Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Helgarpósturinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Helgarpósturinn

						... rMMF
FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1994
MORGUNPÓSTURINN MANNLÍF
25
Móði
(Þormóður Karlsson)
Móði „á" borðiö og er sálin í hópnum. „Dr." Móði,
en hann var nýverið saemdur doktorsnafnbótinni af
akademíunni, erfaeddur29/12 1958 og gekk í
gegnum grunnskóla eins og vera ber. Síðan lá leið
í Myndlista- og handíðaskólann þar sem hann
hafði áður verið í nokkur ár á kvöldnámskeiðum í
módelteikningu, hlutateikningu og svo framvegis.
Síðan hætti hann þar á þriðja ári og flutti til Kaup-
mannahafnar 1980 og vann þar í Bella Center við
uppsetningu sýningarbása, auglýsingar og fleira.
Hann skrapp til Tælands í um hálft ár 1982, aðal-
lega til að láta taka úr sér botnlangann. Síðan aftur
til Kaupmannahafnar og fór að vinna á barnaheim-
ili. Þaðan til San Francisco haustið 1983 til að
nema myndlist við San Fransisco Arts Institute
þaðan sem hann útskrifaðist í maí 1988 með MFA
gráðu með miklu láði og stóðu honum opnar dyr
að verða þar prófessor. í San Francisco var hann
einnig í hljómsveitinni „Normal Conversation" (eðli-
legar samræður) og vann einnig við sviðsmynda-
hönnun á nokkrum músíkvídeóum. Á útskriftarsýn-
ingunni seldi hann nokkrar myndir, sem þótti mikið
afrek, og þurfti að skila þeim til New York þar sem
hann var laminn hrottalega og eyddi síðan næstu
ellefu mánuðum á sjúkrahúsum. Síðan í nóvember
1989 lá leiðin aftur til San Francisco þar sem hann
tók út sitt svokallaða „practical training" ár og
vann við teiknimyndaauglýsingagerð hjá Studio
Actual Size. Síðan hélt hann afturtil íslands og á
„22" þar sem leiðir lágu síðan beint í Séra fsleif og
englabömin, elsku karlinn, því hann er jú soddan
engill. Móði drekkur einfaldan vodka í kók á milli
þess sem hann hefur vökult auga með borðinu. Ef
einhver sest í sætið hans dregur hann sig í hlé, en
þó ekki i svo mikla fjarlægð að hann geti ekki mælt
sökudólginn út með fyrirlitningaraugum.
Móði segir jafnframt að honum skiljist að ríkt aldr-
að fólk sé farið að taka það fram í erfðaskrá sinni
að það vilji láta jarða sig með farsíma svo það geti
hringt upp. (Það er jafnvel til í dæminu að það sé
videókamera í kistunni svo nekrófílían fái að upplifa
sitt hinsta.)
POPP
Dr. Fritz
(FriðrikH. Ólafsson, tannlæknir)
Oft nefndur „Dr. Fritz" eða í seinni tíð „Séra ísleifur"
og þá ítengslum við Englabörnin. Fæddur Vog árið
1946, sem sagt besta árgerð. Alinn upp ísveitinni
suður með sjó. Nokkuð snemma komu í Ijós fjöl-
breyttir hæfileikar sem sumir kynnu að jaðra við
snilligáfu en erfitt reyndist að stefna í einn farveg.
Lærði upphaflega læknisfræði með kvensjúkdóma-
og fæðingarhjálp sem hið göfuga markmið, en af
ástæðum sem ekki verður farið nánar út í hér end-
aði hann sem tannlæknir. Gárungamir segja að
hann hafi fært sig upp um eitt gat. Sem sagt maður
á uppleið og „still going strong". Félagslega sinn-
aður maður með ríka þörf fyrir að vera innan um
fólk, einnig ríka þörf fyrir að skrifa, umgangast lista-
fólk og jafnvel performera en hefur aldrei haft
nægilegt bein í nefinu til að stíga skrefið til fulls.
