysu og tveed-
pilsi. Hún virtist mjög þreytt,
en þegar hún brosti, fannst mér
ég aldrei hafa séð fegurri
konu. Við töluðum lengi sam-
an og ég afhenti henni hand-
ritið.
Nokkru síðar fékk ég skeyíi,
þess efnis, að við hjónin vær-
um boðin til herra og frú Lars
Schmidt á eyju þeirra í Sænska
sker j agarðinum.
Silliphant og frú hans dvöld-
ust í viku á skerjagarðseyjunni,
án þess að Ingrid nefndi kvik-
myndina á nafn. Það var ekki
fyrr en við hjónin vorum að
fara, að hún sagðist gjarnan
vilja  taka  að  sér  hlutverkið.
Orsök þess, sem Ingrid
Bergman kallar sína þriðju
hamingju, á ekki rætur sínar
að rekja til afturhvarts henn-
ar til Hollywood og kvikmynd-
anna. Það er hjónaband henn-
ar og Lars Schmidt, sem húrt
á við. Kunnugir segja, að hún
tilbiðji mann sinn.
Hið fasta heimili hjónanna,
er eins konar sveitasetur utan
við París. Þau eiga einnig í-
búð í borginni sjálffi, og Ing-
rid notar íbúð sína í Róm fyr-
ir börnin sín þrjú, Robertino,
Ingrid og Isabellu. Einnig eiga
þau hús á skerjagarðseyjunni,
þar sem þau dveijast nokkra
mánuði á ári.
Ingrid segir, að sá staður sé
hreinasta Paradís  á jörð.
„Ég veit að eyjan okkar
stenzt ekki samanburð við eyj-
una þeirra, herra og frú On-
assis, segir Ingrid, þar búa eng-
ir nema við og þar er engin
veðursæld. Stundum koma
ofsarok, svo trén rifna upp með
rótum. Fyrstu fimm hjóna-
bandsárin okkar var ekkert raf-
magn í húsinu. Við borðuðum
þess vegna alltaf við kertaljós
á kvöldin, og ef mig langaði
til að lesa í rúminu, þá setti
ég bara á mig hatt eins og
eru notaðir í námunum, með
rafhlöðuljósi í skyggninu. —>
Þetta var alveg skinandi gott.
Nú höfum við ráðið til okk-
ar kokk, ekki svo að skilja að
ég geti ekki búið til mat. Ég
kann það svo sannarlega. Lar3
sá fyrir því að til væri næg-
ur fiskur. Og ég held að það
sé ekki til sá fiskréttur sem
ég kann ekki orðið að mat-
reiða, — ég er alveg snilling-
ur í því."
Síðasta og ekki sízta orsökin
fyrir hamingju Ingrid Berg-
man er hið góða samband milli
hennar og barnanna.
Það voru erfiðir tímar fyrir
hana, fyrst eftir að hún skildi
við  LindstrÖm  og  síðar  við
Framhald á bts. 11.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16