Alþýðublaðið - 08.10.1969, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 08.10.1969, Blaðsíða 13
 BT Br IÞ10TTIR Ritstjóri: Örn Eiðsson Hver verður næsti formaður KKÍ? Bogi hætiir formennsku 1. nóvember ■ □ Næsta ársþing Köríu- knattleikssambands íslands verður haldið í Reykiavík hinn 1. nóvember næstkomandi. — Mörg mál bíða úrlausnar þingsins, en líklega verður það aðalmálið á dagskránni að þessu sinni að kjósa nýjan for- mann og stjórn. Bogi Þorsteinsson, hinn lands kunni formaður KKÍ, sem gegnt hefur því starfi frá upp- hafi, og unnið hefur gífurlega mikið og fórnfúst starf í þágu körfuknattleiksins frá því að fyrst var farið að kasta bolta í körfu á íslandi, hefur nú á- kveðið að draga sig í hlé. Mun Körfuknattleikssamband ís- lands verða mun fátækara þeg- ar það nú missir starfskrafta Boga, og vandfundinn hæfur maður til að taka sér á herðar allt það sem fylgir því að vera formaður Körfuknattleikssam- bands íslands. Magnús Björnsson lézt fyrr í sumar, en hann var varaform. stjórnar KSÍ frá stofnun þess og til dauðadags, og var hann tengi liður sambandsins við ótal menn og sambönd víðs vegar um heiminn. Einnig hans skarð er vandfyllt. Þá hefur Helgi Sigurðsson, formaður útbreiðslunefndar, lát ið orð að því liggja, að vegna anna sjái hann sér ekki fært að sinna starfi sínu í stjórninni áfram. Sömu sögu er að segja um Magnús Sigurðsson lækni, sem verið hefur gjaldkeri stjórn arinnar síðasta ár, og loks hef- ur Guðmundur Þorsteinsson, ritari stjórnarinnar og formað- ur blaðanefndar ákveðið að ganga úr stjórninni. Tryggasti fylgifiskur Körfu- knattleikssambandsins frá upp- hafi vega, fjárskorturinn, fylgir því enn, og ekki fer hjá því að næsta stjórn sambandsins fái einnig að glíma við þennan draug. Vonandi tekst næstu stjórn þó betur upp en hinum fyrri að kveða drauginn niður, því þá fyrst er hægt að ætlast til þess að starfið gangi eðli- lega fyrir sig, og samskipti við aðrar þjóðir geti verið með meiri glæsibrag en nú er. Eins málin horfa nú eru fá verkefni á dagskránni í vetur fyrir utan fslandsmótið, og má kenna þessa deyfð að miklu leyti fjár- Framhald á bls. 3. Hólmsteinn Sigurðsson. 'Verður hann næsti formað- ur Körfuknattleikssambands íslahds? | 4. umferð Bikarkeppninnar: ! AKRANES 100 metra grindahlaup kvenna er ný grein á alþjóða- frjálsíþróttamótumótum, og hér sjáum við Evrópumet- hafann f greininni, Karen (Balzer frá Austur-Þýzkaiandi, sem hljóp á 13 sekúndum réttum. Hún á einnig Evr- ópumetið í 100 metra hlauui. I I I I I I I I I □ 3. umferð Bikarkeppni KSÍ heldur áfram um næstu helgi og fara þá fram tveir leik- ir og verða þeir báðir leiknir í Vestmannaeyjum. Á laugardag mætast íslands- meistararnir frá Keflavík og Bikarmeistararnir 1968, Vest- eyingar. Ómögulegt er að geta sér til um úrslit í þessum leik, því eflaust hafa báðir aðilar fullan hug á að sigra. Vestm.- eyingar sem hafa unnið Kefl- víkinga tvívegis í sumar í deildinni, hafa látið liggja að því, að bikarinn verði ekki auð- sóttur til þeirra, en Keflvíking- ar hafa fullan hug á því að tapa ekki þriðja leiknum í röð fyrir Eyjamönnum. Á sunnudag leika svo. nýlið- arnir í 1. deilcí Víkingur við B lið Eyjamanna. Ekki er síður búizt við að sá leikur verði jafn og spennandi. í gær var dregið um hvaða lið mætist í 4..'umferð Bikar- keppninnar. Mótanefnd boðaði fréttamenn og fulltrúa félaga til fundar í Naustinu, þar sem dráttur fór fram. Miðum með nöfnum þeirra félaga, sem eftir eru í keppninni var komið fyrir í skál og síðan var dregið. Fyrst- ur dró Sveinn Zoéga og kom upp A lið Vals. Elías Hergeirs- son úr Val dró næsta miða og upp kom A-lið Akraness. Leika því Valur A og Akranes sam- an í 4. umferð og fer leikur- inn að öllum líkindum fram nk. sunnudag. Eggert Jóhannesson, Víking, dró næstur og upp kom lið Ak- ureyrar, en Bjarni Felixson dró á móti þeim sigurvegarann í leik Vikings A og ÍBV b. Helgi Daníelsson frá Akra- nesi dró A lið Selfoss, en ein- valdurinn Hafsteinn Guðmunds son frá Keflavík dró B-lið Vals og munu þessi lið að öllum lík- indum leika um næstu helgi. Þá kemur það af sjálfu sér, að KR-ingar mæta þvi liði ei/ sigr- ar í Vestmannaeyjum á laúgar- dag, A liði ÍBK, eða A liði. ÍBV.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.