Þess vegna töluverð togstreita milli listræna þáttar
persónuleikans og hins borgaralega. Trúir því að
hver sé sinnar gæfu smiður en þykir þjóðfélagið
hafa gerst æ mannvonskulegra í seinni tíð með
aukinni kröfuhörku og þeirri græðgi sem virðist
hafa gripiö um sig. Kom fyrst inn á „22" fyrir tæp-
um þremur árum eftir þungbært tímabil krabba-
meins og ýmissa búsifja og fann sig fljótt í léttleika,
skemmtilegheitum og fjölbreytileika mannlífsins
þar. Komst snemma í akademíu staðarins og upp í
svonefnda efri deild þar sem fágætir skapandi and-
ar og góðir drengir leiða gjaman saman hesta sína.
En fyrst og fremst þar sem hver og einn getur
fengið að vera hann sjálfur í friði. „Séra ísleifur"
drekkur gin í greip þegar það á við.
„Dr. Bjarni Þórarins
alías Kokkur Kyrjan Kvæsir
Sjónháttafræðingur, myndlistarmaður og skáld. Er
gúrúið í hópnum enda heimspekingur sem hefur
smíðað nýtt heimspekikerfi, sjónhátta-, vísi- og
bendufræði sem inniheldur nýja listspeki, lífspeki
og akademía - allt samhliða - og tekur til allra þátta
mannlífsins og listarinnar. Ef hugtakið „alhliða lista-
maður" er til þá á það við Bjarna. Bjami er fæddur
árið 1947 og hefur diplómur frá MR og Myndlista-
og handíðaskólanum. Myndlistin hefur verið helsti
vettvangur Bjama en hann er með fimm bækur I
smíðum, meðal annars mikla kviðu, Kvæsivopna-
búrið, þar sem hann kynnir nýtt Ijóðform, Lýsistrítu.
Vendipunkturinn í lífi hans var 21. júlí 1988. Þá
uppgötvaði hann að Aðalsteinn Ingólfsson hafðt
klikkað á að geta hans í bókinni Northen Roles of
Art í kafla um Gallerí Suðurgötu 7, en Bjami var
frumkvöðull að því. Til að sefa reiði sína kvað hann
Ijóðsmælkið „oss í té" en út frá því kviknaði hug-
myndin að nýrri heimspeki sem hann hefur helgað
sig æ síðan. Meira um það síðar, en viðtal við
meistarann er í vinnslu. Samkvæmt upplýsingum
starfsfólks drekkur Bjarni Rjómanoff sem er 1
vodka á móti 1 Baleys og ef vel er að honum farið
og hann í góðu formi er vel hugsanlegt að telja
hann á að fara með kvæsur fyrir sig. Það eru frum-
samin kvæði, eða kvæsur eins og skáldið kýs að
kalla það, og Bjami kvæsir skáldskapinn að við-
stöddum. Allir sem þekkja kveðskap Bjarna segja
að þar sé um einstakan skáldskap að ræða og
séra ísleifur nefnir Ijóðið „The brown over the river
kvæs" sem sérlega skemmtilegt dæmi. Og fyrir að-
dáendur „Dr." Bjama er gaman að geta sagt frá því
að mikið sjónháttaþing verður haldið í Nýlistasafn-
inu 1 .-20. nóvember.
það skyldað til að bergja á öllum lit-
um, en það á helst ekki að klára úr
glösunum. I lokin verður tekin
önnur mynd úr þyrlu og vídeó-
mynd af fólki í lokin þegar það
kemur af sýningunni."
„Séra ísleifur" er foringi í rupp-
hljómsveitinni (stundum spila þeir
ripp — rappið er þegar til) „Séra h-
leifur" og engiabörnin en engla-
börnin eru Móði og Ríkharður III.
Þeir tróðu til dæmis upp á listahá-
tíð á Akureyri í sumar við mikinn
fögnuð áhorfenda — svo mikinn
að „Dr." Bjarna þótti nóg um og
þegar átti að klappa þá upp sagði
hann: „Þetta er nóg, þetta.er nóg."
