Alþýðublaðið - 06.12.1969, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 06.12.1969, Blaðsíða 12
12 Alþýðublaðið 6. desember 1969 MINNING: F. 4-12 1878 - D. 23-11 1969 Ýmsir munu ekki telja það til stórtíðinda, er háöldruð kona ’ kveður þennan heim, — kona, sem aldrei lét á sér bera og sótt ist ekki eftir opinberum áhrif- um eða frama. í dag er frú Elísabet Jónsdóttir borin til graf ar á Eyrarbakka. Hún var slík kona, að skylt er að minnast hennar, nú þegar hún er öll. Það eru ekki ávallt þeir, sem mest er talað um í fréttum eða æðstum gegna trúnaðarstöðun- um, er dýpst áhrif hafa, þegar öllu er á botninn hvolft. Frú Elísabetar var sjaldan getið í fréttum og hún gegndi aldrei hárri stöðu í þjóðfélaginu. En hún hafði mikil og varanleg á- hrif á alla þá mörgu, sem hún þekkti, fyrst og fremst auðvitað börn sín og fjölskyldu og þá einnig geysistóran hóp kunn- ingja, vina og samherja. Skömmu eftir að ég kom heim frá námi og hóf störf í Alþýðu flokknum kynntist ég henni á þann hátt, að hún gaf sig á tal við mig eða hringdi til mín til þess að tala um áhugamál sín og gefa mér góð ráð. Allt, sem hún sagði, hvort sem það var úm 'stjórnmál, félagsmál eða menningarmál, bar vott svo heilbrigðri dómgreind og svo hlýju hjarta, að það vakti strax athygli mína. Skoðanir hennar voru skoðanir sanns jafnaðar- manns, — góðrar konu, sem orð ið hafði jafnaðarmaður vegna hjartalags síns og samúðar með þeim, sem standa höllum fæti og eru hjálpar þurfi. Ég átti mörg samtöl við frú Elísa- betu Jónsdóttur og lærði ávallt af þeim, einnig þegar ég var henni ekki sammála. Þá mat ég sannfæringarkraft hennar og trú hennar á skoðun sína. En ofstæk isfull var hún aldrei. Hún var fyrst og fremst skynsöm og hjartahlý. Allir, sem þekktu frú Elísa betu Jónsdóttur, —- jafnvel þótt ekki væri það mikið, minnast hennar með mikilli vináttu og sakna hennar. Gylfi Þ. Gíslason. □ Lítil telpa kemur að Eyvind armúla í Fljótshlíð. Hlýr faðm- ur er breiddur út; ást tendrast í brjóstum feðgina, sem að mannanna dómi gátu varla átt brýnt erindi til samvista. Hún hafði verið með móður sinni á ýmsum bæjum, fyrst á Dag- verðarnesi á Rangárvöllum, síðast að Þverá í Fljótshlíð. Án alls efa hefur margt brotizt um í huga 8 ára gamallar jafnaðar- konu, sem var í þann mund að setjast að hjá föður sínum. Nokkur unaðsrík ár líða í föður garði við ástríki og mildi. Lítil dóttir, hreinlynd og trygg, skap- föst og blíð, greiðir blindum föður, les fyrir hann, — þau eru saman. Ung stúlka kemur til Eyrar- bakka til þess að læra fatasaum. Þar kynnist hún skólamanni, Pétri Guðmundssyni. Þau eig- ast. Brátt einkennist heimili þeirra af glaðværri barnafjöld og fátækt, en framar öllu mann- dómi. Sár harmur sækir þau héim; _þau missa barnunga dótt- ur, bráðefnilega stúlku; yndis- legur sonur, ekki ársgamall, deyr í vöggunni sinni. Lífsbar- áttan er óvægin, og það reynist oft þung þraut að afla matar til næstu máitíðar; en margir eru munnarnir, mörg augun. En þá verðúf áfallið, sem fyrst sker úr um, hver þessi unga kona er; eiginmaður hennar, enn á góð- um aldri, rhissir heilsuna. Eftir þriggja ára erfiða legu deyr hann, henni og börnunum, sem elskuðu hann og virtu, ósegjanlegur harmdauði. Hún