Alþýðublaðið - 22.09.1969, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 22.09.1969, Blaðsíða 9
Al'þýðublaðið 22. september 1969 9 ann, taldi allt slíkt draumóra og óskhyggju. Við höfðum ekki verið lengi gift þegar hann dó snögglega." Það varð reiðarslag fyrir ungu listakonuna. Hún gat ekki látið huggast, lífið var henni einskis virði, örvilnun hennar varð svartari með hverjum deg inum sem leið, og loks ákvað hún að fremja sjálfsmorð til að komast til mannsins sem hún elskaði. „En þá birtist hann mér. Hann stóð fyrir framan mig svo raunverulegur og greinilegur, að ég ætlaði að hrifsa í hann til að halda honum föstum hjá mér. En auðvitað var það ekki hægt. Hann sagði, að ég mætti umfram allt ekki láta verða af þessari fyrirætlun minni að svipta mig lífi, yrðum við alger lega aðskilin og gætum ekki náð sambandi hvort við ann- að“. Hún tók varnaðarorð hans til greina og sökkti sér ofan í bækur um spíritisma og dul- fræði til að_ reyna að finna hvernig hún ætti að fara að ná aftur snertingu við hann. „Ég las allt sem ég náði í um þessi efni og var fastráðin í að gera hvað sem í mínu valdi stæði til að opna mig fyrir áhrif um frá honum. Ég reyndi að þjálfa mig í. ósjálfráðri skrift, en mánuðum saman gerðist ekkert. Stundum heyrði ég raddir í fjarska, óljósar eins og fuglakvak, og ég gat ekki greint orðaskil. En loksins gerðist það. Höndin á mér byrjaði að hreyf- ast án þess að. ég stjórnaði henni, og maðurinn minn skrif- aði skilaboð til mín með sinni gömlu rithönd. Hann sagði, að sér liði vel, hann hefði nóg að starfa og væri ánægður, og. hann lagði áherzlu á, að það breytti engu þó að hann hefði ekki trúað á framhaldslífið — hann væri jafnlifandi þrátt fyr ir það, og nú vildi hann fyrir alla muni taka aftur fyrri um- mæli sín og láta mig vita, að sér hefði skjátlazt“. ★ ÞEKKING TEKUR VIÐ AF BLINDRI TRÚ í fyrstu var hún efagjörn og gagnrýnin og óttaðist, að þetta kæmi allt frá hennar eigin undirvitund, en hún hélt áfram að þjálfa sig þangað til hún þurfti ekki lengur á ósjálfráðu skriftinni að halda, heldur gat séð og heyrt eiginmann sinn og talað við hann eins og þau væru bæði á sama tilverustigi. „Hann er tengiliður minn við hina heimana, stjórnandi minn og hjálpari. Efasemdirnar hurfu smám saman, því að ég sá af mörgu, að þetta gat ekki verið mín eigin undirvitund eða tóm- ar ofskynjanir; það var alltaf að koma eitthvað fram sem ég gat ekki vitað eða haft nein tök á að komast á snoðir um, oft framtíðEU-spár sem virtust ólíklegar á þeim tíma, en rætt- ust síðar bókstaflega. Ég hef unnið með rrtörgum virtum vís- indamönnum eins og prófessor Rhine og konu hans, dr. Carlos Osis, dr. Hans Holzer og Eileen Framhald á bls. 11. I I I I l I I I 1 S I I Leikfélag Reykjavíkur: nó - revl ikstjéri: Sveinn Einarsson [9 Gamanleikir með ádeilu- broddum hafa verið veigamik- ill þáttur leiklistar frá úpphafi vega. Napurt og afhjúpandi háð um mennskar hneigðir, óvirð- ing við arfhelgar siðvenjur sam- tímans eru sérkenni elztu gam- anleikja, allt frá tímum Forn- Grikkja. Leiklist er félagslegt listform, og frá fyrsta fari hef- ur leikhúsmönnum verið ljóst, að eitt meginhlutverk hennar væri að aga og tyfta samtím- ann, varpa fersku og spaugilegu ljósi á veraldarvafstur mann- skepnunnar og þau öfl sem ráða og rikja á hverjum tíma. Þetta gagnrýna hlutverk leik- listarinnar var svo mikilsvert talið áður fyrr, að engin sýn- ing þótti heil nema hún byði uppá mergjaðan grínþátt. Þó sú hefð sé löngu úr sög- unni, fer ekki milli mála, að skopið, kaldhæðnin, hin eitraða ádeila er enn mikilsverður þátt- ur í starfsemi hvers lifandi. og lífvænlegs leikhúss. Leikhús, sem ekki tekur þjóðfélagið öðruhverju til hispurslausrar og niðursallandi meðferðar, hef ur týnt nokkru af salti sínu og lífsneista. Leikhús, sem eru að öllú eða einhverju leyti áfram- færi ríkisvaldsins, glutra ein- att niður þessu lífsnærandi hlutverki og verða fyrir bragð- ið lítið annað en borgaralegar stássstofnanir deyfilyfjaneyt- enda. Bæði leikhúsin í Reykja- vík hafa verið þessu marki brennd, þó ekki í jafnríkum mæli. Þjóðleikhúsið á því erf- iðara uppdráttar að þessu leyti sem það er algerlega á fram- færi hins opinbera, en Leikfé- lag Reykjavíkur er ekki að sama skapi háð duttlungum af- skiptasamra valdsmanna, þó það verði að gæta ákveðins „hófs“ í verkefnavali. Iðnó-revían er samkvæmt leikskrá fyrsta revían sem Leikjfélag ,'Reykj avikur færir1 upp. Ég