Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						8  Alþýðu'blaðið 22. september 1969
„Við eigum
oil aö vera
miðlar"
- segir frú Eíhel Meyers, frægur banda-
rískyr miðill sem nú er slödd hér á landi
á vegum Sálarrannsóknarfélagsins
„Þetta er engin sérgáfa eða
náðargjöf frá himnum, hvert
einasta mannsbarn er fætt með
þessa hæfileika, en þeir eru
blundandi og óvirkjaðir í flest-
um, af því að við þjálfum þá
ekki eða trúum ekki, að það
sé hægt. Við eigum öll að vera
miðlar. Ég er á móti því, að
miðillinn sé notaður sem eins
konar hækja; við eigum að
styrkja andlega lífið sem býr
innra með okkur sjálfum frem-
ur en að halla okkur alltaf að
öðrum."
Frú Ethel Meyers er hæglát
og aluðleg kona, þreytuleg eins
og  mikið  hafi  á hana  reynt.
Augnatillitið  er  sérkennilegt;
sumir  myndu  vafalaust  segja,
að hún hefði „skyggn  augu."
Hún  er  frægur  bandarískur
miðill og hefur verið rannsök-
uð  af  kröfuhörðum . vísinda-
mönnum  og  átt  samstarf  við
marga þeirra, t.  d.  um fimm
ára skeið yið parasálfræðilegu
rannsóknastofnunina   í   New
York. Fyrir réttu ári kom hún
hingað til lands og hélt þá milli
30 og 40 miðilsfundi á vegum
Sálarrannsóknafélags   íslands,
og nú er hún aftur stödd hér
í sama  augnamiði. Annars  er
söngkennsla   og   raddþjálfun
hennar  aðalstarf,  þótt  miðils-
gáfan hafi í för með sér,  að
hún verði að skipta sér milli
tveggja meginverkefna.
j
•  AÐSTOÐ  VIÐ
JARBBUNDNA
DRAUGA,
I
„Þetta hefur verið anna-
samt ár síðan ég kom í fyrra-
haust," segir hún. „Auk minna
venjulegu starfa er ég að skrifa
bók sem Doubleday forlagið
ætlar að gefa út. Það verður
hálfgerð sjálfsævisaga, blönd-
uð ýmsum frásögnum af dul-
rænni reynslu og heimspeki
þeirra sem ég kalla ,vinina uppi
á lofti'. Og það er hagnýt
heimspeki, enda tel ég lítið
gagn í heimspeki sem hjálpar
okkur ekki til að lifa lífinu
betur."
Samkvæmt lýsingum frú
Meyers virðist heimspeki „vin-
anna uppi á lofti" .vera áþekk
dulfræðilegum kenningum svo
sem þeim er fjalla um lögmál
orsaka og afleiðinga eða karma,
endurholgun og önnur tilveru-
svið. En fyrir henni eru þetta
ekki neinar leiðsögutilgárur,
heldur staðreyndir sem hún
telur sig þekkja af eigin raun.
Hún fæst mikið við hlut-
skyggni og er þá oftast í svo-
nefndum „hálftransi", en fell-
ur sjaldnar í djúpan trans eða
dásvefn. Hún hefur starfað
með vísindamönnum á sviði
fornleifafræðinnar og einatt
gefið óvæntar skýringar á
munum sem fundizt hafa og
fólki og atburðum í tengslum
við þá. Ennfremur er hún sér-
fræðingur í þeirri iðju að
hjálpa jarðbundnum draugum
að losna burt frá þessu sviði
og hverfa til notalegri veru-
staða í æðri heimum. í bókinni
"Ghost Hunter" (sem kalla
mætti „Á draugaveiðum") eft-
ir dr. Hans Holzer, þekktan
rannsóknarmann yfirskilvit-
legra fyrirbæra, eru margar
hálfdramatískar frásagnir af
viðureign þeirra frú Meyers
við æsta, reiða og sorgbitna
drauga sem nauðsynlegt reyn-
ist að sannfæra um, að þeir
séu í raun og veru dauðir og
eigi alls ekki heima lengur
hérna  á  jörðinni.
i
• ÞEGAR HÚSIÐ FÓR
AÐ BRENNA.
Hún ólst upp í andrúms-,
lofti hlynntu sálarrannsóknum
og dulrænum fyrirbj-igðum.
Móðir hennar var sjálf gædd
miðilsgáfu, og faðirinn var
mjög áhugasamur og las mikið
um þessi efni. „Ég gerði mér
ekki Ijóst, að ég væri gædd
neinum sérstökum næmleika.
