Alþýðublaðið - 20.10.1970, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 20.10.1970, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 20. dktó'ber 1970 .V í* i 11111 < '/i, „ , ^ ^ MMpHnfflRp {. il'.Ív': AkselLarsen enn í vígahug AKSEL LARSEN virðist eteki af huga stjórnmáium, (þó að hann igerist aldraður. Gafst honUm nýlega tœkifœri að táta í l.jós skoðun á pólitískum viðhorfum í Danmörku. Hann spáði því, að sósíalskur meirihluti yrði á þingi dana eftir nasstu kosningar, en þær. fara fram í síðasta lagi haustið 1972. Aðspurður kvaðst Aksel Larsen ætla, að sósialski þjóðtflokkurinn myndi vinna á, en varla mikið. Harn gerir þess vegna ráð fyrúr, að danski Al- þýðuflokkurinn eigi vaxandi gengi að fagna. Dönsk blöð álíta, að Aksel Larsen hætíi ekki sí.jórnmála- afskiptum að sinni, en hann er 73 ára gamall og hefur setið á þingi óslitið frá 1932. Yar hann leiðtogi kommúnjstaflokksins til 1958, en stofnaði sósíalska þjóð- flokkinn 1959 og hefur verið fulltrúi-hans á löggjafarsamkom- unni eftir kosningarnar 1960. Aksel Larsen fordæmdi atferli rússa í Ungverjalandi 1956 og var þ'ess vegna felldur frá for- mennsku á næsta flokksþingi kommúnista. í>á brá ihann á það ráð að kveðja í styttingi, víkja brott og stofna nýjan flokk. Kommúnistar hafa ekki átt full- trúa í danska iþinginu síðan, en vegur Aksels Larsen hefur aldrei verið meiri. Danski kommúnistaflokkur- inn reis fílefldur úr ösku her- námsins og styrjaldarinnar. Hann hafði fengið iþrjá þing- menn 1939, en hlaut átján í kosningunum 1945. Var það mjög að atbeina róttækra mtnntamanna, sem snerust til liðs við 'hann, en drýgst munaði um Aksel Larsen. Hann hafði setið fangi þjóðverja i Sachsen- hausen og Neuengamme og orð- ið píslanvottur. Fékk hann sæti í dönsku þjóðsíjórninni í ófrið- arlok, en var skamma stund í þeim háa sessi. Kommúnista- •fiokkurinn tapaði helmingnum af atkvæðum sinum og þingfull- trúum við kosningarnar 1947. Hrakaði 'honum smám saman upp frá þvi og fékk aðeins sex þingmenn í kosningunum 1957, þó að Aksel Larsen væri þá enn foringi hans. Svo skarst í odda vegna Ungverjalandsmálsins, og kom til uppgjörs, þar sem Aksel Larsen beið lægra hlut. Hann sat 'þó áfram á þingi, en hleypti sósíalska þjóðflokknum af stokk- unum. Reyndist þar um að ræða ærið skip í sjó. Sósíalski þjóðflokkurinn fékk eileiflit þingmenn kosna 1960, ári eftir, að hann var stofnaður. Hlaut hann svipað fylgi 1964, en færðist svo mjög í aukana 1966. Fékk hann þá tultugu þingmenn og oddaaðstöðu í dönskum stjórnmálum. Studdi sósíalski þjóðflokkurinn minni- hlutastjórn jafnaðarmanna, en klofnaði af því tilefni. Kom þá til sögu nýtt flokksbrot, er nefndi sig vinstri sósíalista og bar Aksel Larsen á brýn, að hann væri of hægri sinnaður og auk þess óþægilega ráðríkur. Klofningurinn varð til þess, að sósíalski þjóðflokkurinn fékk aðeins eilefu þingmenn kosna 1968, en jafnaðarmenn misstu Aksel Larsen Helgi Sæmundsson: jafnframt sjö, og borgaraflökk- arnir hrepptu meirihluta og fengu sijórnartaumaná í' hend- ur. Vinstri sósíalistar báru úr býtum fjögur þingsæti og mega sín