fæ samt ekki betur séð en verk einsog Deleríum bú- bónis og Pókok hafi verið ó- mengaðar revíur. Hins vegar má segja, að Iðnó-revían sé að því leyti frábrugðin þessum verkum og í ætt við hefðbundn- ar revíur fyrri ára, að hún er soðin saman af mörgum höf- undum, en enginn þeirra gengst opinberlega við afkvæminu. — Kannski er veikleiki verksins einmitt fólginn í þessu sam- krulli átta ónafngreindra höf- unda, þó hinu megi ekki gleyma, að menn verða senni- lega áræðnari, hispurslausari ið niður, enda af nógu að taka í íslenzku þjóðlífi nú um stund ir. Sýningunni er skipt í tvo aðgreinda þætti, og nefnist annar Þjóðarskútan eða Suður um höfin (í gömlum stíl), en hinn Þjóðvarpið eða Einn dag- ur í eðlilegum litum (í nýjum stíl). Fyrri þátturinn minnir um sumt á gömlu revíurnar, en vettvangur hans er Ástraliu- far þeirra framtaksmanna sam- tímans sem hafa fengið sig fullsadda á baslinu- hér heima, og koma stjórnmál og önnur þjóðmál þar allmikið við sögu. Hugmyndin er góð og býður uppá ýmsa skemmtilega mögu- leika, sem eru þó hvergi nærri fullnýttir, einkum vegna þess hve dreifð ádeilan er og sárasak- laus í flestu tilliti. Að vísu er grínið um ríkisstjórnina, verka- lýðsforustuua, skattamálin, þjóðlegu fræðin og fegurðar- drottningar sveitanna til vitnis um, að einhverjir hinna átta höfunda hafa hæfileika til bein- skeyttrar og skopvísrar ádeilu, fyrir. Um frammistöðu einstakra leikenda er það að segja, að hún var nokkuð misjöfn. Hinar gamalreyndu revíuleikkonux* Auróra Halldórsdóttir og Nína Sveinsdóttir voru nánast utan- gátta í sýningunni, þó gervi þeirra í ellitáninga-atriðinu væri með ágætum. Hinsvegar gerðu yngstu leikendurnir, Þór- unn Sigurðardóttir og Kjartan Ragnarsson, marga hluti stór- vel og sýndu næman skilning á kröfum revíutúlkunar. Sama er að segja um Margréti Ólafs- dóttur í hlutverki Sveinu tré- smiðskonu, sem var fjörlega og ísmeygilega túlkað. Jón Sigur- björnsson brá upp ákaflega skoplegri mynd af þjóðlegum fræðaþuli og fór firnavel með söngvana er honum voru lagð- ir í munn. Steindór Hjörleifs- son var sömuleiðis forkostu- legur í gervi reykvísks brask- ara og skattsvikara, og ' ræða hans um skattamál afbragð. — Guðrún Ásmundsdóttir vai* Ómar Ragnarsson ásamt fleiri leikurum í revíunni. og óvægnari þegar þeir þurfa ekki að svara til saka fyrir gagnrýni sína og ádeilu. Hitt leiðir af sjálfu sér, að verk eft- ir átta ólíka höfunda hlýtur að vbrða brotakennt, ^ mstætt og aflvana, nema svo ólíklega vilji til að þeir séu allir á einu máli um meinsemdirnar og beztu leiðirnar til að afhjúpa þær, og gengi slíkt raunar kraftaverki næst. Hvað sem um það er, ber að játa, að ýmis- legt er vel um þessa frumraun, og Leikfélag Reykjavíkur hef- ur tvímælalaust lagt inná rétta braut með því að reyna að vekja upp og blása fersku lífi í revíuformið. Verði framhald á þeirri viðleitni, hefur leik- húsið aukið við verksvið sitt mikilvægum og tímabærum þætti. í Iðnó-revíunni er víða bor- og eru jafnframt hagvirkir söngvasmiðir, en þessi fáu veru- lega smellnu atriði voru ákaf- lega laustengd og dofnuðu af samneyti við miklu veigaminni atriði, sem sum hver voru al- gerlega misheppnuð, einsog til dæmis grínið um „ellitáning- ana“, hjónabandið og ofvitann. Seinni þátturinn hafði sjón- varpið að umgerð, en var í flestum greinum miklu slapp- ari en sá fyrri, þó þar væri ýmislegt spau.gilegt, og þá eink- anlega atriðið um veðurfars- lýsingu sjónvarpsins sem naui kankvísrar túlkunar Guðmund- ar Pálssonar. Yfirleitt gekk seinni þátturinn útá góðlátlegt og marklaust gaman, sem leik- húsgestir höfðu greinilega mikla ánægju af. Verulega hnyttinni skopfærslu á vinnu- brögðum sjónvarþsins brá varla bezt í gervi skólastúlku í upp- reisnarham; hún skilaði einnig söngvunum með ágætum. Guð- mundur Pálsson var með köfl- um bráðfyndinn í hlutverki trésmiðsins, ekki sízt í mót- mælagöngunni, en dálítið mis- tækur. Sigríður Hagalín kom vel fyrir, en var í dauflegasta lagi, vantaði innri eld eða orku. Pétur Einarsson var ankanna- legur í vanþakklátu hlutverki ofvitans, en mun betri í tveim- ur dansatriðum með Kjartani Ragnarssyni. Ómar jRagnars- son er ekki leikmenntaður og galt þess, túlkun hans þurr og ópersónuleg, en hann fór skemmtilega með söngvana einsog vænta mátti, ekki sízt Ömmubæri sjómannsins. Leikstjórinn, Sveinn Einars- son, hefur skapað furðusam- Frh. á 15. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.