Þó man ég þegar ég lít til baka
eftir ýmsum smáatvikum sem
sýndu, að ég skynjaði stundum
fleira en efnisheiminn einan.
Til dæ'mis minnist ég þess, að
einu sinni þegar ég var fjög-
urra ára gömul þurfti mamma
að skreppa út í búð og kaupa
í matinn og varð að skilja mig
eftir heima. Hún setti mig upp
á stól í eldhúsinu og sagði mér
að sitja nú alveg grafkyrr
þangað til hún kæmi aftur.
Við bjuggum á efstu hæðinni
í háhýsi, og það var dimmt í
íbúðinni  nema smálampi  hjá
mér í eldhúsinu. Ldklega var
mamma ekki nema 10 mínút-
ur eða svo í burtu, en fyrir mig
voru það langar og hryllilegar
10 mínútur — ég varð þess
nefnilega vör allt í einu, að
húsið var að brenna. Ég heyrði
snarkið og drunurnar og sá
eldslogana gjósa upp í kring-
um mig, og ég var að verða
viti mínu fjær af skelfingu. En •
ég var hlýðið barn og datt ekki
í hug að hreyfa mig af stóln-
um sem mammá hafði sagt mér
að sitja kyrr á meðan hún
væri í sendiferðinni. Þegar hún
kom, var ég orðin næstum móðr
ursjúk af ótta, en hún tók mig
í faðminn og hughreysti mig,
sagði, að það væri enginn eld-
ur í húsinu, og þá sá ég, að
hún hafði rétt fyrir sér. En sex
árum síðar þegar við vorum
flutt á annan stað, kom upp
eldur í húsinu og það brann
til grunna. Þarna virðist hafa
verið um einhvera konar for-
skynjun að ræða; ég hef ósjálf-
rátt "stillt mig inn á aðra
sveiflutíðni og séð þannig fram
í tímann".
•  MAÐURINN
í SPEGLINUM.
í  annað  skipti  var  það
„andlitið í, speglinum" sem
kom ókyrrð á taugar telpunn-
ar. „Pabbi var mjög hávaxinn
maður, og í baðherberginu
hafði hann sérstakan spegil
fyrir sig sem hékk svo hátt á
veggnum, a'ð enginn annar gat
séð sig í honum. Ég hafði ó-
slökkvandi áhuga á þessum
spegli, ég var sannfærð um,
að hann hlyti að vera öðruvísi
en allir aðrir speglar og eitt-
hvað merkilegt að sjást í hon-
um ef maður kæmist bara
nógu hátt til að horfa í hann.
Á endanum fann ég upp á því
að draslast með píanóstólinn
inn á bað — það var einn af
þessum skrúfuðu sem hægt er
að hækka og lækka að vild.
Ég skrúfaði hann eins hátt og
mögulégt var og prílaði svo
upp á hann, þó að hann riðaði
allur og ruggaði með mig.
Fyrst sá ég ekkert í speglin-
um nema andlitið á sjálfri mér;
En skyndilega breyttist mynd-
in, og mikilúðlegt karlmanns-
andlit kom í ljós beint fyrir
framan nefið á mér. Mér fannst
ég eins og límd við glerið og
gat ekki hreyft höfuðið, held-
ur glápti bara og góndi með
opinn munninn. Ég gat samt
hreyft,  fæturna  og  spriklaði
með þeim af ótta við ásjónuna
sem starði á mig þögul og svip-
brigðalaus. Þá valt stóllinn um
koll, ég hrapaði niður á gólf
og mamma kom þjótandi þegar
hún heyrði gauraganginn. ,Það
er maður í speglinum!' æpti
ég af öllum lífs og sálarkröft-
um. Og lengi á eftir þorði ég
. ekki inn í baðherbergið nema
einhver væri með mér, og ég
byrgði andlitið í höndunum til
að sjá ekki spegilinn. En seinna1
kynntist ég manninum í spegl-
inum betur — það reyndist
vera afi minn sem dó þegar
pabbi var smábarn og ég hafði
aldrei séð."
•  ÓSJÁLFRÁD SKRIFT.
Hún tók atvik af þessu
tagi ekki hátíðlega og reyndi
ekki á nokkurn hátt að þroska
næmleika sinn. „Kannski var
ég hálfsmeyk við það, ég veit
ekki. Ég fékk líka annað um:
að hugsa. ég var söngkona þá,:
ög svo giftist ég ungum celló-
leikara sem hafði lært í Evrópu.
og þótti sérlega efnilegur. Við
vorum ákaflega hamingjusöm
og lifðum alveg hvort fyrir
annað. Hann trúði ekki á dul-
ræn fyrirbæri eða líf eftir dauð-

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16