Gervitungl og aðrír í
hópnum
Það þarf engum að koma á óvart
að straumur lista- og mennta-
manna á leið hjá Hringborði dauð-
ans en enn er eftir að nefna menn
sem tilheyra hópnum. Ríkharður
III er staddur á Húsavík í lamba-
kjötinu. Móði segir að viðurnefni
hans sé ekki til komið vegna þess að
hann sé með kryppu eins og frægur
nafni hans, persóna Shakespeares,
né heldur að hann sé þriðji maður-
inn í rupphh'ómsveitinni „Séra Is-
leifur" og englabórnin, hann er ein-
faldlega þriðji Ríkharðurinn í sinni
fjölskyldu. Birgir Andrésson er
annar aðsópsmikill karakter í
hópnum. Birgir er myndlistarmað-
ur úr Vestmannaeyjum og fóst-
bróðir Bjarna. Einnig má nefna Vö-
lund Björnsson sem er mikill
spekúlant. Þessa menn var ekki
hægt að festa á filmu né á blað og
kannski eins gott — MORGUN-
PÓSTURINN hefði þá líklega lent á
einkennilegri sporbraut og ekki átt
afturkvæmt. Enda sagði „Dr."
Bjarni við blaðamann: „Eg á eftir að
sjá þig fá það upp úr Völundi hvað
hann er búinn að sjóða margar ýsur
um ævina, þó að hann láti ýmislegt
vaða." Eðlilega leita kvenmenn eftir
félagsskap við þessa yfirburða-
menn,- ein þeirra er Kristrún
Gunnarsdóttir sem kynnir sig sem
vídeóvísi akademíunnar.
Fullt  af gervitunglum  eru  á
sveimi í kringum borðið og hlotn-
ast stundum sá heiður að fá að sitja
við það. Ægir stjörnuspekingur er
einn þeirra. Einnig má á góðri
stundu sjá Jón Óskar og Huldu
Hákon myndlistarmenn við borð-
ið. Infernógengið — Ómar Stef-
áns, Öddi Ingólfs og Guðjón bak
við tjöldin — eru og tíðir gestir og
sækja þangað andlega inspírasjón.
Allir þeir sem MORGUNPÓSTUR-
INN hafði samband við eru sam-
mála um að sé einhvers að væntá
varðandi stefnubreytingu í menn-
ingu og listum á Islandi þá sé ein-
sýnt að riddararnir við Hringborð
dauðans verði þar í fremstu víglínu.
Jakob Bjarnar Grétarsson
ítudagur
Á Tveimur vinum verður brjálað
fjör en þar spilar skoska rokkhljóm-
sveitin Dawson ásamt islensku
hljómsveitinni Maus.
Á Kaffi Reykjavík spila engir aðrir
en Hálft í hvoru.
Arnar Freyr og Þórir halda uppi
löðrandi diskóstemmningu á Café
Amsterdam.
Jón Ingólfsson trúbador spilar á
Fógetanum. Á háaloftinu verður
boðið upp á djass.
KK spilar á Blúsbarnum.
Tunglið býður gestum sínum upp
á „Virtual Reality" eða sýndarveru-
leika, sem mun vera það nýjasta í
skemmtanabransanum. Þetta
kvöld mun DJ Áki sjá um dans-
tónlistina.Húsið opnar kl. 22.00 og
aðgangur er ókeypis.
Á Fjörukránni spilar Víkinga-
sveitin allrahanda músik. Hljóm-
sveitina skipa meðal annarra Her-
mann Ingi og Smári Eggertsson.
Á Ömmu Lú spila Aggi slæ og
Tamlasveitin.
Tweety spilar íSjallanum á Ak-
ureyri. Tweety skipa þau: Andrea
Gylfadóttir, Þorvaldur B. Þorvalds-
son, Eiður Arnarsson, Ólafur Hólm
Einarsson og Máni Svavarsson.
Fánar skemmta á Feita dvergn-
um. Fánarnir eru að hluta gamla
Brimkló og spila gamla slagara.
Fógetinn. Þar spilar Haraldur
Reynisson trúbador á gitarinn
JJ Soul verður á Blúsbarnum í
kvðld.
Hálft ihvoru spila á Kaffi
Reykjavík.