lítils. Borgaraflokkarnir hafa 25 atkvæði umfram jafnaðar- menn, sósíalska þjóðflokkinn og vinstri sósíalista á þingi dana. Samt þenda skoðanakannanir til Þess, að ríkisstjórn 'þeirra sé feig. Er þess vegna fylgzt náið með því, hvort Jens Otto Krag og Aksel Larsen hyggi á sam- starf. Krag lætur ekki mikið uppi, en Larsen fer engan Veg- inn dult með afstöðu sína. Hann telur, að bilið milli jafnaðar- manna og sósíalska þjóðfloklrs- ins hafi minnkað í stjórnarand- stöðunni og að vinstri samvinna hljóti að koma til, ef meirihlufc fáist. Þetta mun afstaða sósíalska þjóðflokksins, iþví að Aksel Larsen ræður ihenni vafalaust öðrum mönnum fremur. Hann er raunar ekki flokksformaður lengur, en eftirmaður hans í öndveginu, Sigurd Ömann, telst engan veginn jafnoki gamla mannsins, og Aksel Larsen hlut- ast áreiðanlega til um, hvert flokkur hans stefnir. Skoðanir voru lengi skiplar um Aksel Larsen, en nú á dög- um nýtur hann mikiliar virðl ingar andstæðinga jafnt sem samherja. Hann er ef til vill í mestu áliti danskra stjórnmála- manna um þessar mundir. Má ráða það af úrslitum síðustu kosninga. Aksel Larsen er þing- maður í austurhluta Kaup- mannahafnar. Var hann kosinn með 16052 atkvæðum í kjör- dæminu, og þar af voru 15095 persónuleg. Fékk Aksel Larsen næst flest persónuleg atkvæði við þingkosningarnar í Dan- mörku 1968. Fleiri Maut aðeins Hilmar Baunsgaard forsætisráð- herra. Varð Aksel Larsen drýgri í atkvæðasöfnuninni en Jens Otto Krag, sem reyndist þriðji í þessari vinsældaröð. Yfirburðir Aksels LarsSn í sósíalska þjóð- flokknum sannast af þvl, að meðframbjóðandi hans, sem hann ferjaði á þing úr kjördæmi sínu, varð að láta sér nægja 2372 atkvæði. Var það Kurt Brauer, sonur Willy Brauer, fyrrum borgarstjóra samgangna í Kaupmannahöfn. Hver er svo skýringin á því, hversu Aksel Larsen hefur spjar að sig í dönskum stjórnmálum, þó að minnihlutamaður sé? Hann er athyglisverður og minn- isstæður persónuleiki. Aksel Larsen er í hópi snjöllustu ræðu manna í Danmörku og jafnvígur að túlka skoðanif sínar mennta- mönnum og alþýðu. Sleppur sennilega enginn af dönsku stjórnmálaforingjunum betur frá orðascnnum á málþingum. Aksel Larsen fær alla til að hlusta á sig og taka afstöðu rneð sér eða móti. Sanngjarnir áheyr eridur undrast og viðurkenna g'áfur hans og mælsku. Hann lætur alls ekki á sjá, þó að hon- um þyngist fótur. Aksel Larsen er enn í vígahug eins og hann hefur löngum verið í fjörutíu ár. — H.S. Sjómenn mól □ Eins cg Alþýðublaðið heí'ur áfflur skýrt frá ríkir í röfflum sjómanna megn óánægja með þann háít, sem Vélstjóra'felág íslands heflar haft á því að veita meðmæli með umsóknum um undanþáguiréttindi til vélstjórn- ar á fiskiskipulm. í viðtali við Aiiþýðublaðið skömmu fyrir sjó- mannasam'bandsþing Ifkfti Jón Sigurðsson, forseti sambands- imis, fjárheimtu Vc’stjórafé'lags- ins í þessu sambandi við sjórán og á þingi Alþýðusambands Vest fjairðia fyrir skömmu voru sam- þykkt harðorð mótanæli við fram fleirði Vélstjórafélagsins við veit ingu meðmæla með undanþágu- umsóknunuim.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.