er orðin ekkja, þessi barnmarga móðir, í heimi þar sem mannúð gengur illa að festa rætur og náungakærleikur á erfitt upp dráttar. Ungur sonur gengur fram fyrir skjöldu, og fjölskyld- an gengur órofa til móts við framtíð sína. Kona á miðjum aldri kemur með barnahóp og aldraða móður til Reykjavíkur. Lífið hefur ótil- kvatt og án vægðar sýnt henni sitt rétta andlit, agað hana, kennt henni. Ekki veitir af, það eru erfiðir tímar, fólk í kreppu Engu að síður ræður glaðværð ríkjum á heimilinu, söngur og orgelleikur. Qft hafði hún orðið að leggjast þungt á árar í bú- skapnum, þótt henni væri um :| margt sýnna . en heimilisverk. Aldrei var brýnni þörf en eín- Framhald á bls. 15. I I I I I I ! I I I I BRIDGE Umsjón: Hallur Símonarson Hinn kunni, enski spilari, Terence Reese, ,hefur þýtt kerfi ítölsku heimsmeistaranna The Blue Club á ensku og er bókin nýlega komin út. Hún -er skrif- uð áf Benito Garozzo og Léon Yallouze. Garozzo er talinn fremsti spilari Bláa liðsins, en Yallouze er Egypti, sem hefur háft búsetu í Frakklandi síð- ustu árin. Báðir eru þeir í brid- ge-circus kvikmyndaleikarans fræga, Omars Shariffs. Þetta er mikil bók að vöxtum — og kerfið er mjög árangursríkt í mótum eins og ítalir hafa marg sannað. Þeir hafa ekki orðið tíu sinnum heimsmeistarar vegna þess, að þeir séu mun betri spilarar en aðrir — heldur hef- ur kerfi þeirra sannað yfirburði sína yfir önnur. í formála seg- h’ Reese; „Bláa laufið er byggt upp í ákveðnum tilgangi — nokkrir iaf mestu hugsuðum bridgespilsins unnu að því í mörg ár að fullkomna kerfi, sem mun setja mark sitt á bridge í bezta flokki.” Þá segja höfundarnir, að kerfið sé alls ekki eins flókið og margir vilja vera láta — og getur undirritaður tekið undir það, því undanfarin ár hef ég spilfð Napolirlaufið, sem Bláa laufjð er nær algjörlega byggt á. f|mörgum tilfellum er Bláa laufjð afar eðlilegt kerfi — en hefur þó ákveðnar jsagnareglur í sélstökum stöðunt. Mörg stig fallá'Ætölum í hag I einföldum spilum og við skulum líta á eft- irfai'ándi dæmi, sem kom fyrir í síðústu heimsmeistarakeppni í r. —-------------------------- leik Ítalíu og Bandaríkjanna. S 2 H G9876 T G52 L KD85 S DG104 H Á T 1084 L 109732 S A953 H 42 T ÁD963 L Á4 S K876 H KD10S3 T K7 L G6 Suður gaf og Austur/Vestur voru á hættu. Sagnir gengu þannig í lokaða herberginu. Vestur D’Alelio pass 2 S pass pass Norður Hamman pass 4 H 5 H pass Suður Kantar pass . 2 H pass pass Austur Ticci 1 S 4 S dobl Þetta er góður árangur hjá Bandaríkjamönnum. Þeir fórna í fimm hjörtu gegn game á hættu — og töpuðu 300, en á hinu borðinu „stálu ítalir pott- mum. Framhald á bls. 15. FUJ I Reykjavík íí: f Reykjavík Hvers vegna vill Alþýðuflokkurinn aðild Islands að EFTAi - Hvers vegna er deilf um EFTA5 Almennur fundur um EFTA-málið á morgun, sunnudaginn 7. desember í Iðnó klukkan 15,00. Framsögumenn verða: Sigurður Ingimundarson, aíþingismaður, Sighvatur Björgvinsson, ritstjpíri, og Kristján Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Ney^enda- samtakanna. Fjölmennið á fundinn og kynnizt EFTA-málinu. -riy STJÓRN FÉLAGS UNGRA JAFNAÐARMANNA í REYKJAVÍK. „ . FJÖLMENNIÐ Á FUNDINN OG KYNNIZT EFTA-MÁLINU

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.