Tveir vinir bjóða upp á Karaoke
og geta gestir valið úr tæplega
3000 lögum.
Jet Black Joe verður með út-
gáfutónleika-i Rósenberg.
Á Café Amsterdam spila félag-
arnir Arnar Freyr og Þórir gamla
diskósmelli.
Laugardagur
A Feita dvergnum heldur hljóm-
sveitin Fánar uppi fjöri.
í Sjallanum á Akureyri spilar
SSSól. Hljómsveitin mun meðal
annars spila efni af væntanlegri
hljómplótu sinni.
Dúndrandi diskóstemmning
verður á Café Amsterdam. Þar
halda Arnar Freyr og Þórir uppi
fjöri og öðru rassabomseni.
í Rósenberg verðurLos Angeles
Glamrock Fashion Show. Sem
þýðir tískusýning frá Plexiglas undir
dúndrandi rokki.
22 verður með Hólmar íbúrinu og
þvílíkt stuð.
Vikingasveitin spilar á Fjöru-
kránni með þá Hermann Inga og
Smára Eggerts í fararbroddi.
Á Kaffi Reykjavík spila Hálft (
hvoru.
Tweety verður i Sjallanum á ísa-
firöi.
Dóri Braga verður með lokatón-
leika ásamt Vinum Dóra.
Allir Vinir Dóra fyrr og sfðar
koma og spila með honum.
Atburður helgarinnar er
tvímælalaust tónleikar
Donovans í Þjóðleikhúss-
kjallaranum. Þar verða
Árni Þórarins, Hrafh
Gunnlaugs og allar
stelpurnar sem féllu fyrir
Donovan í gamla daga
- aukyngri spámanna sem
voru að átta sigáþví að
þessi kappi hafi yfirleitt
verið til.
SVEITABOLL
SSSÓL spilar i Víkurröst á Dal-
vik. Hljómsveitin mun meðal ann-
ars spila efni af væntanlegri plötu
sem poppfræðingar segja bestu
plötu sveitarinnar til þessa.
KLASSIK
Norræna húsið kl. 20.30
Maria Schauman söngkona
heldur Ijóðatónleika, Ville
Lindström píanóleikarí spilar und-
ir. Hér er á ferðinni prímadonna
frá Finnlandi sem lærði á sínum
tíma við tónlistarháskóla Vínar-
borgar. Kennarí hennar þar var is-
lensk söngkona, Svanhvit Egils-
dóttir, og eru tónleikarnir í Nor-
ræna húsinu haldnir henni til heið-
urs.
mtEnEMEmm
Þjóðleikhúsið kl. 20.00
Vald örlaganna. Kristján Jó-
hannsson þrumaryfir áheyrend-
um á sinn óviðjafnanlega hátt. I
upphafi óperunnar vippar hann
sér yfir grindverk. Missið ekki af
þvi.
lílfi'íl'l'M'l'
Þjóðleikhúsið kl. 20.00
Vald örlaganna. Kristján Jó-
hannsson og fleiri, meðlimir úr
Sinfóníuhljómsveit Islands og
þjóðleikhúskórinn.
SiOJUDAGUR
Islenska óperan kl. 21.00
Opnunartónleikar danskra
daga. Dönsk leikkona, Bodil Ud-
sen, les upp úr verkum H. C.
Andersens og Karenar Blixen.
Einnig leikur Kammersveit Fteykja-
vikur og Pro Arte kórinn tekur
nokkur lög.
i.'.ii.wmn.Tmhj
Þjóðleikhúsið kl. 20.00
Vald örlaganna ísíðasta sinn í
þili.
I  i
IFIMMTUDAGUR 6. október    IFÓSTUDAGUR 7. október
INGIBJORG
LOFTUR
LAUGARDAGUR 8. október     ISUNNUDAGUR 9. október     IMÁNUDAGUR 10. október     IÞRIDJUDAGUR 11 október    I MIDVIKUDAGUR 12. október
LOFTUR
VINIRDÓRA     VINIRV0RS0G  VINIRVORSOG   N1 +
BLÓMA         BLÓMA
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32